Alþjóðasamstarf í menntun setur frið í forgrunn Rúna Vigdís Guðmarsdóttir og Eydís Inga Valsdóttir skrifa 24. janúar 2024 07:01 Alþjóðlegur dagur menntunar er haldinn hátíðlegur þann 24. janúar og að þessu sinni hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað hann námi í þágu friðar. Menntun á öllum stigum gegnir lykilhlutverki við að efla víðsýni og tryggja samstöðu milli ólíkra landa og menningarheima. Til þess þurfa skólar og einstaklingar stuðning – og þar getur erlent samstarf gert gæfumuninn. Rannís hefur umsjón með þátttöku Íslands í alþjóðlegum samstarfsáætlunum, svo sem Nordplus, Erasmus+ og European Solidarity Corps, sem allar stefna að því að tryggja friðsöm og lýðræðisleg samfélög og samstarf þeirra á milli, meðal annars gegnum nám og kennslu. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og vinnur að því að efla þátttökulöndin, sem eru Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin auk sjálfstjórnarsvæðanna þriggja, sem eitt heildstætt menntasvæði. Hér er höfð til grundvallar sú sýn Norrænu ráðherranefndarinnar að við séum sterkari saman og því sé mikilvægt að allt fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu og hafi réttindi og skyldur. Með því að styrkja menntasamstarf milli þessara landa er verið stuðla að öruggu samfélagi og leggja grunninn að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Í sama anda hafa Evrópusambandsáætlanirnar Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) og forverar þeirra í áraraðir unnið að því að efla frið þvert á landamæri. Frelsi, lýðræði og mannréttindi eru lykilþættir í áætlununum tveimur og þær leggja áherslu á inngildingu og jöfn tækifæri alls fólks. Í þessu samhengi má nefna að yfir 130 umsóknir um styrk í þessar tvær áætlanir frá árinu 2021 hafa unnið með sértækt markmið um frið og réttlæti innan heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun samkvæmt nýlegri úttekt Landskrifstofu. Þetta eru göfug markmið, en hvernig geta þessar áætlanir haft bein áhrif á nám í þágu friðar? Í fyrsta lagi má nefna að bæði Nordplus og Erasmus+ styrkja ferðir einstaklinga út fyrir landsteinana, sem gefa fólki á öllum aldri ekki aðeins tækifæri til að efla sig í námi og starfi heldur líka víkka sjóndeildarhring sinn og öðlast aukinn skilning á menningu og siðum annarra. Erasmus+ býður einnig 18 ára fólki að skrá sig í DiscoverEU happdrættið og eiga þannig kost á lestarferð um Evrópu. Verkefnið hefur það markmið að berjast gegn hatri, fordómum og skorti á umburðarlyndi. Þá má nefna sjálfboðaliðastarf í European Solidarity Corps, sem gefur ungu fólki tækifæri til að gefa af sér til samfélagsins hérlendis, í Evrópu eða utan Evrópu ef um mannúðaraðstoð er að ræða. Í öðru lagi leiða samstarfsverkefni á vegum Nordplus og Erasmus+ saman stofnanir og samtök í ólíkum Evrópulöndum. Þau geta haft friðartengingu á ýmsan hátt, svo sem með því að taka fyrir móttöku og aðlögun flóttafólks, baráttuna gegn falsfréttum og stuðning við norræn og/eða samevrópsk gildi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Auk þess að styrkja verkefni með beina skírskotun til málaflokksins stuðla aukin samskipti milli landa og svæða ávallt að því að byggja upp auknu trausti og virðingu þvert á landamæri. Störf í þágu friðar og félagslegs réttlætis eru einnig mikilvæg í innlendu samhengi og því styrkir ESC svokölluð samfélagsverkefni, sem eru framkvæmd af ungu fólki sem vilja hafa jákvæð áhrif á sitt nærsamfélag. Dæmi um verkefni sem stuðla að friði og lýðræðisfærni: Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur hlotið styrki til að vinna að verkefnum um menntun til friðar. Árið 2019 fengu þau styrk bæði frá Erasmus+ fyrir verkefnið People, Communities and Cities in Peacebuilding: An Inclusive and Intersectional Approach to Peace Studies auk þess sem að þau hlutu styrk sama ár fyrir verkefnið InPeace 2019 frá Nordplus og aftur árið 2021, þá í samstarfi við Tampere Peace Research Institute við Háskólann í Tampere og The Centre for Peace studies við Arktíska háskólann í Noregi. Hérna vinna báðar áætlanir, Erasmus+ og Nordplus að því að styrkja verkefni sem setja frið í forgrunn. