Hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist á miðju ári Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. janúar 2024 09:14 Þjóðhagsspá Íslandsbanka fyrir árið 2024 er komin út. Spáð er 1,9 prósent hagvexti á árinu 2024 í þjóðhagsspá Íslandsbanka. Markar þetta hagsveifluskil og er tiltölulega hægur vöxtur í sögulegu tilliti. Hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist á miðju ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í þjóðhagsspá bankans sem birt hefur verið á vef bankans. Þar segir að eftir kraftmikinn hagvaxtarkipp árin 2021 til 2022 hafi tekið að hægja á vaxtartaktinum á síðasta ári. Áætlar greiningardeild bankans að hagvöxtur hafi verið 3,0 prósent á árinu 2023. Árið 2025 hljóðar spáin upp á 2,6 prósent hagvöxt og 2,9 prósent árið 2026. Vaxtahækkunarferli líklega lokið Þá segir í spánni að vatnaskilin í hagkerfinu frá örum vexti innlendrar eftirspurnar til samdráttar endurspeglist í bata á utanríkisviðskiptum. Hagfelldari utanríkisviðskipti ásamt öðrum þáttum renna stoðum undan gengi krónu. Í spánni er gert ráð fyrir að krónan verði um það bil 7-8 prósent hærra í lok spátímans en hún var í árslok 2023. Verðbólga er tekin að hjaðna eftir verðbólguskot síðustu missera. Greiningardeild bankans segir að helsta ástæðan sé sú að íbúðamarkaður sé í betra jafnvægi og verðlag erlendis stöðugra. Það dragi hægt og sígandi úr spennu á vinnumarkaði og kaupmáttur launa mun aukast samhliða hjöðnun verðbólgunnar. Þrálát verðbólga kallar á talsvert aðhald Seðlabankans og er útlit fyrir að stýrivextir verði áfram háir næstu misserin. Vaxtahækkunarferlinu er þó líklega lokið að mati bankans og hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist um mitt ár 2024 að því gefnu að verðbólga þróist í takti við spá Greiningar. Íslandsbanki Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í þjóðhagsspá bankans sem birt hefur verið á vef bankans. Þar segir að eftir kraftmikinn hagvaxtarkipp árin 2021 til 2022 hafi tekið að hægja á vaxtartaktinum á síðasta ári. Áætlar greiningardeild bankans að hagvöxtur hafi verið 3,0 prósent á árinu 2023. Árið 2025 hljóðar spáin upp á 2,6 prósent hagvöxt og 2,9 prósent árið 2026. Vaxtahækkunarferli líklega lokið Þá segir í spánni að vatnaskilin í hagkerfinu frá örum vexti innlendrar eftirspurnar til samdráttar endurspeglist í bata á utanríkisviðskiptum. Hagfelldari utanríkisviðskipti ásamt öðrum þáttum renna stoðum undan gengi krónu. Í spánni er gert ráð fyrir að krónan verði um það bil 7-8 prósent hærra í lok spátímans en hún var í árslok 2023. Verðbólga er tekin að hjaðna eftir verðbólguskot síðustu missera. Greiningardeild bankans segir að helsta ástæðan sé sú að íbúðamarkaður sé í betra jafnvægi og verðlag erlendis stöðugra. Það dragi hægt og sígandi úr spennu á vinnumarkaði og kaupmáttur launa mun aukast samhliða hjöðnun verðbólgunnar. Þrálát verðbólga kallar á talsvert aðhald Seðlabankans og er útlit fyrir að stýrivextir verði áfram háir næstu misserin. Vaxtahækkunarferlinu er þó líklega lokið að mati bankans og hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist um mitt ár 2024 að því gefnu að verðbólga þróist í takti við spá Greiningar.
Íslandsbanki Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira