Luton áfram eftir hádramatískan sigur á meðan Brighton skoraði fimm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2024 17:16 Luton Town er komið áfram eftir sigur í Guttagarði. Alex Livesey/Getty Images Luton Town er komið áfram í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu eftir hádramatískan útisigur á Everton þar sem sigurmarkið kom í blálok uppbótartíma. Brighton & Hove Albion er einnig komið áfram eftir 5-2 sigur á Sheffield United, Leicester City vann Birmingham City 3-0 á meðan Leeds United og Plymouth Argyle þurfa að mætast aftur eftir 1-1 jafntefli á Elland Road. Það hefur mikið gengið á hjá Everton að undanförnu en nú þegar hafa 10 stig verið tekin af liðinu í ensku úrvalsdeildinni og þá gætu fleiri verið tekin af þeim fyrir brot á fjármálareglum deildarinnar. Enska bikarkeppnin, FA Cup, gefur fullkomið tækifæri til að dreifa huganum og þá ætti Everton að geta unnið Luton en annað kom á daginn. Vitali Mykolenko varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í fyrri hálfleik og staðan 0-1 í hálfleik. Will take those #EmiratesFACup pic.twitter.com/BtgGWdMfSW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2024 Jack Harrison jafnaði metin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en gestirnir frá Luton voru sterkari eftir það. Það var svo þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem varamaðurinn Cauley Woodrow böðlaði knettinum yfir línuna eftir mikið brölt í vítateig Everton. Lokatölur í Guttagarði 1-2 og Luton Town komið áfram í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Er lokaflautið gall baulaði stuðningsfólk heimaliðsins hátt og snjallt, greinilega ósátt með félagið. Brighton vann Sheffield í miklum markaleik í Stálborginni, lokatölur 2-5. João Pedro skoraði þrjú fyrir gestina, þar af tvö af vítapunktinum. Facundo Buonanotte og Danny Welbeck með hin tvö mörkin. Gustavo Hamer og William Osula með mörk heimaliðsins. It's a hat-trick for @DeJesusofiicial #EmiratesFACup pic.twitter.com/ueVBd5nev1— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2024 Jamie Vardy, Yunus Akgün og Dennis Praet skoruðu mörk Leicester gegn Birmingham og Refirnir komnir áfram. Að endingu kom Jaidon Anthony sínum mönnum í Leeds yfir en Adam Randell jafnaði fyrir Plymouth og liðin þurfa því að mætast aftur. Hér að neðan má sjá mörk dagsins. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Elokobi slógu Ipswich óvænt út Maidstone, sem spilar í sjöttu efstu deild Englands, hélt óvæntu bikarævintýri sínu áfram með 2-1 sigri gegn Ipswich. Sigurinn fleytti Maidstone áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslit. 27. janúar 2024 14:29 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Brighton & Hove Albion er einnig komið áfram eftir 5-2 sigur á Sheffield United, Leicester City vann Birmingham City 3-0 á meðan Leeds United og Plymouth Argyle þurfa að mætast aftur eftir 1-1 jafntefli á Elland Road. Það hefur mikið gengið á hjá Everton að undanförnu en nú þegar hafa 10 stig verið tekin af liðinu í ensku úrvalsdeildinni og þá gætu fleiri verið tekin af þeim fyrir brot á fjármálareglum deildarinnar. Enska bikarkeppnin, FA Cup, gefur fullkomið tækifæri til að dreifa huganum og þá ætti Everton að geta unnið Luton en annað kom á daginn. Vitali Mykolenko varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í fyrri hálfleik og staðan 0-1 í hálfleik. Will take those #EmiratesFACup pic.twitter.com/BtgGWdMfSW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2024 Jack Harrison jafnaði metin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en gestirnir frá Luton voru sterkari eftir það. Það var svo þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem varamaðurinn Cauley Woodrow böðlaði knettinum yfir línuna eftir mikið brölt í vítateig Everton. Lokatölur í Guttagarði 1-2 og Luton Town komið áfram í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Er lokaflautið gall baulaði stuðningsfólk heimaliðsins hátt og snjallt, greinilega ósátt með félagið. Brighton vann Sheffield í miklum markaleik í Stálborginni, lokatölur 2-5. João Pedro skoraði þrjú fyrir gestina, þar af tvö af vítapunktinum. Facundo Buonanotte og Danny Welbeck með hin tvö mörkin. Gustavo Hamer og William Osula með mörk heimaliðsins. It's a hat-trick for @DeJesusofiicial #EmiratesFACup pic.twitter.com/ueVBd5nev1— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2024 Jamie Vardy, Yunus Akgün og Dennis Praet skoruðu mörk Leicester gegn Birmingham og Refirnir komnir áfram. Að endingu kom Jaidon Anthony sínum mönnum í Leeds yfir en Adam Randell jafnaði fyrir Plymouth og liðin þurfa því að mætast aftur. Hér að neðan má sjá mörk dagsins.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Elokobi slógu Ipswich óvænt út Maidstone, sem spilar í sjöttu efstu deild Englands, hélt óvæntu bikarævintýri sínu áfram með 2-1 sigri gegn Ipswich. Sigurinn fleytti Maidstone áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslit. 27. janúar 2024 14:29 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Lærisveinar Elokobi slógu Ipswich óvænt út Maidstone, sem spilar í sjöttu efstu deild Englands, hélt óvæntu bikarævintýri sínu áfram með 2-1 sigri gegn Ipswich. Sigurinn fleytti Maidstone áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslit. 27. janúar 2024 14:29