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ fékk Nordplus styrk árið 2022 fyrir verkefnið Grænni framtíð með lýðræðismyndun þar sem grunnskólanemar á Íslandi og í Danmörku fengu kennslu í hvernig lýðræði virkar og var sú kennsla tengd við áhersluatriði Nordplus um græna framtíð. Markmiðið er að stuðla að því að nemendurnir upplifi sig sem þátttakendur í lýðræðislegu lærdómssamfélagi þvert á þjóðerni, og að þau læri að skipuleggja lýðræðislega ferla þar sem að jafnframt er gefið rými fyrir umræður og ágreining. Rúna Vigdís er forstöðukona landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og Eydís Inga er verkefnastjóri Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Evrópusambandið Grunnskólar Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur menntunar er haldinn hátíðlegur þann 24. janúar og að þessu sinni hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað hann námi í þágu friðar. Menntun á öllum stigum gegnir lykilhlutverki við að efla víðsýni og tryggja samstöðu milli ólíkra landa og menningarheima. Til þess þurfa skólar og einstaklingar stuðning – og þar getur erlent samstarf gert gæfumuninn. Rannís hefur umsjón með þátttöku Íslands í alþjóðlegum samstarfsáætlunum, svo sem Nordplus, Erasmus+ og European Solidarity Corps, sem allar stefna að því að tryggja friðsöm og lýðræðisleg samfélög og samstarf þeirra á milli, meðal annars gegnum nám og kennslu. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og vinnur að því að efla þátttökulöndin, sem eru Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin auk sjálfstjórnarsvæðanna þriggja, sem eitt heildstætt menntasvæði. Hér er höfð til grundvallar sú sýn Norrænu ráðherranefndarinnar að við séum sterkari saman og því sé mikilvægt að allt fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu og hafi réttindi og skyldur. Með því að styrkja menntasamstarf milli þessara landa er verið stuðla að öruggu samfélagi og leggja grunninn að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Í sama anda hafa Evrópusambandsáætlanirnar Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) og forverar þeirra í áraraðir unnið að því að efla frið þvert á landamæri. Frelsi, lýðræði og mannréttindi eru lykilþættir í áætlununum tveimur og þær leggja áherslu á inngildingu og jöfn tækifæri alls fólks. Í þessu samhengi má nefna að yfir 130 umsóknir um styrk í þessar tvær áætlanir frá árinu 2021 hafa unnið með sértækt markmið um frið og réttlæti innan heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun samkvæmt nýlegri úttekt Landskrifstofu. Þetta eru göfug markmið, en hvernig geta þessar áætlanir haft bein áhrif á nám í þágu friðar? Í fyrsta lagi má nefna að bæði Nordplus og Erasmus+ styrkja ferðir einstaklinga út fyrir landsteinana, sem gefa fólki á öllum aldri ekki aðeins tækifæri til að efla sig í námi og starfi heldur líka víkka sjóndeildarhring sinn og öðlast aukinn skilning á menningu og siðum annarra. Erasmus+ býður einnig 18 ára fólki að skrá sig í DiscoverEU happdrættið og eiga þannig kost á lestarferð um Evrópu. Verkefnið hefur það markmið að berjast gegn hatri, fordómum og skorti á umburðarlyndi. Þá má nefna sjálfboðaliðastarf í European Solidarity Corps, sem gefur ungu fólki tækifæri til að gefa af sér til samfélagsins hérlendis, í Evrópu eða utan Evrópu ef um mannúðaraðstoð er að ræða. Í öðru lagi leiða samstarfsverkefni á vegum Nordplus og Erasmus+ saman stofnanir og samtök í ólíkum Evrópulöndum. Þau geta haft friðartengingu á ýmsan hátt, svo sem með því að taka fyrir móttöku og aðlögun flóttafólks, baráttuna gegn falsfréttum og stuðning við norræn og/eða samevrópsk gildi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Auk þess að styrkja verkefni með beina skírskotun til málaflokksins stuðla aukin samskipti milli landa og svæða ávallt að því að byggja upp auknu trausti og virðingu þvert á landamæri. Störf í þágu friðar og félagslegs réttlætis eru einnig mikilvæg í innlendu samhengi og því styrkir ESC svokölluð samfélagsverkefni, sem eru framkvæmd af ungu fólki sem vilja hafa jákvæð áhrif á sitt nærsamfélag. Dæmi um verkefni sem stuðla að friði og lýðræðisfærni: Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur hlotið styrki til að vinna að verkefnum um menntun til friðar. Árið 2019 fengu þau styrk bæði frá Erasmus+ fyrir verkefnið People, Communities and Cities in Peacebuilding: An Inclusive and Intersectional Approach to Peace Studies auk þess sem að þau hlutu styrk sama ár fyrir verkefnið InPeace 2019 frá Nordplus og aftur árið 2021, þá í samstarfi við Tampere Peace Research Institute við Háskólann í Tampere og The Centre for Peace studies við Arktíska háskólann í Noregi. Hérna vinna báðar áætlanir, Erasmus+ og Nordplus að því að styrkja verkefni sem setja frið í forgrunn. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ fékk Nordplus styrk árið 2022 fyrir verkefnið Grænni framtíð með lýðræðismyndun þar sem grunnskólanemar á Íslandi og í Danmörku fengu kennslu í hvernig lýðræði virkar og var sú kennsla tengd við áhersluatriði Nordplus um græna framtíð. Markmiðið er að stuðla að því að nemendurnir upplifi sig sem þátttakendur í lýðræðislegu lærdómssamfélagi þvert á þjóðerni, og að þau læri að skipuleggja lýðræðislega ferla þar sem að jafnframt er gefið rými fyrir umræður og ágreining. Rúna Vigdís er forstöðukona landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og Eydís Inga er verkefnastjóri Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, á Íslandi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun