Jafn margir og búa í Árborg sótt um vernd á síðustu tveimur árum Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2024 16:57 Guðrún taldi vert að taka reglur um fjölskyldusameiningar flóttafólks til endurskoðunar. Sigmundur Davíð talaði um að stjórnleysi ríkti í málefnum hælisleitenda. vísir/ívar/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra telur ástæðu til að taka reglur um fjölskyldusameiningar flóttafólks til endurskoðunar. „Árið 2012 fór umsóknarfjöldi þeirra er sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í fyrsta sinn yfir 100 einstaklinga, eða samtals 118. Árið 2016, er síðustu útlendingalögin voru í vinnslu hér í þinginu, var einnig sett met þegar umsóknarfjöldinn fór í fyrsta sinn yfir 1.000 einstaklinga,“ sagði Guðrún í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu. Og Guðrún hélt áfram að rekja tölfræðiupplýsingar úr gögnum sínum: „Árið 2022 var síðan annað metár en þá fór umsóknarfjöldinn yfir 4.500. Á rúmum áratug hefur því umsóknarfjöldi um alþjóðlega vernd aukist um rúmlega 3.700%. Ef við tökum fjöldaflótta Úkraínu frá þá er þetta aukning upp á 2.000%. Á tveimur árum hafa því tæplega 9.000 manns sótt um vernd og til samanburðar þá búa um 9.000 manns í Árborg.“ Guðrún sagði, með vísan til fyrirspurnar Sigmundar Davíðs, að það væri rétt. Á Íslandi væru rýmri reglur í tengslum við fjölskyldusameiningar en í löndunum í kringum okkur. „Og ég tel ástæðu til að við tökum það til endurskoðunar,“ sagði dómsmálaráðherra. Sigmundur Davíð var ómyrkur í máli í fyrirspurn sinni, sagði liggja fyrir að hafi síðustu misseri tekið á móti mun fleiri hælisleitendum af palestínskum uppruna eða Palestínuaröbum heldur en hin Norðurlöndin. Hann spurði um öryggismál, sem einhverjum þætti ef til vill óviðeigandi að spyrja um. „En það væri mikil værukærð ef við slepptum því, ólíkt öllum öðrum löndum sem taka við fólki frá svæðum þar sem hryðjuverkamenn hafa ráðið ríkjum í hátt í tvo áratugi. Hvaða ráðstafanir munu íslensk stjórnvöld gera til að tryggja öryggi?“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Árið 2012 fór umsóknarfjöldi þeirra er sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í fyrsta sinn yfir 100 einstaklinga, eða samtals 118. Árið 2016, er síðustu útlendingalögin voru í vinnslu hér í þinginu, var einnig sett met þegar umsóknarfjöldinn fór í fyrsta sinn yfir 1.000 einstaklinga,“ sagði Guðrún í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu. Og Guðrún hélt áfram að rekja tölfræðiupplýsingar úr gögnum sínum: „Árið 2022 var síðan annað metár en þá fór umsóknarfjöldinn yfir 4.500. Á rúmum áratug hefur því umsóknarfjöldi um alþjóðlega vernd aukist um rúmlega 3.700%. Ef við tökum fjöldaflótta Úkraínu frá þá er þetta aukning upp á 2.000%. Á tveimur árum hafa því tæplega 9.000 manns sótt um vernd og til samanburðar þá búa um 9.000 manns í Árborg.“ Guðrún sagði, með vísan til fyrirspurnar Sigmundar Davíðs, að það væri rétt. Á Íslandi væru rýmri reglur í tengslum við fjölskyldusameiningar en í löndunum í kringum okkur. „Og ég tel ástæðu til að við tökum það til endurskoðunar,“ sagði dómsmálaráðherra. Sigmundur Davíð var ómyrkur í máli í fyrirspurn sinni, sagði liggja fyrir að hafi síðustu misseri tekið á móti mun fleiri hælisleitendum af palestínskum uppruna eða Palestínuaröbum heldur en hin Norðurlöndin. Hann spurði um öryggismál, sem einhverjum þætti ef til vill óviðeigandi að spyrja um. „En það væri mikil værukærð ef við slepptum því, ólíkt öllum öðrum löndum sem taka við fólki frá svæðum þar sem hryðjuverkamenn hafa ráðið ríkjum í hátt í tvo áratugi. Hvaða ráðstafanir munu íslensk stjórnvöld gera til að tryggja öryggi?“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira