Tekur við sem forstjóri CRI Atli Ísleifsson skrifar 1. febrúar 2024 08:35 Lotte Rosenberg. Aðsend Lotte Rosenberg hefur verið ráðin í stöðu forstjóra íslenska hátæknifyrirtækisins Carbon Recycling International (CRI) og Björk Kristjánsdóttir, sem sinnt hefur starfi tímabundins forstjóra frá 2022, hefur tekið við nýrri stöðu framkvæmdastjóra rekstrar- og fjármálasviðs hjá félaginu. Í tilkynningu segir að Lotte hafi yfirgripsmikla reynslu innan orkuiðnaðarins og hafi áður starfað sem framkvæmdastjóri hjá dönsku félögunum Ørsted, stærsta vindorkufyrirtæki heims, og Nature Energy sem selt var til Shell á síðasta ári. „Síðast starfaði hún sem forstjóri nýsköpunarfyrirtækisins WPU, sem sérhæfir sig í endurnýjun plastúrgangs yfir í olíu. Hjá fyrri félögum leiddi Lotte stefnumótandi vöxt, þróun alþjóðlegs samstarfs og uppbyggingu starfsstöðva í Evrópu og Norður-Ameríku. Mun reynsla hennar nýtast við frekari vöxt CRI,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að félagið hafi á undanförnum tveimur árum unnið að stórum stórum alþjóðlegum verkefnum en í Kína hafi verið gangsettar tvær stærstu verksmiðjur sinnar tegundar sem séu byggðar á tækni og búnaði frá CRI. „Þær nýta fangaðan koltvísýring sem hráefni til framleiðslu metanóls með lágu kolefnisspori. Einnig skrifaði félagið nýlega undir samstarf við þýska félagið P1 Fuels um afhendingu á framleiðslubúnaði og þjónustu við uppsetningu á rafeldsneytisverksmiðju í Þýskalandi.“ Ennfremur segir að Björk hafi leitt 30 milljón bandaríkjadala fjárfestingarlotu á síðasta ári. „Equinor Ventures var leiðandi fjárfestir en ásamt þeim fjárfestu Gildi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Sjóvá í félaginu. Meðal annarra fjárfesta eru Methanex, Geely, Eyrir Invest, Norræni fjárfestingarbankinn (NEFCO), aðrir fjárfestar og einstaklingar.“ Þá segir að Carbon Recycling International hafi frá árinu 2006 þróað Emissions-to-Liquids (ETL) tæknina til framleiðslu á grænu eldsneyti og efnavöru úr koltvísýringi. „Tæknin hefur nú verið nýtt í stærstu verksmiðjur sinnar tegundar sem gangsettar hafa verið á síðustu tveimur árum. Félagið býður þannig upp á viðamikla þjónustu fyrir viðskiptavini sína, allt frá afhendingu tæknipakka og búnaðar og til stuðnings í þróun stærri verkefna í nýtingu koltvísýrings til framleiðslu metanóls. Með þróun og uppsetningu á tæknilausn sinni hefur CRI skapað sér leiðandi stöðu á alþjóðamarkaði fyrir grænar tæknilausnir sem endurnýta koltvísýring. CRI hefur nú þegar gert viðskiptavinum félagsins kleift að endurnýta yfir 300.000 tonn af koltvísýringi árlega til framleiðslu á vistvænu metanóli sem nýta má í efnavöru og sem eldsneyti,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Í tilkynningu segir að Lotte hafi yfirgripsmikla reynslu innan orkuiðnaðarins og hafi áður starfað sem framkvæmdastjóri hjá dönsku félögunum Ørsted, stærsta vindorkufyrirtæki heims, og Nature Energy sem selt var til Shell á síðasta ári. „Síðast starfaði hún sem forstjóri nýsköpunarfyrirtækisins WPU, sem sérhæfir sig í endurnýjun plastúrgangs yfir í olíu. Hjá fyrri félögum leiddi Lotte stefnumótandi vöxt, þróun alþjóðlegs samstarfs og uppbyggingu starfsstöðva í Evrópu og Norður-Ameríku. Mun reynsla hennar nýtast við frekari vöxt CRI,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að félagið hafi á undanförnum tveimur árum unnið að stórum stórum alþjóðlegum verkefnum en í Kína hafi verið gangsettar tvær stærstu verksmiðjur sinnar tegundar sem séu byggðar á tækni og búnaði frá CRI. „Þær nýta fangaðan koltvísýring sem hráefni til framleiðslu metanóls með lágu kolefnisspori. Einnig skrifaði félagið nýlega undir samstarf við þýska félagið P1 Fuels um afhendingu á framleiðslubúnaði og þjónustu við uppsetningu á rafeldsneytisverksmiðju í Þýskalandi.“ Ennfremur segir að Björk hafi leitt 30 milljón bandaríkjadala fjárfestingarlotu á síðasta ári. „Equinor Ventures var leiðandi fjárfestir en ásamt þeim fjárfestu Gildi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Sjóvá í félaginu. Meðal annarra fjárfesta eru Methanex, Geely, Eyrir Invest, Norræni fjárfestingarbankinn (NEFCO), aðrir fjárfestar og einstaklingar.“ Þá segir að Carbon Recycling International hafi frá árinu 2006 þróað Emissions-to-Liquids (ETL) tæknina til framleiðslu á grænu eldsneyti og efnavöru úr koltvísýringi. „Tæknin hefur nú verið nýtt í stærstu verksmiðjur sinnar tegundar sem gangsettar hafa verið á síðustu tveimur árum. Félagið býður þannig upp á viðamikla þjónustu fyrir viðskiptavini sína, allt frá afhendingu tæknipakka og búnaðar og til stuðnings í þróun stærri verkefna í nýtingu koltvísýrings til framleiðslu metanóls. Með þróun og uppsetningu á tæknilausn sinni hefur CRI skapað sér leiðandi stöðu á alþjóðamarkaði fyrir grænar tæknilausnir sem endurnýta koltvísýring. CRI hefur nú þegar gert viðskiptavinum félagsins kleift að endurnýta yfir 300.000 tonn af koltvísýringi árlega til framleiðslu á vistvænu metanóli sem nýta má í efnavöru og sem eldsneyti,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira