Innlent

Raf­magn komið á í Skerja­firði

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá Skerjafirði.
Frá Skerjafirði. Vísir/Vilhelm

Rafmagnslaust er í Skerjafirði og í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll vegna háspennubilunar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að unnið sé að því að koma rafmagni aftur á.

„Kæru íbúar. Það er háspennubilun hjá okkur og við erum að vinna að viðgerð. Hægt er að fylgjast með hér,“ segir í tilkynningu frá Veitum. Þar er átt við vefsíðu Veitna. 

Rún Ingvarsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða staðbundna bilun. Hún tekur fram að ekki sé um bilun að ræða líkt og í gær, þar sem rafmagn fór af stórum hluta höfuðborgarsvæðisins. Hún segir bilunina hafa komið upp um fjögurleytið.

Frétt uppfærð kl. 17:20. 

Rafmagn er komið aftur á í Skerjafirðinum samkvæmt uppfærðri tilkynningu Veitna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×