„Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 11:27 Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, segir fyrirhugað verkfall nemenda í Hagaskóla á morgun algjörlega sjálfsprottið hjá nemendum og að skólinn komi ekkert að skipulagningu þess. Hópur grunnskólanema í Hagaskóla í Reykjavík hefur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. Nemendur hyggjast ganga út úr tíma á morgun, þriðjudag, klukkan 10:30. Fyrirhuguð mótmæli munu fram á Austurvelli klukkan 11. „Við viljum fá sem flesta til að taka þátt til að sýna að nemendur á Íslandi standa með Palestínu og kalla eftir vopnahléi,“ segir á Instagram síðu sem stofnuð var til upplýsinga um verkfallið. View this post on Instagram A post shared by Skolaverkfall (@skolaverkfall_palestinu) Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa miklar upplýsingar um fyrirhugað verkfall umfram það sem birst hefur í fjölmiðlum og í auglýsingum á Facebook. Hann hafi þó rætt við nokkra nemendur skólans sem virðast vera í forsvari fyrir verkefnið. „Almennt finnst mér frábært að ungt fólk taki afstöðu, séu hugsandi og láti sig samfélagsleg málefni verða,“ segir Ómar. „En þau vita líka alveg að þetta er ekki skólaverkefni. Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu.“ 5, 50 eða 500? Rúmlega 600 nemendur eru í Hagaskóla og segist Ómar ekki hafa neinar upplýsingar um hversu umfangsmikið verkfallið verði. „Við höfum í raun ekki hugmynd um hversu margir munu taka þátt, hvort það verði fimm, tíu, fimmtíu eða fimmhundruð. Við rennum algjörlega blint í sjóinn. Það er pínu flókið varðandi skipulagningu, við þurfum auðvitað að útbúa mat og annað. En í stóra samhenginu skiptir það í sjálfu sér engu máli.“ Rúmlega 600 nemendur eru í Hagaskóla. Nemendur hyggjast ganga út úr tíma á á morgun klukkan 10:30. Vísir/Vilhelm Að sögn Ómars verða engar afleiðingar fyrir þá nemendur sem taka þátt í verkfallinu en eðli málsins samkvæmt verði merkt við nemendur sem yfirgefa tíma, til að vita hversu margir séu í húsi og svo framvegis. Þá á hann von á að einhverjir foreldrar munu óska eftir leyfi fyrir börn sín. Jákvætt að ungt fólk myndi sér skoðanir á heimsmálum Aðspurður um hvort átökin í Miðausturlöndum og ástandið á Gaza sé mikið til umræðu í skólanum, segir Ómar að vissulega fari umræðan ekki fram hjá neinum og sé sérstaklega fyrirferðarmikil á samfélagsmiðlum. „Ungt fólk er með mjög ríka réttlætiskennd og er almennt réttsýnt fólk sem má ekkert aumt sjá. Það er alveg eðlilegt að þau verði vör við þetta og myndi sér skoðanir á því sem að gerast. Það er bara mjög jákvætt.“ Þá á Ómar ekki von á að kennarar taki þátt í verkfallinu á morgun. Búið er að boða til mótmæla klukkan 15 í dag og segist Ómar gera ráð fyrir að kennarar mæti frekar þangað. Skóla - og menntamál Átök í Ísrael og Palestínu Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Nemendur hyggjast ganga út úr tíma á morgun, þriðjudag, klukkan 10:30. Fyrirhuguð mótmæli munu fram á Austurvelli klukkan 11. „Við viljum fá sem flesta til að taka þátt til að sýna að nemendur á Íslandi standa með Palestínu og kalla eftir vopnahléi,“ segir á Instagram síðu sem stofnuð var til upplýsinga um verkfallið. View this post on Instagram A post shared by Skolaverkfall (@skolaverkfall_palestinu) Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa miklar upplýsingar um fyrirhugað verkfall umfram það sem birst hefur í fjölmiðlum og í auglýsingum á Facebook. Hann hafi þó rætt við nokkra nemendur skólans sem virðast vera í forsvari fyrir verkefnið. „Almennt finnst mér frábært að ungt fólk taki afstöðu, séu hugsandi og láti sig samfélagsleg málefni verða,“ segir Ómar. „En þau vita líka alveg að þetta er ekki skólaverkefni. Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu.“ 5, 50 eða 500? Rúmlega 600 nemendur eru í Hagaskóla og segist Ómar ekki hafa neinar upplýsingar um hversu umfangsmikið verkfallið verði. „Við höfum í raun ekki hugmynd um hversu margir munu taka þátt, hvort það verði fimm, tíu, fimmtíu eða fimmhundruð. Við rennum algjörlega blint í sjóinn. Það er pínu flókið varðandi skipulagningu, við þurfum auðvitað að útbúa mat og annað. En í stóra samhenginu skiptir það í sjálfu sér engu máli.“ Rúmlega 600 nemendur eru í Hagaskóla. Nemendur hyggjast ganga út úr tíma á á morgun klukkan 10:30. Vísir/Vilhelm Að sögn Ómars verða engar afleiðingar fyrir þá nemendur sem taka þátt í verkfallinu en eðli málsins samkvæmt verði merkt við nemendur sem yfirgefa tíma, til að vita hversu margir séu í húsi og svo framvegis. Þá á hann von á að einhverjir foreldrar munu óska eftir leyfi fyrir börn sín. Jákvætt að ungt fólk myndi sér skoðanir á heimsmálum Aðspurður um hvort átökin í Miðausturlöndum og ástandið á Gaza sé mikið til umræðu í skólanum, segir Ómar að vissulega fari umræðan ekki fram hjá neinum og sé sérstaklega fyrirferðarmikil á samfélagsmiðlum. „Ungt fólk er með mjög ríka réttlætiskennd og er almennt réttsýnt fólk sem má ekkert aumt sjá. Það er alveg eðlilegt að þau verði vör við þetta og myndi sér skoðanir á því sem að gerast. Það er bara mjög jákvætt.“ Þá á Ómar ekki von á að kennarar taki þátt í verkfallinu á morgun. Búið er að boða til mótmæla klukkan 15 í dag og segist Ómar gera ráð fyrir að kennarar mæti frekar þangað.
Skóla - og menntamál Átök í Ísrael og Palestínu Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira