Langflestir vilja fleiri undirskriftir fyrir forsetaframboð Jón Þór Stefánsson skrifar 30. janúar 2024 11:34 Sigríður Hrund Pétursdóttir og Arnar Þór Jónsson eru á meðal þeirra sem hafa tilkynnt framboð til forseta. Mikill meirihluti landsmanna væru hlynntir því að lágmarksfjöldi undirskrifta til að komast í forsetaframboð verði hækkaður. Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents, en í þeim kemur fram að áttatíu prósent væru hlynntir breytingu, en sjö prósent andvíg henni. Þrettán prósent tóku ekki afstöðu. Í dag þurfa forsetaframbjóðendur að framvísa undirskriftum 1500 kosningabærra einstaklinga og hefur sá fjöldi hefur verið óbreyttur frá lýðveldisstofnun. Prósent Yngra fólk er minna hlynnt hækkuninni en þeir sem eldri eru. Um 55 prósent einstaklinga á aldrinum átján til 24 ára segjast hlynntir hækkuninni, um fjörutíu prósent eru hvorki hlynntir né andvígir og fimm prósent eru því andvígir. Til samanburðar eru tæplega níutíu prósent hlynntir breytingunni í elsta aldurshópnum, sem eru 65 ára og eldri. Prósent Í könnun Prósents var einnig spurt út í hversu hlynntur eða andvígur svarandi yrði gagnvart því ef aldursviðmið um kjörgengi til forseta yrðu felld úr gildi. Í dag þarf maður að vera 35 ára til að bjóða sig fram til embættis forseta. Rétt tæplega fimmtíu prósent svarenda eru andvígir því að aldursviðmið yrðu felld úr gildi. 28 prósent eru hlynntir því og 22 prósent tóku ekki afstöðu. Prósent Prósent komst að því að marktækur munur væri á viðhorfi karla og kvenna til spurningarinnar, en karlar eru andvígari hugmyndinni en konur. Rúm 55 prósent karla eru andvígir, en 44 prósent kvenna. Jafnframt er marktækur munur á afstöðu ungra einstaklinga og þeirra sem eldri eru. Tæp 29 prósent einstaklinga á aldrinum átján til 24 ára eru andvígir niðurfellingu aldursviðmiðs en hlutfall andvígra í öðrum aldurshópum er á bilinu 43 til 61 prósent.´ Prósent Prósent Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Forseti Íslands Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents, en í þeim kemur fram að áttatíu prósent væru hlynntir breytingu, en sjö prósent andvíg henni. Þrettán prósent tóku ekki afstöðu. Í dag þurfa forsetaframbjóðendur að framvísa undirskriftum 1500 kosningabærra einstaklinga og hefur sá fjöldi hefur verið óbreyttur frá lýðveldisstofnun. Prósent Yngra fólk er minna hlynnt hækkuninni en þeir sem eldri eru. Um 55 prósent einstaklinga á aldrinum átján til 24 ára segjast hlynntir hækkuninni, um fjörutíu prósent eru hvorki hlynntir né andvígir og fimm prósent eru því andvígir. Til samanburðar eru tæplega níutíu prósent hlynntir breytingunni í elsta aldurshópnum, sem eru 65 ára og eldri. Prósent Í könnun Prósents var einnig spurt út í hversu hlynntur eða andvígur svarandi yrði gagnvart því ef aldursviðmið um kjörgengi til forseta yrðu felld úr gildi. Í dag þarf maður að vera 35 ára til að bjóða sig fram til embættis forseta. Rétt tæplega fimmtíu prósent svarenda eru andvígir því að aldursviðmið yrðu felld úr gildi. 28 prósent eru hlynntir því og 22 prósent tóku ekki afstöðu. Prósent Prósent komst að því að marktækur munur væri á viðhorfi karla og kvenna til spurningarinnar, en karlar eru andvígari hugmyndinni en konur. Rúm 55 prósent karla eru andvígir, en 44 prósent kvenna. Jafnframt er marktækur munur á afstöðu ungra einstaklinga og þeirra sem eldri eru. Tæp 29 prósent einstaklinga á aldrinum átján til 24 ára eru andvígir niðurfellingu aldursviðmiðs en hlutfall andvígra í öðrum aldurshópum er á bilinu 43 til 61 prósent.´ Prósent Prósent
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Forseti Íslands Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira