Villareal lagði Barcelona í átta marka leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2024 19:50 Leikmenn Villareal fagna. Pedro Salado/Getty Images Villareal vann ótrúlegan útisigur á Barcelona í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Lokatölur í Katalóníu 3-5 að þessu sinni og eftir leik tilkynnti Xavi, þjálfari Spánarmeistara Barcelona, að hann myndi stíga til hliðar í sumar. Segja má að leikurinn hafi tekið kipp eftir um stundarfjórðung en þá fékk leikmaður gestanna gult og skömmu síðar fékk Marcelino, þjálfari gula kafbátsins, einnig gult spjald. Gestirnir héldu svo að þeir hefðu komist yfir á 22. mínútu en Gerard Moreno dæmdur brotlegur af myndbandsdómara leiksins. Moreno skoraði hins vegar loks á 41. mínútu eftir undirbúning Alexander Sørloth. Sá síðarnefndi átti eftir að koma meira við sögu í leiknum. Þetta var þó eina mark fyrri hálfleiks og Xavi brást við með þrefaldri skiptingu í hálfleik. Hún hafði engin áhrif því hinn 19 ára gamli Ilias Akhomach kom gestunum 2-0 yfir á 54. mínútu. Hann for meiddur af velli skömmu síðar en í hans stað kom nýi maðurinn Gonçalo Guedes, sá átti eftir að koma mikið við sögu. Það var þarna, eftir slétta klukkustund, sem heimamenn vöknuðu af værum blundi. Þýski töframaðurinn İlkay Gündoğan minnkaði muninn eftir undirbúning Robert Lewandowski og Gündoğan lagði síðan upp jöfnunarmarkið á 68. mínútu en það skoraði Pedri. Gündo an Pedri pic.twitter.com/HBkJmxThGy— LALIGA English (@LaLigaEN) January 27, 2024 Hrakfallabálkurinn Eric Bailly varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og Börsungar allt í einu komnir 3-2 yfir. Það hefur hins vegar gengið á ýmsu hjá Barcelona undanfarin misseri og liðið vægast sagt brotthætt. Það nýtti Guedes sér þegar hann jafnaði eftir undirbúning Sørloth á 84. mínútu. Þar sem gríðarlegur fjöldi spjalda fór á loft og mikið var um tafir var bætt duglega við venjulegan leiktíma. Það nýtti Sørloth sér en á 99. mínútu var hann réttur maður á réttum stað og tryggði gestunum frækinn sigur, eða það er þangað til José Luis Morales skoraði fimmta mark gestanna eftir sendingu frá Guedes. SCENES.@VillarrealCFen | #BarçaVillarreal pic.twitter.com/jUyTMsLa9E— LALIGA English (@LaLigaEN) January 27, 2024 Lokatölur í Katalóníu 3-5 og Börsungar nú enn lengra frá toppliðunum tveimur, Real Madríd og Girona. Sem stendur er Barcelona í 3. sæti með 44 stig, tíu minna en Real. Villareal er í 14. sæti 23 stig. Eftir leik sagði Xavi að hann myndi hætta sem þjálfari Barcelona. Hann er samningsbundinn til sumarsins 2025 en segir einfaldlega að það sé kominn tími á breytingar. Spænski boltinn Fótbolti
Villareal vann ótrúlegan útisigur á Barcelona í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Lokatölur í Katalóníu 3-5 að þessu sinni og eftir leik tilkynnti Xavi, þjálfari Spánarmeistara Barcelona, að hann myndi stíga til hliðar í sumar. Segja má að leikurinn hafi tekið kipp eftir um stundarfjórðung en þá fékk leikmaður gestanna gult og skömmu síðar fékk Marcelino, þjálfari gula kafbátsins, einnig gult spjald. Gestirnir héldu svo að þeir hefðu komist yfir á 22. mínútu en Gerard Moreno dæmdur brotlegur af myndbandsdómara leiksins. Moreno skoraði hins vegar loks á 41. mínútu eftir undirbúning Alexander Sørloth. Sá síðarnefndi átti eftir að koma meira við sögu í leiknum. Þetta var þó eina mark fyrri hálfleiks og Xavi brást við með þrefaldri skiptingu í hálfleik. Hún hafði engin áhrif því hinn 19 ára gamli Ilias Akhomach kom gestunum 2-0 yfir á 54. mínútu. Hann for meiddur af velli skömmu síðar en í hans stað kom nýi maðurinn Gonçalo Guedes, sá átti eftir að koma mikið við sögu. Það var þarna, eftir slétta klukkustund, sem heimamenn vöknuðu af værum blundi. Þýski töframaðurinn İlkay Gündoğan minnkaði muninn eftir undirbúning Robert Lewandowski og Gündoğan lagði síðan upp jöfnunarmarkið á 68. mínútu en það skoraði Pedri. Gündo an Pedri pic.twitter.com/HBkJmxThGy— LALIGA English (@LaLigaEN) January 27, 2024 Hrakfallabálkurinn Eric Bailly varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og Börsungar allt í einu komnir 3-2 yfir. Það hefur hins vegar gengið á ýmsu hjá Barcelona undanfarin misseri og liðið vægast sagt brotthætt. Það nýtti Guedes sér þegar hann jafnaði eftir undirbúning Sørloth á 84. mínútu. Þar sem gríðarlegur fjöldi spjalda fór á loft og mikið var um tafir var bætt duglega við venjulegan leiktíma. Það nýtti Sørloth sér en á 99. mínútu var hann réttur maður á réttum stað og tryggði gestunum frækinn sigur, eða það er þangað til José Luis Morales skoraði fimmta mark gestanna eftir sendingu frá Guedes. SCENES.@VillarrealCFen | #BarçaVillarreal pic.twitter.com/jUyTMsLa9E— LALIGA English (@LaLigaEN) January 27, 2024 Lokatölur í Katalóníu 3-5 og Börsungar nú enn lengra frá toppliðunum tveimur, Real Madríd og Girona. Sem stendur er Barcelona í 3. sæti með 44 stig, tíu minna en Real. Villareal er í 14. sæti 23 stig. Eftir leik sagði Xavi að hann myndi hætta sem þjálfari Barcelona. Hann er samningsbundinn til sumarsins 2025 en segir einfaldlega að það sé kominn tími á breytingar.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti