Rekin úr raunveruleikaþætti vegna ótta um að hún myndi kjafta frá leyndarmálum Schumachers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2024 08:30 Cora Schumacher var gift Ralf Schumacher í fimmtán ár. getty/Mark Thompson Fyrrverandi eiginkona bróður Michaels Schumacher var rekin úr raunveruleikaþættinum I'm A Celebrity vegna ótta um að hún myndi ljóstra einhverju upp um heilsu þýska ökuþórsins. Cora Schumacher, sem var gift Ralf Schumacher, bróður Michaels, í fimmtán ár, var meðal þátttakenda í raunveruleikaþættinum I'm A Celebrity, allt þar til henni var sparkað úr honum. Raunverulega ástæðan fyrir því er víst að stjórnendur þáttarins óttuðust að hin málglaða Cora myndi segja frá einhverju um stöðuna á Schumacher. Það myndi rjúfa heiðursmannasamkomulag milli sjónvarpsstöðvarinnar RTL og fjölskyldu Schumachers, að hnýsast ekki í einkalíf hans. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í frönsku ölpunum fyrir áratug. Fjölskylda hans hefur staðið vörð um einkalíf hans og lítið er vitað um stöðuna á honum. Cora var nokkuð náin Schumacher og eiginkonu hans, Corrinu, meðan hún var gift Ralf. Í samtali við Bild sagðist hann ekki hafa áhyggjur að sín fyrrverandi myndi ljóstra einhverjum leyndarmálum um bróður sinn upp. Akstursíþróttir Raunveruleikaþættir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Cora Schumacher, sem var gift Ralf Schumacher, bróður Michaels, í fimmtán ár, var meðal þátttakenda í raunveruleikaþættinum I'm A Celebrity, allt þar til henni var sparkað úr honum. Raunverulega ástæðan fyrir því er víst að stjórnendur þáttarins óttuðust að hin málglaða Cora myndi segja frá einhverju um stöðuna á Schumacher. Það myndi rjúfa heiðursmannasamkomulag milli sjónvarpsstöðvarinnar RTL og fjölskyldu Schumachers, að hnýsast ekki í einkalíf hans. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í frönsku ölpunum fyrir áratug. Fjölskylda hans hefur staðið vörð um einkalíf hans og lítið er vitað um stöðuna á honum. Cora var nokkuð náin Schumacher og eiginkonu hans, Corrinu, meðan hún var gift Ralf. Í samtali við Bild sagðist hann ekki hafa áhyggjur að sín fyrrverandi myndi ljóstra einhverjum leyndarmálum um bróður sinn upp.
Akstursíþróttir Raunveruleikaþættir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira