Innlent

Vonskuveður gæti komið í veg fyrir verðmætabjörgun á morgun

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Veðrið verður afar slæmt í Grindavík á morgun, gangi veðurspáin eftir.
Veðrið verður afar slæmt í Grindavík á morgun, gangi veðurspáin eftir. Vísir/Arnar

Verðmætabjörgun í Grindavík hefur gengið vel það sem af er degi, að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum. Stefnt er að því að um 400 íbúar geti vitjað heimila sinna og eigna í dag, en hugsanlega þarf að gera breytingar á áætlun morgundagsins þar sem veðurspá er afar slæm.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að um áttatíu manns séu nú að störfum í bænum. Það séu viðbragðsaðilar, píparar og eigendur fyrirtækja. 

Íbúum er hleypt inn í bæinn í tveimur hollum í dag, fyrir og eftir hádegi. Úlfar býst við að um 400 manns geti vitjað heimila sinna í dag sem er svipaður fjöldi og í gær.

Veðurspá gæti sett strik í reikninginn

Á morgun er spáð afar slæmu veðri, en gul viðvörun verður í gildi í fjórum landshlutum suðvestan og vestanlands á morgun. Spáð er stormi með dimmum éljum.

Úlfar segir að vegna þessa sé sennilegt að gera þurfi breytingar á skipulagi morgundagsins, en það verði væntanlega kynnt síðar í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×