Sótti um vernd vopnaður kennsluefni í að koma illa fram við konur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2024 17:37 Maðurinn kom til Ísland þann 30. janúar síðastliðinn. Hann var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Erlendur karlmaður sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi í lok janúar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan mál hans er til umfjöllunar. Í fórum hans fannst efni um hvernig eigi að beita konur misrétti. Það var þriðjudagskvöldið 30. janúar sem maðurinn kom til landsins. Lögreglumenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ræddu við manninn sem gat ekki framvísað skilríkjum. Við tollskoðun fundust ýmis skjöl, bækur, farsímar, USB lyklar, harður diskur en engin skilríki. Sagðist óttast um líf sitt Maðurinn upplýsti um fæðingardag sinn en breytti svo svarinu sínu. Hann væri að sækja um alþjóðlega vernd hér á landi þar sem hann óttaðist um líf sitt vegna hótana um að honum yrði ráðinn bani. Hann sagðist hafa sótt um alþjóðlega vernd í nokkrum löndum. Hann hefði ætlað að sækja um vernd í einu landi en ekki getað orðið sér út um áritun til þess lands. Hann hefði verið hrakinn burt og menn væru að elta hann og vildu drepa hvert sem hann færi. Hann sagðist ekki þekkja neinn á Íslandi og hefði enga tengingu við landið. Hann hefði borgað flugmiðann sjálfur, væri andlega veikur og á lyfjum. Aðspurður um herþjálfun sagðist hann hafa verið í samtökum frá því hann var undir lögaldri. Hefur áður sótt um alþjóðlega vernd Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru að finna í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Þar kemur fram að við skoðun á skjölum í farangri mannsins hafi fundist dagbækur um hvernig eigi að sækja um alþjóðlega vernd í ýmsum löndum. Sömuleiðis um það hvernig beita eigi konur kynbundnu misrétti. Í lögreglukerfinu fannst aðili með sama nafn og fæðingardag. Samkvæmt kerfinu sótti maðurinn um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2021. Hann framvísaði vegabréfi ánöfnuðu öðrum karlmanni og sömuleiðis dvalarleyfiskorti. Honum var fylgt úr landi af stoðdeild Ríkislögreglustjóra árið 2021. Lögregla segir samanburð á myndum og fingraförum sýna að allar líkur sé um að ræða sama mann. Hann var handtekinn aðfaranótt 31. janúar og krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Vægari úrræði vandfundin Lögreglan á Suðurnesjum segir í gæsluvarðhaldskröfunni að ný umsókn mannsins um alþjóðlega vernd eigi að hljóta forgangsmeðferð hjá yfirvöldum. Unnið sé að rannsókn málsins og gæti það leitt til brottvísunar hans. Fyrirséð er að einhverja daga geti tekið að ljúka málinu. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu um tveggja vikna gæsluvarðhald enda væri ekki unnt að beita vægari úrræðum í málinu. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Úrskurðinn má lesa hér. Hælisleitendur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Það var þriðjudagskvöldið 30. janúar sem maðurinn kom til landsins. Lögreglumenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ræddu við manninn sem gat ekki framvísað skilríkjum. Við tollskoðun fundust ýmis skjöl, bækur, farsímar, USB lyklar, harður diskur en engin skilríki. Sagðist óttast um líf sitt Maðurinn upplýsti um fæðingardag sinn en breytti svo svarinu sínu. Hann væri að sækja um alþjóðlega vernd hér á landi þar sem hann óttaðist um líf sitt vegna hótana um að honum yrði ráðinn bani. Hann sagðist hafa sótt um alþjóðlega vernd í nokkrum löndum. Hann hefði ætlað að sækja um vernd í einu landi en ekki getað orðið sér út um áritun til þess lands. Hann hefði verið hrakinn burt og menn væru að elta hann og vildu drepa hvert sem hann færi. Hann sagðist ekki þekkja neinn á Íslandi og hefði enga tengingu við landið. Hann hefði borgað flugmiðann sjálfur, væri andlega veikur og á lyfjum. Aðspurður um herþjálfun sagðist hann hafa verið í samtökum frá því hann var undir lögaldri. Hefur áður sótt um alþjóðlega vernd Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru að finna í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Þar kemur fram að við skoðun á skjölum í farangri mannsins hafi fundist dagbækur um hvernig eigi að sækja um alþjóðlega vernd í ýmsum löndum. Sömuleiðis um það hvernig beita eigi konur kynbundnu misrétti. Í lögreglukerfinu fannst aðili með sama nafn og fæðingardag. Samkvæmt kerfinu sótti maðurinn um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2021. Hann framvísaði vegabréfi ánöfnuðu öðrum karlmanni og sömuleiðis dvalarleyfiskorti. Honum var fylgt úr landi af stoðdeild Ríkislögreglustjóra árið 2021. Lögregla segir samanburð á myndum og fingraförum sýna að allar líkur sé um að ræða sama mann. Hann var handtekinn aðfaranótt 31. janúar og krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Vægari úrræði vandfundin Lögreglan á Suðurnesjum segir í gæsluvarðhaldskröfunni að ný umsókn mannsins um alþjóðlega vernd eigi að hljóta forgangsmeðferð hjá yfirvöldum. Unnið sé að rannsókn málsins og gæti það leitt til brottvísunar hans. Fyrirséð er að einhverja daga geti tekið að ljúka málinu. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu um tveggja vikna gæsluvarðhald enda væri ekki unnt að beita vægari úrræðum í málinu. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Úrskurðinn má lesa hér.
Hælisleitendur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira