Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 82-72 | Gönguferð í garðinum á hægum hraða Siggeir Ævarsson skrifar 8. febrúar 2024 22:33 Kristinn Pálsson var stigahæstur Valsara í kvöld með 19 stig Vísir/Bára Dröfn Haukar heimsóttu heitasta lið landsins í N1-höllina á Hlíðarenda í kvöld en gestirnir urðu hreinlega að vinna leikinn þar sem þeir voru fyrir hann hársbreidd frá því að missa endanlega af úrslitakeppninni. Það var þó ekki að sjá á leik þeirra í byrjun að það væri mikið undir en Haukar skoruðu aðeins tíu stig í fyrsta leikhluta og sóknarleikur þeirra einkenndist af einstaklingsframtaki fyrst og fremst. Liðið að spila hetjubolta án þess þó að hafa í röðum sínum hetjur. Munurinn á liðunum 14 stig eftir fyrsta leikhlutann og á því varð engin breyting í hálfkeik. Haukar vöknuðu vissulega aðeins til lífsins og komu muninum undir tíu stigin en þá stigu Valsmenn bara aðeins fastar á bensíngjöfina, sem var þó langt frá því að vera í gólfinu. Staðan 41-27 í hálfleik. Haukar náðu aldrei að komast í takt við leikinn eða ógna forskoti Vals svo heitið gat. Seinni hálfleikurinn rann hjá í hægum takti og stemmingin á Hlíðarenda eftir því. Ég hef fylgst með málningu þorna og skemmt mér betur en að horfa á þennan leik. Valsmenn skrúfuð einfaldlega upp þann litla ákafa sem þeir þurftu að leggja í þennan leik þegar á þurfti að halda og unnu að lokum mjög sanngjarnan og þægilegan sigur. Haukar minnkuðu að vísu muninn í sex stig í blálokin en virtust hreinlega ekki hafa trú á verkefninu, jafnvel á þeim tímapunkti. Af hverju vann Valur? Haukarnir grófu sína eigin gröf í kvöld með stirðum sóknarleik, töpuðum boltum og lélegum ákvörðunum. Valsmenn hafa oft hitt á betri leik en gerðu bara nákvæmlega það sem þeir þurftu að gera í kvöld og lönduðu þægilegum sigri. Hverjir stóðu upp úr? Kristinn Pálsson fór fyrir sóknarleik Vals og skoraði 19 stig. Badmus kom næstur með 18 og tíu fráköst og Kristófer Acox þar rétt á eftir með 17, níu fráköst og fimm stoðsendingar. Hjá Haukum var fátt um fína drætti sóknarlega. David Okeke var stigahæstur með 18 stig og þá átti Osku Heinonen fína innkomu af bekknum og tókst næstum að skjóta sína menn í gang. 15 stig frá honum og fjórir þristar í átta tilraunum. Áfall kvöldsins Valsmenn urðu fyrir enn einu meiðslaáfallinu í kvöld þegar Joshua Jefferson þurfti að yfirgefa völlinn snemma í 2. leikhluta. Hann var studdur út af og beinustu leið inn í klefa og kom ekki fram aftur. Hvað gerist næst? Á Valentínusardaginn, 14. febrúar, taka Haukar á móti Stjörnunni í leik sem þeir verða að vinna til að slíta sig frá Blikum í fallbaráttunni. Daginn eftir sækja Valsmenn Hött heim á Egilsstöðum. Finnur Freyr: „Mér fannst þetta bara ekki góður leikur“ Finnur Freyr Stefánsson er ekki mikið að velta sér upp úr því að vera búinn að vinna níu í röðVísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ekki fullkomlega sammála fullyrðingu blaðamanns um að hans menn hefðu verið með tögl og haldir á leiknum í kvöld. Bæði lið hefðu hreinlega verið slök. „Mér fannst þetta eiginlega bara frekar lágfleygur leikur einhvern veginn. Fannst hann aldrei komast á flug. Kannski leikur sem maður er pínu búinn að vera hræddur um að myndi koma á einhverjum tímapunkti hjá okkur þar sem mér fannst við bara vera slakir og sem betur fer voru Haukarnir aðeins slakari.“ „Ég var kannski að bíða eftir þessu mómenti þar sem við myndum ná að keyra meira. Það er erfitt að vera alltaf „on“ og mér finnst við vera búnir að vera rosalega mikið „on“ undanfarna mánuði. Mér fannst þetta bara ekki góður leikur. Stundum gerist það að lið eiga „off“ leik. Það kannski líka skelkaði menn aðeins þessi meiðsli hjá Josh og vonum að hann sé bara í lagi.“ Finnur gat ekki gefið neinar nánari upplýsingar um meiðsli Joshua Jefferson. „Nei, það verður bara að koma í ljós. Við erum með gott sjúkrateymi og gott fólk í kringum okkur. Við skoðum þetta bara núna. Ég sá ekki hvað gerðist. Við einbeitum okkur að leiknum og svo kemur þetta í ljós. Þetta er svolítið búin að vera sagan í vetur.“ „Aron náði nokkrum æfingum í þessari viku og var með í dag og þá koma önnur meiðsli. Þetta er búið að vera gegnumgangandi í allan vetur og við erum að fá allskyns svona hluti. Vonandi förum við að sjá fyrir endann á þessu en ánægður með restina af leikmönnunum að klára þetta.“ Finnur vildi ekki gera mikið úr því að vera með heitasta lið landsins í höndunum. Það skipti engu máli að vera búinn að vinna níu í röð enda væru fimm leikir enn eftir. „Menn eru búnir að vera mjög einbeittir og búin að vera fá móment þar sem við erum búnir að vera alveg hræðilegir. Það koma alveg móment þar sem við hikstum, deildin er bara þannig að það er erfitt að fara inn í alla leiki. Öll lið eru vel mönnuð og vel þjálfuð. Miðað við það allt erum við búnir að halda haus ansi vel í gegnum allt, hvort sem það eru níu í röð eða einn í röð, þá skiptir það ekki alveg öllu máli.“ „Þetta eru þessir 22 leikir sem skipta máli sem ég er alltaf að japlast á. Ég held að það séu 17 búnir núna þannig að það eru fimm leikir eftir, við getum ekki farið að hugsa um leikina sem eru búnir, bara hugsa um næsta leik, það er það eina sem við getum gert.“ Subway-deild karla Valur Haukar
Haukar heimsóttu heitasta lið landsins í N1-höllina á Hlíðarenda í kvöld en gestirnir urðu hreinlega að vinna leikinn þar sem þeir voru fyrir hann hársbreidd frá því að missa endanlega af úrslitakeppninni. Það var þó ekki að sjá á leik þeirra í byrjun að það væri mikið undir en Haukar skoruðu aðeins tíu stig í fyrsta leikhluta og sóknarleikur þeirra einkenndist af einstaklingsframtaki fyrst og fremst. Liðið að spila hetjubolta án þess þó að hafa í röðum sínum hetjur. Munurinn á liðunum 14 stig eftir fyrsta leikhlutann og á því varð engin breyting í hálfkeik. Haukar vöknuðu vissulega aðeins til lífsins og komu muninum undir tíu stigin en þá stigu Valsmenn bara aðeins fastar á bensíngjöfina, sem var þó langt frá því að vera í gólfinu. Staðan 41-27 í hálfleik. Haukar náðu aldrei að komast í takt við leikinn eða ógna forskoti Vals svo heitið gat. Seinni hálfleikurinn rann hjá í hægum takti og stemmingin á Hlíðarenda eftir því. Ég hef fylgst með málningu þorna og skemmt mér betur en að horfa á þennan leik. Valsmenn skrúfuð einfaldlega upp þann litla ákafa sem þeir þurftu að leggja í þennan leik þegar á þurfti að halda og unnu að lokum mjög sanngjarnan og þægilegan sigur. Haukar minnkuðu að vísu muninn í sex stig í blálokin en virtust hreinlega ekki hafa trú á verkefninu, jafnvel á þeim tímapunkti. Af hverju vann Valur? Haukarnir grófu sína eigin gröf í kvöld með stirðum sóknarleik, töpuðum boltum og lélegum ákvörðunum. Valsmenn hafa oft hitt á betri leik en gerðu bara nákvæmlega það sem þeir þurftu að gera í kvöld og lönduðu þægilegum sigri. Hverjir stóðu upp úr? Kristinn Pálsson fór fyrir sóknarleik Vals og skoraði 19 stig. Badmus kom næstur með 18 og tíu fráköst og Kristófer Acox þar rétt á eftir með 17, níu fráköst og fimm stoðsendingar. Hjá Haukum var fátt um fína drætti sóknarlega. David Okeke var stigahæstur með 18 stig og þá átti Osku Heinonen fína innkomu af bekknum og tókst næstum að skjóta sína menn í gang. 15 stig frá honum og fjórir þristar í átta tilraunum. Áfall kvöldsins Valsmenn urðu fyrir enn einu meiðslaáfallinu í kvöld þegar Joshua Jefferson þurfti að yfirgefa völlinn snemma í 2. leikhluta. Hann var studdur út af og beinustu leið inn í klefa og kom ekki fram aftur. Hvað gerist næst? Á Valentínusardaginn, 14. febrúar, taka Haukar á móti Stjörnunni í leik sem þeir verða að vinna til að slíta sig frá Blikum í fallbaráttunni. Daginn eftir sækja Valsmenn Hött heim á Egilsstöðum. Finnur Freyr: „Mér fannst þetta bara ekki góður leikur“ Finnur Freyr Stefánsson er ekki mikið að velta sér upp úr því að vera búinn að vinna níu í röðVísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ekki fullkomlega sammála fullyrðingu blaðamanns um að hans menn hefðu verið með tögl og haldir á leiknum í kvöld. Bæði lið hefðu hreinlega verið slök. „Mér fannst þetta eiginlega bara frekar lágfleygur leikur einhvern veginn. Fannst hann aldrei komast á flug. Kannski leikur sem maður er pínu búinn að vera hræddur um að myndi koma á einhverjum tímapunkti hjá okkur þar sem mér fannst við bara vera slakir og sem betur fer voru Haukarnir aðeins slakari.“ „Ég var kannski að bíða eftir þessu mómenti þar sem við myndum ná að keyra meira. Það er erfitt að vera alltaf „on“ og mér finnst við vera búnir að vera rosalega mikið „on“ undanfarna mánuði. Mér fannst þetta bara ekki góður leikur. Stundum gerist það að lið eiga „off“ leik. Það kannski líka skelkaði menn aðeins þessi meiðsli hjá Josh og vonum að hann sé bara í lagi.“ Finnur gat ekki gefið neinar nánari upplýsingar um meiðsli Joshua Jefferson. „Nei, það verður bara að koma í ljós. Við erum með gott sjúkrateymi og gott fólk í kringum okkur. Við skoðum þetta bara núna. Ég sá ekki hvað gerðist. Við einbeitum okkur að leiknum og svo kemur þetta í ljós. Þetta er svolítið búin að vera sagan í vetur.“ „Aron náði nokkrum æfingum í þessari viku og var með í dag og þá koma önnur meiðsli. Þetta er búið að vera gegnumgangandi í allan vetur og við erum að fá allskyns svona hluti. Vonandi förum við að sjá fyrir endann á þessu en ánægður með restina af leikmönnunum að klára þetta.“ Finnur vildi ekki gera mikið úr því að vera með heitasta lið landsins í höndunum. Það skipti engu máli að vera búinn að vinna níu í röð enda væru fimm leikir enn eftir. „Menn eru búnir að vera mjög einbeittir og búin að vera fá móment þar sem við erum búnir að vera alveg hræðilegir. Það koma alveg móment þar sem við hikstum, deildin er bara þannig að það er erfitt að fara inn í alla leiki. Öll lið eru vel mönnuð og vel þjálfuð. Miðað við það allt erum við búnir að halda haus ansi vel í gegnum allt, hvort sem það eru níu í röð eða einn í röð, þá skiptir það ekki alveg öllu máli.“ „Þetta eru þessir 22 leikir sem skipta máli sem ég er alltaf að japlast á. Ég held að það séu 17 búnir núna þannig að það eru fimm leikir eftir, við getum ekki farið að hugsa um leikina sem eru búnir, bara hugsa um næsta leik, það er það eina sem við getum gert.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti