Fellaini leggur skóna á hilluna Siggeir Ævarsson skrifar 3. febrúar 2024 13:01 Marouane Fellaini fagnar marki með Robin van Persie Vísir/Getty Hinn 36 ára Marouane Fellaini hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, en þessi fyrrum leikmaður Manchester United og Everton hefur leikið í Kína síðan 2019. Fellaini hóf feril sinn í ensku úrvalsdeildinni hjá Everton þar sem hann lék 141 deildarleik. Þegar David Moyes færði sig um set frá Everton og tók við stjórnartaumunum hjá United var Fellaini fyrsti leikmaðurinn sem hann bætti í hópinn fyrir 27,5 milljónir punda haustið 2013. Reyndust þetta reyndar einu kaup Moyes í þeim sumarglugga. Fellani lék alls sex tímabil með United, 119 deildarleiki og skoraði tólf mörk. Stuðningsmenn United voru mishrifnir af frammistöðu hans og þá ekki síst þegar stjórar liðsins ákváðu að henda honum í framlínu liðsins undir lok leikja í þeirri veiku von að hann gæti skallað boltann í rétta átt. Fellaini átti engu að síður hlut í nokkrum af þeim fáu titlum sem United hafa náð í hús á síðustu árum og vann Evrópudeildina, bikarinn og deildarbikarinn með liðinu. Eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við liði United lék Fellaini aðeins samtals 31 mínútu undir hans stjórn og var síðan seldur til Shandong Luneng í Kína fyrir um 10 milljónir punda. Þar lék hann 114 deildarleiki og skoraði í þeim 40 mörk. Shandong Luneng urðu þrisvar sinnum bikarmeistar á þessum tíma og lyftu meistaratitlinum einu sinni. Fellaini kvaddi formlega með löngum pósti á Instagram sem má lesa hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Marouane Fellaini (@fellaini) Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Fleiri fréttir Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Sjá meira
Fellaini hóf feril sinn í ensku úrvalsdeildinni hjá Everton þar sem hann lék 141 deildarleik. Þegar David Moyes færði sig um set frá Everton og tók við stjórnartaumunum hjá United var Fellaini fyrsti leikmaðurinn sem hann bætti í hópinn fyrir 27,5 milljónir punda haustið 2013. Reyndust þetta reyndar einu kaup Moyes í þeim sumarglugga. Fellani lék alls sex tímabil með United, 119 deildarleiki og skoraði tólf mörk. Stuðningsmenn United voru mishrifnir af frammistöðu hans og þá ekki síst þegar stjórar liðsins ákváðu að henda honum í framlínu liðsins undir lok leikja í þeirri veiku von að hann gæti skallað boltann í rétta átt. Fellaini átti engu að síður hlut í nokkrum af þeim fáu titlum sem United hafa náð í hús á síðustu árum og vann Evrópudeildina, bikarinn og deildarbikarinn með liðinu. Eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við liði United lék Fellaini aðeins samtals 31 mínútu undir hans stjórn og var síðan seldur til Shandong Luneng í Kína fyrir um 10 milljónir punda. Þar lék hann 114 deildarleiki og skoraði í þeim 40 mörk. Shandong Luneng urðu þrisvar sinnum bikarmeistar á þessum tíma og lyftu meistaratitlinum einu sinni. Fellaini kvaddi formlega með löngum pósti á Instagram sem má lesa hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Marouane Fellaini (@fellaini)
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Fleiri fréttir Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Sjá meira