Ívar Ingimars hættir í stjórn KSÍ og gagnrýnir ÍTF: Vill klippa á naflastrenginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2024 07:31 Ívar Ingimarsson í leik með Reading á móti Chelsea á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Mike Egerton Ívar Ingimarsson, stjórnarmaður KSÍ og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að bjóða sig ekki áfram til stjórnunarstarfa fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Fram undan er ársþing KSÍ og Ívar hefur verið í stjórn sambandsins undanfarin tvö ár. Ívar fer yfir ákvörðun sína og skoðanir á rekstri og framtíð sambandsins í pistli sem birtist á Vísi í morgun. Hann er meðal annars gagnrýninn á aðkomu Íslensks toppfótbolta, ÍTF, að stjórn sambandsins. Ívar bendir á það að allir nema einn komist í stjórn KSÍ með lýðræðislegri kosningu á ársþingi á hverju ári. Frá 2019 hefur fulltrúi ÍTF, Íslensks toppfótbolta, liða í tveimur efstu deildum karla og kvenna, fengið sjálfkrafa sæti í stjórn KSÍ. Allir nema einn lýðræðislega kosnir Ívari finnst það prinsipp mál að allir í stjórn KSÍ séu lýðræðislega kosnir á ársþingi KSÍ. Hann segir að hagsmunir og áherslur KSÍ og ÍTF skarist þar sem KSÍ er hagsmunasamtök allra en ÍTF er það ekki og í eðli sínu er fulltrúi ÍTF að vinna fyrir hagsmuni ÍTF innan stjórnar KSÍ. Það er að heyra að mikið hafi gengið á í þessum samskiptum í stjórnartíð Ívars. „Í fullkomnum heimi þar sem traust og góð samskipti eru höfð að leiðarljósi getur þetta gengið upp en þegar svo er ekki getur það gert starf stjórnar KSÍ mjög erfitt. Mín skoðun er því sú að það eigi að klippa á naflastreng KSÍ við ÍTF miðað við núverandi uppsetningu og að ÍTF eigi að standa á eigin fótum án þess að eiga sjálfvirkt sæti í stjórn KSÍ,“ skrifar Ívar en hann bendir á það að fulltrúa á vegum ÍTF sé sjálfsagt að bjóða sig fram til stjórnarkjörs og gott samstarf á ávallt að ríkja á milli ÍTF og KSÍ sem byggist á kurteisi og virðingu. Mikil vonbrigði að hlusta á aðila innan ÍTF „Það hafa verið mér mikil vonbrigði að hlusta á aðila innan ÍTF, skammast ítrekað út í KSÍ og flest sem þar fer fram. Uppbyggileg gagnrýni er af hinu góða, en ómálefnaleg gagnrýni, sem stenst ekki skoðun, er það ekki,“ skrifar Ívar. Ívar skrifar líka um komandi formannskjör sambandsins og bendir á það að þetta sé mikilvægt starf sem má líta á sem sameiningartákn fótboltans á Íslandi. „Þetta er aðili sem þarf að hafa góðan tíma til að vera í samskiptum við og heimsækja fótboltahreyfinguna út um allt land. Það er í mörg horn að líta og sá/sú sem sinnir starfinu hefur mikið um það að segja hvernig umhverfið í kringum fótboltann hér á landi er,“ skrifar Ívar. Hann kallar líka eftir faglegri umræðu í kosningabaráttunni. Kallar eftir góðri umræðu í formannsslagnum „Því er mikilvægt þegar skipt er um formann að það fari fram góð umræða um hvað viðkomandi formannsefni vilji leggja áherslu á í stóru málunum og hvernig hann/hún sér fyrir sér að ná þeim fram þannig að þegar formaður og ný stjórn hefja störf er ekkert sem kemur félögunum sérstaklega á óvart,“ skrifar Ívar. Það má lesa allan pistil Ívars hér fyrir neðan. KSÍ Tengdar fréttir Okkar KSÍ Ég var kosinn í stjórn KSÍ fyrir tveimur árum og er mjög þakklátur fyrir að fá það tækifæri og traust. Ég hef þó ákveðið að bjóða mig ekki fram á komandi þingi. 