Sagður vilja reka Járnherforingjann Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2024 18:21 Salúsjní og Selenskí takast í hendur. Myndin var tekin síðasta sumar en mikil spenna er sögð hafa ríkt milli mannanna undanfarna mánuði. Getty/Alecey Furman Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður ætla sér að skipta út Valerí Salúsjní, yfirmanni herafla landsins. Þeir funduðu í gær og bauð forsetinn Salúsjní að taka að sér stöðu varnarmálaráðgjafa en hann neitaði að segja af sér. Samkvæmt heimildarmönnum FT á Selenskí að hafa sagt Salúsjní að hvort sem hann tæki að sér ráðgjafastöðuna eða ekki, yrði hann fjarlægður úr stöðu yfirmanns heraflans. Mikil umræða átti sér stað á samfélagsmiðlum um fundinn í gær og segja heimildarmenn FT að hægt hafi verið á ferlinu að reka Salúsjní. Undanfarna mánuði hafa reglulega borist fregnir af spennu milli Selenskí og Salúsjní. Heimildarmenn New York Times í Úkraínu segja að Selenskí hafi ætlað að reka Salúsjní en hafi hætt við í bili eftir að fregnum af ætlunum forsetans hafi verið lekið til fjölmiðla. Talsmaður Selenskís þvertók fyrir það að Salúsjní hefði verið rekinn í gærkvöldi en vildi ekkert segja um hvort til stæði að reka herforingjann. Rekja má þessa spennu til gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu í sumar og í haust, þar sem Úkraínumenn náðu ekki markmiðum sínum að skera á birgðalínur Rússa landleiðina til Krímskaga. Þá skrifaði Salúsjní grein sem birt var á vef Economist í haust þar sem hann sagði þrátefli á vígvöllum Úkraínu. Sú grein er ekki sögð hafa fallið í kramið hjá Selenskí og hans fólki. Salúsjní, sem er fimmtugur, var skipaður í embætti af Selenskí í júlí 2021. Hann hefur haldið utan um varnir Úkraínumanna gegn innrás Rússa frá upphafi og nýtur töluverðra vinsælda í Úkraínu, þar sem hann gengur undir viðurnefninu „Járnherforinginn“. FT segir að Selenskí sé sagður óttast Salúsjní sem mögulegan pólitískan andstæðing. Salúsjní hefur fengið heiðurinn af vörnum Kænugarðs í upphafi innrásarinnar, vel heppnaða gagnsókn í Karkív-héraði og frelsun Kherson-borgar um haustið 2022. Þá hafa þeir deilt opinberlega um herkvaðningu í Úkraínu og hvort hún ætti að vera framkvæmd af opinberum yfirvöldum landsins eða af hernum. Herinn segir þörf á um hálfri milljón manna herkvaðningu. Það að reka Salúsjní gæti reynst mjög óvinsæl ákvörðun hjá Selenskí, vegna vinsælda herforingjans. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01 Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. 24. janúar 2024 10:08 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Samkvæmt heimildarmönnum FT á Selenskí að hafa sagt Salúsjní að hvort sem hann tæki að sér ráðgjafastöðuna eða ekki, yrði hann fjarlægður úr stöðu yfirmanns heraflans. Mikil umræða átti sér stað á samfélagsmiðlum um fundinn í gær og segja heimildarmenn FT að hægt hafi verið á ferlinu að reka Salúsjní. Undanfarna mánuði hafa reglulega borist fregnir af spennu milli Selenskí og Salúsjní. Heimildarmenn New York Times í Úkraínu segja að Selenskí hafi ætlað að reka Salúsjní en hafi hætt við í bili eftir að fregnum af ætlunum forsetans hafi verið lekið til fjölmiðla. Talsmaður Selenskís þvertók fyrir það að Salúsjní hefði verið rekinn í gærkvöldi en vildi ekkert segja um hvort til stæði að reka herforingjann. Rekja má þessa spennu til gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu í sumar og í haust, þar sem Úkraínumenn náðu ekki markmiðum sínum að skera á birgðalínur Rússa landleiðina til Krímskaga. Þá skrifaði Salúsjní grein sem birt var á vef Economist í haust þar sem hann sagði þrátefli á vígvöllum Úkraínu. Sú grein er ekki sögð hafa fallið í kramið hjá Selenskí og hans fólki. Salúsjní, sem er fimmtugur, var skipaður í embætti af Selenskí í júlí 2021. Hann hefur haldið utan um varnir Úkraínumanna gegn innrás Rússa frá upphafi og nýtur töluverðra vinsælda í Úkraínu, þar sem hann gengur undir viðurnefninu „Járnherforinginn“. FT segir að Selenskí sé sagður óttast Salúsjní sem mögulegan pólitískan andstæðing. Salúsjní hefur fengið heiðurinn af vörnum Kænugarðs í upphafi innrásarinnar, vel heppnaða gagnsókn í Karkív-héraði og frelsun Kherson-borgar um haustið 2022. Þá hafa þeir deilt opinberlega um herkvaðningu í Úkraínu og hvort hún ætti að vera framkvæmd af opinberum yfirvöldum landsins eða af hernum. Herinn segir þörf á um hálfri milljón manna herkvaðningu. Það að reka Salúsjní gæti reynst mjög óvinsæl ákvörðun hjá Selenskí, vegna vinsælda herforingjans.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01 Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. 24. janúar 2024 10:08 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01
Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. 24. janúar 2024 10:08
Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15
Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34