Óvissa um lykilmann Vals: „Þetta lítur rosalega illa út“ Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2024 13:31 Joshua Jefferson var studdur af velli í leiknum við Hauka í gærkvöld. Stöð 2 Sport Óvissa ríkir um Joshua Jefferson, Bandaríkjamanninn í körfuboltaliði Vals, sem meiddist í hné í sigrinum gegn Haukum í gær. Ljóst er að um mikið áfall væri að ræða fyrir Val ef meiðslin reynast alvarleg. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsara, segir í samtali við Vísi að beðið sé eftir myndatöku til að skera úr um alvarleika meiðslanna. „Hann kom vel út úr öllum líkamlegum prófum í gær en það er ekkert hægt að segja til um þetta fyrr en eftir myndatöku,“ segir Finnur. Aðeins sé ljóst að Jefferson missi af leiknum við Hött næsta fimmtudag en eftir það tekur við hlé vegna landsleikja til 7. mars. Augnablikið þegar Jefferson meiddist má sjá í klippunni hér að neðan en meiðsli hans voru til umræðu í Tilþrifunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Klippa: Tilþrifin - Meiðsli Jefferson alvarleg fyrir Val Þurfa Jefferson til að blómstra gegn þeim bestu „Þetta lítur rosalega illa út. Þetta er risavaxið fyrir Valsliðið, ef hann er að detta út úr þessari baráttu núna,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson í Subway-tilþrifunum í gærkvöld og bætti við: „Hann er ótrúlega mikilvægt púsl í því hvernig Valsliðið spilar. Hann er akkúrat rétti Bandaríkjamaðurinn inn í þetta Valslið. Hann setur upp þrjátíu stig en þú tekur ekki eftir því. Hann er samt að leyfa mönnum eins og Taiwo Badmus, Kristni Pálssyni og Kristófer Acox að njóta sín, og er eiginlega ekki að taka neitt frá þeim. Þessir þrír þurfa Joshua Jefferson til að geta blómstrað á móti bestu liðum deildarinnar, og þegar þeir eru komnir út í úrslitakeppnina gegn skipulögðum varnarleik.“ Magnús Þór Gunnarsson tók undir þetta: „Sérstaklega Acox. Hann þarf góðan bakvörð sem getur gefið boltann.“ Ólíklegt að Kári taki mikinn þátt Ef Valsarar, sem eru á toppi Subway-deildarinnar, þurfa að spjara sig án Jefferson eykst þörfin fyrir að Kári Jónsson snúi aftur til leiks í úrslitakeppninni. Hann gekkst undir aðgerð á fæti í desember. „Kári er bara í sínu endurhæfingarferli og er kominn frekar stutt á veg með það. Hann er ekkert væntanlegur á gólfið á næstunni,“ segir Finnur, en er mögulegt að Kári verði með í úrslitakeppninni? „Ég held að það sé ólíklegt og ef það verður þá verður það í einhverri mýflugumynd. Þetta verður bara að koma í ljós og við förum varlega með hann.“ Subway-deild karla Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsara, segir í samtali við Vísi að beðið sé eftir myndatöku til að skera úr um alvarleika meiðslanna. „Hann kom vel út úr öllum líkamlegum prófum í gær en það er ekkert hægt að segja til um þetta fyrr en eftir myndatöku,“ segir Finnur. Aðeins sé ljóst að Jefferson missi af leiknum við Hött næsta fimmtudag en eftir það tekur við hlé vegna landsleikja til 7. mars. Augnablikið þegar Jefferson meiddist má sjá í klippunni hér að neðan en meiðsli hans voru til umræðu í Tilþrifunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Klippa: Tilþrifin - Meiðsli Jefferson alvarleg fyrir Val Þurfa Jefferson til að blómstra gegn þeim bestu „Þetta lítur rosalega illa út. Þetta er risavaxið fyrir Valsliðið, ef hann er að detta út úr þessari baráttu núna,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson í Subway-tilþrifunum í gærkvöld og bætti við: „Hann er ótrúlega mikilvægt púsl í því hvernig Valsliðið spilar. Hann er akkúrat rétti Bandaríkjamaðurinn inn í þetta Valslið. Hann setur upp þrjátíu stig en þú tekur ekki eftir því. Hann er samt að leyfa mönnum eins og Taiwo Badmus, Kristni Pálssyni og Kristófer Acox að njóta sín, og er eiginlega ekki að taka neitt frá þeim. Þessir þrír þurfa Joshua Jefferson til að geta blómstrað á móti bestu liðum deildarinnar, og þegar þeir eru komnir út í úrslitakeppnina gegn skipulögðum varnarleik.“ Magnús Þór Gunnarsson tók undir þetta: „Sérstaklega Acox. Hann þarf góðan bakvörð sem getur gefið boltann.“ Ólíklegt að Kári taki mikinn þátt Ef Valsarar, sem eru á toppi Subway-deildarinnar, þurfa að spjara sig án Jefferson eykst þörfin fyrir að Kári Jónsson snúi aftur til leiks í úrslitakeppninni. Hann gekkst undir aðgerð á fæti í desember. „Kári er bara í sínu endurhæfingarferli og er kominn frekar stutt á veg með það. Hann er ekkert væntanlegur á gólfið á næstunni,“ segir Finnur, en er mögulegt að Kári verði með í úrslitakeppninni? „Ég held að það sé ólíklegt og ef það verður þá verður það í einhverri mýflugumynd. Þetta verður bara að koma í ljós og við förum varlega með hann.“
Subway-deild karla Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum