Innlent

Svipuð merki og fyrir síðustu tvö gos

Jón Þór Stefánsson skrifar
Benedikt G. Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni.
Benedikt G. Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni. Vísir/Arnar

Benedikt G. Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir að miklar líkur séu taldar á þriðja eldgosinu á Reykjanesi á nokkurra mánaða tímabili. Staðan sé svipuð og fyrir síðastu gos.

„Vöktunargögnin okkar sýna mjög svipuð merki og síðustu vikuna, tvær, áður en gaus fjórtánda janúar og í rauninni líka átjánda desember.“

Aðspurður um hvort munstur sé að ræða segir hann: „Já, þetta er orðið mjög reglulegt. Við sjáum bara gos á mánaðrafresti núna. Það er spurning hvort það haldi áfram þannig, við getum ekkert spáð fyrir um það,“ sagði Benedikt í kvöldfréttum Stöðavar 2.

„En gögnin haga sér þannig núna að þetta heldur áfram með svipuðu minstri.“

Magn kviku í kvikuhólfinu undir Svartsengi er talið vera orðið meira en það sem fór í innskotið og eldgosið við Grindavík í janúar. Kvikusöfnun undir Svartsengi er metin vera um níu milljónir rúmmetra frá goslokum í janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands.

Aðspurður um hvar væri líklegast að kvika myndi koma upp segir Benedikt þar vera á svipuðum slóðum og í síðustu tvö skipti, á milli Stóra Skógfells og Hagafells.

Benedikt segir erfitt að segja til um stærð mögulegs gos. 

„Við sjáum ekkert fyrir. Það verður bara að koma í ljós,“ segir hann, en bætir við líklegt sé að gos verði svipað og í tvö skipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×