29. janúar 2024 07:00 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Ívar fer yfir ákvörðun sína og skoðanir á rekstri og framtíð sambandsins í pistli sem birtist á Vísi í morgun. Hann er meðal annars gagnrýninn á aðkomu Íslensks toppfótbolta, ÍTF, að stjórn sambandsins. Ívar bendir á það að allir nema einn komist í stjórn KSÍ með lýðræðislegri kosningu á ársþingi á hverju ári. Frá 2019 hefur fulltrúi ÍTF, Íslensks toppfótbolta, liða í tveimur efstu deildum karla og kvenna, fengið sjálfkrafa sæti í stjórn KSÍ. Allir nema einn lýðræðislega kosnir Ívari finnst það prinsipp mál að allir í stjórn KSÍ séu lýðræðislega kosnir á ársþingi KSÍ. Hann segir að hagsmunir og áherslur KSÍ og ÍTF skarist þar sem KSÍ er hagsmunasamtök allra en ÍTF er það ekki og í eðli sínu er fulltrúi ÍTF að vinna fyrir hagsmuni ÍTF innan stjórnar KSÍ. Það er að heyra að mikið hafi gengið á í þessum samskiptum í stjórnartíð Ívars. „Í fullkomnum heimi þar sem traust og góð samskipti eru höfð að leiðarljósi getur þetta gengið upp en þegar svo er ekki getur það gert starf stjórnar KSÍ mjög erfitt. Mín skoðun er því sú að það eigi að klippa á naflastreng KSÍ við ÍTF miðað við núverandi uppsetningu og að ÍTF eigi að standa á eigin fótum án þess að eiga sjálfvirkt sæti í stjórn KSÍ,“ skrifar Ívar en hann bendir á það að fulltrúa á vegum ÍTF sé sjálfsagt að bjóða sig fram til stjórnarkjörs og gott samstarf á ávallt að ríkja á milli ÍTF og KSÍ sem byggist á kurteisi og virðingu. Mikil vonbrigði að hlusta á aðila innan ÍTF „Það hafa verið mér mikil vonbrigði að hlusta á aðila innan ÍTF, skammast ítrekað út í KSÍ og flest sem þar fer fram. Uppbyggileg gagnrýni er af hinu góða, en ómálefnaleg gagnrýni, sem stenst ekki skoðun, er það ekki,“ skrifar Ívar. Ívar skrifar líka um komandi formannskjör sambandsins og bendir á það að þetta sé mikilvægt starf sem má líta á sem sameiningartákn fótboltans á Íslandi. „Þetta er aðili sem þarf að hafa góðan tíma til að vera í samskiptum við og heimsækja fótboltahreyfinguna út um allt land. Það er í mörg horn að líta og sá/sú sem sinnir starfinu hefur mikið um það að segja hvernig umhverfið í kringum fótboltann hér á landi er,“ skrifar Ívar. Hann kallar líka eftir faglegri umræðu í kosningabaráttunni. Kallar eftir góðri umræðu í formannsslagnum „Því er mikilvægt þegar skipt er um formann að það fari fram góð umræða um hvað viðkomandi formannsefni vilji leggja áherslu á í stóru málunum og hvernig hann/hún sér fyrir sér að ná þeim fram þannig að þegar formaður og ný stjórn hefja störf er ekkert sem kemur félögunum sérstaklega á óvart,“ skrifar Ívar. Það má lesa allan pistil Ívars hér fyrir neðan.
KSÍ Tengdar fréttir Okkar KSÍ Ég var kosinn í stjórn KSÍ fyrir tveimur árum og er mjög þakklátur fyrir að fá það tækifæri og traust. Ég hef þó ákveðið að bjóða mig ekki fram á komandi þingi. 29. janúar 2024 07:00 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Okkar KSÍ Ég var kosinn í stjórn KSÍ fyrir tveimur árum og er mjög þakklátur fyrir að fá það tækifæri og traust. Ég hef þó ákveðið að bjóða mig ekki fram á komandi þingi. 29. janúar 2024 07:00
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti