Þór á toppinn að nýju eftir tæpan sigur gegn Sögu Snorri Már Vagnsson skrifar 8. febrúar 2024 23:35 ADHD og Allee mættust í Vertigo í Counter-Strike í kvöld. Þórsarar höfðu betur gegn liði Sögu í Ljósleiðaradeildinni í kvöld. Bæði lið eru í hörkubaráttu um sæti sitt í deildinni og því ljóst að stórleikur var í vændum. Leikurinn var spilaður á Vertigo og byrjuðu Þór leikinn í sókn. Saga sigruðu fyrstu lotuna þar sem Tight, leikmaður Sögu, felldi fjóra í skammbyssulotunni. Næsta lota fór sömuleiðis til Sögu áður en Þórsarar fundu sinn fyrsta sigur í leiknum, 2-1. Áfram hélt Saga að vinna lotur en þeir komust í 5-1 áður en Þór sigruðu að nýju, 5-2. Saga komst í 7-2 áður en undan fæti þeirra fór að halla. Þór sigruðu allar lotur fram að hálfleik og fundu því líflínu fyrir seinni hálfleikinn. Staðan í hálfleik: Saga 7-5 Þór Þórsarar voru ekki lengi að jafna leikinn í 7-7 og tóku svo forystuna í fyrsta sinn í leiknum í stöðunni 7-8. Saga jafnaði þó Þórsara í hvert skipti er þeir sigruðu lotur, þangað til Þór náðu loks að brjóta sig frá Sögu í stöðunni 9-11. Saga náði aðeins að sigra eina lotu til viðbótar og Þór fundu því afar mikilvægan sigur sem var allt nema auðveldur. Saga þurfa að sætta sig við ósigur eftir flotta frammistöðu í fyrri hálfleik. Lokatölur: Saga 10-13 Þór Þórsarar fara því upp fyrir NOCCO Dusty að nýju og sitja á toppi deildarinnar. Saga er enn í fjórða sæti að elta Ármann fyrir þriðja sætið er tvær umferðir eru til stefnu. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport
Leikurinn var spilaður á Vertigo og byrjuðu Þór leikinn í sókn. Saga sigruðu fyrstu lotuna þar sem Tight, leikmaður Sögu, felldi fjóra í skammbyssulotunni. Næsta lota fór sömuleiðis til Sögu áður en Þórsarar fundu sinn fyrsta sigur í leiknum, 2-1. Áfram hélt Saga að vinna lotur en þeir komust í 5-1 áður en Þór sigruðu að nýju, 5-2. Saga komst í 7-2 áður en undan fæti þeirra fór að halla. Þór sigruðu allar lotur fram að hálfleik og fundu því líflínu fyrir seinni hálfleikinn. Staðan í hálfleik: Saga 7-5 Þór Þórsarar voru ekki lengi að jafna leikinn í 7-7 og tóku svo forystuna í fyrsta sinn í leiknum í stöðunni 7-8. Saga jafnaði þó Þórsara í hvert skipti er þeir sigruðu lotur, þangað til Þór náðu loks að brjóta sig frá Sögu í stöðunni 9-11. Saga náði aðeins að sigra eina lotu til viðbótar og Þór fundu því afar mikilvægan sigur sem var allt nema auðveldur. Saga þurfa að sætta sig við ósigur eftir flotta frammistöðu í fyrri hálfleik. Lokatölur: Saga 10-13 Þór Þórsarar fara því upp fyrir NOCCO Dusty að nýju og sitja á toppi deildarinnar. Saga er enn í fjórða sæti að elta Ármann fyrir þriðja sætið er tvær umferðir eru til stefnu.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport