Viðskipti innlent

Bein út­sending: Bestu ís­lensku vöru­merkin

Atli Ísleifsson skrifar
Þetta er í þriðja sinn sem brandr verðlaunar íslensk vörumerki.
Þetta er í þriðja sinn sem brandr verðlaunar íslensk vörumerki. Aðsend

Vörumerkja­stof­an brandr mun útnefna „Bestu ís­lensku vörumerkin“ í fjórða sinn klukkan 12 í dag.

Viðurkenningar eru veittar í fjór­um flokk­um, sem er skipt upp eft­ir starfs­manna­fjölda og því hvort vörumerk­in starfi á ein­stak­lings- eða fyr­ir­tækja­markaði. Sömuleiðis eru veitt verðlaun í flokknum Besta alþjóðlega vörumerkið á Íslandi.

Verðlaun­in eru veitt á grund­velli vörumerkja­stefnu fyr­ir­tækja og er meðal annars litið til viðskiptalík­ana og staðfærslu þeirra við valið. Markmiðið með verðlaununum er að efla umræðu um mik­il­vægi góðrar vörumerkja­stefnu og verðlauna fyr­ir­tæki sem stóðu sig best á þessu sviði á síðasta ári.

Útsendingin hefst klukkan 12 og er hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×