Myndaveisla: Gleði og tár í stærstu opnuninni til þessa Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. janúar 2024 15:00 Leikaraparið Unnur Ösp og Björn Thors voru meðal gesta á sýningaropnun í Ásmundarsal um helgina. Sömuleiðis leikstjórinn og rithöfundurinn Þóra Karítas en hún er gift Sigurði sem er annar listamanna sýningarinnar. Sunna Ben Myndlistarunnendur létu sig ekki vanta í Ásmundarsal á laugardag. Metaðsókn var á opnun sýningar Hreins Friðfinnssonar og Sigurðar Guðjónssonar. Báðir verið á óskalistanum lengi Tvíeykið opnaði sýningarárið í Ásmundarsal með sýningunni Klettur í sýningarsal á efri hæð og Edda í Gryfjunni. „Við erum ótrúlega stolt að hafa fengið þessa flottu listamenn til að opna sýningarárið okkar en þeir hafa báðir verið á óskalistanum hjá okkur í nokkurn tíma. Það er líka táknrænt að fá Hrein aftur í hús en hann hélt sína fyrstu sýningu með SÚM hópnum í Ásmundarsal árið 1964. Í fyrsta sinn á Íslandi er nú til sýnis verkið hans Klettur sem hefur skírskotun í fyrri verk og veitir innsýn í hans langa feril,“ segir Ólöf Rut Stefánsdóttir, sýningarstjóri í Ásmundarsal. Birtist í gegnum myndsímtal Þrátt fyrir að Hreinn sé búsettur í Amsterdam og ekki ferðafær þá lét hann sig ekki vanta á opnun, en hann birtist gestum í gegnum myndsímtal. „Það var ótrúlega falleg stund þegar Styrmir Örn, myndlistarmaður og samstarfsmaður hans, labbaði um salinn með símann í hönd þar sem Hreinn heilsaði upp á gesti í gegnum Facetime. Þá mátti sjá gleðitár á hvarmi gamalla og góðra vina.“ Klettur er innsetning þar sem sjávaröldum er varpað á stórskorið landslag samsett úr margskonar pappakössum þar sem gegnumgangandi þema verksins er hinn gullni spírall, oftast kenndur við Fibonacci. „Þó verkið virðist látlaust við fyrstu sýn er það marglaga við nánari skoðun. Tíminn hefur ávallt verið Hreini hugleikinn og gaman að sjá hvernig hann túlkar hann með mismunandi útfærslu í verkinu.“ Sigurður spjallar við Hrein í gegnum síma hjá Styrmi Erni.Sunna Ben Gripinn glóðvolgur eftir Feneyjartvíæringinn Verk Sigurðar Guðjónssonar, Edda, sem er til sýnis í Gryfjunni er einnar rásar myndband sem fyllir heilan vegg í þröngu rýminu og byggist á dáleiðandi hreyfingum segldúka. „Hrynjandi, flæði og endurtekning framkalla skynræna upplifun í verkinu, þar sem leikið er með skala og órætt samhengi. Þannig að þegar maður stendur inni í Gryfjunni verða áhrifin eins og veggurinn sé á hreyfingu og manni finnst jafnvel eins maður geti gengið inn í hann,“ segir Ólöf og bætir við að það hafi verið mikill fengur að grípa Sigurð Guðjónsson svona glóðvolgan eftir Feneyjartvíæringinn 2022, þá sér í lagi þar sem verk sýninganna tveggja kallast svo á. Mynd af verkinu Edda.Sigurður Guðjónsson Sýningarnar standa til 3. mars en Ásmundarsalur er opinn alla daga til klukkan 17 og aðgangur er ókeypis. Hér má sjá fleiri myndir frá opnuninni: Sigurður Guðjónsson er með sýningu í Gryfjunni í Ásmundarsal. Sunna Ben Skartgripahönnuðurinn Orri Finn var meðal gesta.Sunna Ben Sigríður Sigurjónsdóttir safnstjóri Hönnunarsafns Íslands. Sunna Ben Listakonan Magga Bjarnadóttir brosti sínu breiðasta.Sunna Ben Sjávaröldum er varpað á stórskorið landslag samsett úr margskonar pappakössum. Sunna Ben Listakonan Anika Laufey Baldursdóttir.Sunna Ben Fjölbreyttur hópur listunnenda kom saman á laugardag. Sunna Ben Kíkt inn í kassana.Sunna Ben Gestir ræddu saman um listina og lífið. Sunna Ben Ingólfur Arnarsson myndlistarmaður. Sunna Ben Ofurleikaraparið Björn Thors og Unnur Ösp og leikstjórinn og rithöfundurinn Þóra Karítas létu sig ekki vanta.Sunna Ben Kisueyru og kassar. Sunna Ben Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Samkvæmislífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Báðir verið á óskalistanum lengi Tvíeykið opnaði sýningarárið í Ásmundarsal með sýningunni Klettur í sýningarsal á efri hæð og Edda í Gryfjunni. „Við erum ótrúlega stolt að hafa fengið þessa flottu listamenn til að opna sýningarárið okkar en þeir hafa báðir verið á óskalistanum hjá okkur í nokkurn tíma. Það er líka táknrænt að fá Hrein aftur í hús en hann hélt sína fyrstu sýningu með SÚM hópnum í Ásmundarsal árið 1964. Í fyrsta sinn á Íslandi er nú til sýnis verkið hans Klettur sem hefur skírskotun í fyrri verk og veitir innsýn í hans langa feril,“ segir Ólöf Rut Stefánsdóttir, sýningarstjóri í Ásmundarsal. Birtist í gegnum myndsímtal Þrátt fyrir að Hreinn sé búsettur í Amsterdam og ekki ferðafær þá lét hann sig ekki vanta á opnun, en hann birtist gestum í gegnum myndsímtal. „Það var ótrúlega falleg stund þegar Styrmir Örn, myndlistarmaður og samstarfsmaður hans, labbaði um salinn með símann í hönd þar sem Hreinn heilsaði upp á gesti í gegnum Facetime. Þá mátti sjá gleðitár á hvarmi gamalla og góðra vina.“ Klettur er innsetning þar sem sjávaröldum er varpað á stórskorið landslag samsett úr margskonar pappakössum þar sem gegnumgangandi þema verksins er hinn gullni spírall, oftast kenndur við Fibonacci. „Þó verkið virðist látlaust við fyrstu sýn er það marglaga við nánari skoðun. Tíminn hefur ávallt verið Hreini hugleikinn og gaman að sjá hvernig hann túlkar hann með mismunandi útfærslu í verkinu.“ Sigurður spjallar við Hrein í gegnum síma hjá Styrmi Erni.Sunna Ben Gripinn glóðvolgur eftir Feneyjartvíæringinn Verk Sigurðar Guðjónssonar, Edda, sem er til sýnis í Gryfjunni er einnar rásar myndband sem fyllir heilan vegg í þröngu rýminu og byggist á dáleiðandi hreyfingum segldúka. „Hrynjandi, flæði og endurtekning framkalla skynræna upplifun í verkinu, þar sem leikið er með skala og órætt samhengi. Þannig að þegar maður stendur inni í Gryfjunni verða áhrifin eins og veggurinn sé á hreyfingu og manni finnst jafnvel eins maður geti gengið inn í hann,“ segir Ólöf og bætir við að það hafi verið mikill fengur að grípa Sigurð Guðjónsson svona glóðvolgan eftir Feneyjartvíæringinn 2022, þá sér í lagi þar sem verk sýninganna tveggja kallast svo á. Mynd af verkinu Edda.Sigurður Guðjónsson Sýningarnar standa til 3. mars en Ásmundarsalur er opinn alla daga til klukkan 17 og aðgangur er ókeypis. Hér má sjá fleiri myndir frá opnuninni: Sigurður Guðjónsson er með sýningu í Gryfjunni í Ásmundarsal. Sunna Ben Skartgripahönnuðurinn Orri Finn var meðal gesta.Sunna Ben Sigríður Sigurjónsdóttir safnstjóri Hönnunarsafns Íslands. Sunna Ben Listakonan Magga Bjarnadóttir brosti sínu breiðasta.Sunna Ben Sjávaröldum er varpað á stórskorið landslag samsett úr margskonar pappakössum. Sunna Ben Listakonan Anika Laufey Baldursdóttir.Sunna Ben Fjölbreyttur hópur listunnenda kom saman á laugardag. Sunna Ben Kíkt inn í kassana.Sunna Ben Gestir ræddu saman um listina og lífið. Sunna Ben Ingólfur Arnarsson myndlistarmaður. Sunna Ben Ofurleikaraparið Björn Thors og Unnur Ösp og leikstjórinn og rithöfundurinn Þóra Karítas létu sig ekki vanta.Sunna Ben Kisueyru og kassar. Sunna Ben
Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Samkvæmislífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira