Nú þurfa Stólarnir að passa skiptingarnar: Klúður í fyrravetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 14:00 Keyshawn Woods er búinn að vinna einn Íslandsmeistaratitil á Íslandi og stefnir nú á að bæta öðrum við. Fyrst þarf liðið hins vegar að komast í úrslitkeppnina. Vísir/Bára Tindastóll tilkynnti í gær um samning við Keyshawn Woods og er besti leikmaður úrslitaeinvígisins í fyrra því kominn aftur í Tindastólsbúninginn fyrir lokaátökin í vetur. Woods spilaði fyrr í vetur í Tyrklandi en um áramótin fréttist af því að hann væri að leita sér að nýju liði. Strax komu upp vangaveltur um hvort hann myndi snúa aftur á Krókinn en málið var flókið því Tindastóll var nýbúið að semja við annan bandarískan leikmann, Jacob Calloway. Tindastólsliðið hefur nú tapað fjórum deildarleikjum í röð og er ekki meðal þeirra átta efstu sem komast í úrslitakeppnina. Það kallaði á aðgerðir og forráðamenn félagsins ákváðu að leita til leikmanns sem þeir höfðu mjög góða reynslu af. „I´am back,“ var haft eftir Woods í fréttatilkynningu Körfuknattleiksdeild Tindastóls á miðlum hennar í gær eða „ég er mættur aftur“ ef við færum það yfir á íslensku. Stuðningsfólk Stólanna, sem upplifði sögulegt vor í fyrra með Woods í aðalhlutverki, fagnar örugglega þessum fréttum enda virðist vanta leikmann í liðið til að klára leikina. Woods kláraði heldur betur oddaleikinn um titilinn en hann skoraði 12 af 33 stigum sínum í lokaleikhlutanum og setti niður þrjú víti í röð til að vinna leikinn. Þessar fréttir þýða aftur á móti að Tindastóll er nú með tvo bandaríska leikmenn í sínu liði og samkvæmt reglum Subway deildarinnar þá má bara annar þeirra vera inn á vellinum í einu. Í fyrra voru reglurnar þannig að aðeins þrír erlendir leikmenn máttu vera inn á vellinum í einu. Tindastólsliðið lenti ítrekað í vandræðum með þetta þegar Vladimir Anzulovic var þjálfari liðsins. Stólarnir duttu þannig út í bikarkeppninni eftir að hafa verið með of marga erlenda leikmenn inn á vellinum. Það uppgötvaðist ekki fyrr en of seint þótt að ekki hafi liðið sekúnda á klukkunni. Haukar skoruðu hins vegar úr tveimur vítaskotum áður en Tindastóll tók leikhlé. Það var nóg til að þeir höfðu brotið reglurnar sem kostaði liðið bikarmeistaratitilinn. Tindastóll vann vissulega bikarleikinn á móti Haukum en töpuðu kærumálinu og duttu því úr keppni. Stuttu síðar voru þeir nálægt því að tapa deildarleik 20-0 á móti Grindavík eftir að hafa gert sömu mistök. Þá voru komnir fjórir erlendir leikmenn inn á völlinn á sama tíma. Anzulovic náði aftur á móti að taka leikhlé áður en boltinn fór í leik. „Þetta er svo klaufalegt að þetta daðrar við að vera lúðalegt. Þeir ættu að setja á körfuboltaspjaldið hjá honum Vlad þjálfara: Íslenska fánann og einhvern fána sem segir honum hverjir eru útlendingar. Það þarf að setja þar einhverjar skotheldar myndir fyrir hann,“ sagði Sævar Sævarsson um málið í Körfuboltakvöldi. Stólarnir lærðu af þessu og lentu ekki í vandamálum eftir að Pavel Ermolinskij tók við. Nú þurfa þeir aftur að passa sig á skiptingunum því Keyshawn Woods og Jacob Calloway mega ekki vera inn á vellinum á sama tíma. Stólarnir voru aftur á móti að bæta við öflugum leikmanni sem hefur sýnt að hann er klár í slaginn þegar mest á reynir og mest er undir. Nú þarf hann að taka til hendinni ásamt nýju (og gömlu) liðsfélögum sínum ætli Stólarnir að fá að keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Woods spilaði fyrr í vetur í Tyrklandi en um áramótin fréttist af því að hann væri að leita sér að nýju liði. Strax komu upp vangaveltur um hvort hann myndi snúa aftur á Krókinn en málið var flókið því Tindastóll var nýbúið að semja við annan bandarískan leikmann, Jacob Calloway. Tindastólsliðið hefur nú tapað fjórum deildarleikjum í röð og er ekki meðal þeirra átta efstu sem komast í úrslitakeppnina. Það kallaði á aðgerðir og forráðamenn félagsins ákváðu að leita til leikmanns sem þeir höfðu mjög góða reynslu af. „I´am back,“ var haft eftir Woods í fréttatilkynningu Körfuknattleiksdeild Tindastóls á miðlum hennar í gær eða „ég er mættur aftur“ ef við færum það yfir á íslensku. Stuðningsfólk Stólanna, sem upplifði sögulegt vor í fyrra með Woods í aðalhlutverki, fagnar örugglega þessum fréttum enda virðist vanta leikmann í liðið til að klára leikina. Woods kláraði heldur betur oddaleikinn um titilinn en hann skoraði 12 af 33 stigum sínum í lokaleikhlutanum og setti niður þrjú víti í röð til að vinna leikinn. Þessar fréttir þýða aftur á móti að Tindastóll er nú með tvo bandaríska leikmenn í sínu liði og samkvæmt reglum Subway deildarinnar þá má bara annar þeirra vera inn á vellinum í einu. Í fyrra voru reglurnar þannig að aðeins þrír erlendir leikmenn máttu vera inn á vellinum í einu. Tindastólsliðið lenti ítrekað í vandræðum með þetta þegar Vladimir Anzulovic var þjálfari liðsins. Stólarnir duttu þannig út í bikarkeppninni eftir að hafa verið með of marga erlenda leikmenn inn á vellinum. Það uppgötvaðist ekki fyrr en of seint þótt að ekki hafi liðið sekúnda á klukkunni. Haukar skoruðu hins vegar úr tveimur vítaskotum áður en Tindastóll tók leikhlé. Það var nóg til að þeir höfðu brotið reglurnar sem kostaði liðið bikarmeistaratitilinn. Tindastóll vann vissulega bikarleikinn á móti Haukum en töpuðu kærumálinu og duttu því úr keppni. Stuttu síðar voru þeir nálægt því að tapa deildarleik 20-0 á móti Grindavík eftir að hafa gert sömu mistök. Þá voru komnir fjórir erlendir leikmenn inn á völlinn á sama tíma. Anzulovic náði aftur á móti að taka leikhlé áður en boltinn fór í leik. „Þetta er svo klaufalegt að þetta daðrar við að vera lúðalegt. Þeir ættu að setja á körfuboltaspjaldið hjá honum Vlad þjálfara: Íslenska fánann og einhvern fána sem segir honum hverjir eru útlendingar. Það þarf að setja þar einhverjar skotheldar myndir fyrir hann,“ sagði Sævar Sævarsson um málið í Körfuboltakvöldi. Stólarnir lærðu af þessu og lentu ekki í vandamálum eftir að Pavel Ermolinskij tók við. Nú þurfa þeir aftur að passa sig á skiptingunum því Keyshawn Woods og Jacob Calloway mega ekki vera inn á vellinum á sama tíma. Stólarnir voru aftur á móti að bæta við öflugum leikmanni sem hefur sýnt að hann er klár í slaginn þegar mest á reynir og mest er undir. Nú þarf hann að taka til hendinni ásamt nýju (og gömlu) liðsfélögum sínum ætli Stólarnir að fá að keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vor.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti