Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Rafn Ágúst Ragnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. janúar 2024 21:13 Pétur Rúðrík Guðmundsson er í hópi þeirra Grindvíkinga sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni. Stöð 2 Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. Kristín Linda Jónsdóttir er í þessum hópi og hún segir sjálfsagt að efnt sé til slíks fundar þar sem bæjarbúar geti átt í beinum samskiptum við kjörna fulltrúa sína. „Staðan er sú að allar eigur okkar og framtíðarlífsgæði eru undir. Þess vegna finnst okkur sjálfsagt að við fáum tækifæri til þess sem allra flest að koma og eiga í milliliðalausu samtali við fólkið sem var kjörið í bæjarstjórnina okkar,“ segir Kristín. Grindvíkingurinn Pétur Rúðrik Guðmundsson segir aðkallandi að hlustað sé á vilja bæjarbúa. „Það er svo mikilvægt þar sem þau eru að tala fyrir okkar hönd að þau heyri hvað okkur langar til að sé gert í þessum viðræðum. Það er aðallega að við fáum að segja okkar og þau heyri í okkur,“ segir Pétur. Er verið að tala um að bæjarbúar taki þátt í að smíða lausnir? „Algjörlega. Okkur finnst eðlilegt að verði búinn til einhvers konar grasrótarhópur sem væri til samráðs og ráðgjafar ef bæjarstjórnir óskar eftir því. Margar hendur vinna létt verk,“ segir Kristín. Pétur segir Grindvíkinga hafa verið að finna fyrir hækkandi leiguverði. Hann hvetur fólk til að sýna Grindvíkingum sanngirni. „Það hefur verið svolítið mikið vandamál að finna leiguhúsnæði. Það hefur verið að hækka, við höfum séð það. Það væri flott ef fólk myndi horfa í samfélagslega ábyrgð með það og horfa til þess að hafa leiguna í góðu verði fyrir okkur. Það væri vel þegið,“ segir hann. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira
Kristín Linda Jónsdóttir er í þessum hópi og hún segir sjálfsagt að efnt sé til slíks fundar þar sem bæjarbúar geti átt í beinum samskiptum við kjörna fulltrúa sína. „Staðan er sú að allar eigur okkar og framtíðarlífsgæði eru undir. Þess vegna finnst okkur sjálfsagt að við fáum tækifæri til þess sem allra flest að koma og eiga í milliliðalausu samtali við fólkið sem var kjörið í bæjarstjórnina okkar,“ segir Kristín. Grindvíkingurinn Pétur Rúðrik Guðmundsson segir aðkallandi að hlustað sé á vilja bæjarbúa. „Það er svo mikilvægt þar sem þau eru að tala fyrir okkar hönd að þau heyri hvað okkur langar til að sé gert í þessum viðræðum. Það er aðallega að við fáum að segja okkar og þau heyri í okkur,“ segir Pétur. Er verið að tala um að bæjarbúar taki þátt í að smíða lausnir? „Algjörlega. Okkur finnst eðlilegt að verði búinn til einhvers konar grasrótarhópur sem væri til samráðs og ráðgjafar ef bæjarstjórnir óskar eftir því. Margar hendur vinna létt verk,“ segir Kristín. Pétur segir Grindvíkinga hafa verið að finna fyrir hækkandi leiguverði. Hann hvetur fólk til að sýna Grindvíkingum sanngirni. „Það hefur verið svolítið mikið vandamál að finna leiguhúsnæði. Það hefur verið að hækka, við höfum séð það. Það væri flott ef fólk myndi horfa í samfélagslega ábyrgð með það og horfa til þess að hafa leiguna í góðu verði fyrir okkur. Það væri vel þegið,“ segir hann.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira