Norsk stjórnvöld veita 62 ný leyfi til olíuleitar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. janúar 2024 15:17 Frá Johan Sverdrup-svæðinu í Norðursjó, einu nýjasta og verðmætasta vinnslusvæði Norðmanna. Mynd/Equinor, Espen Rønnevik og Øyvind Gravås. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, hefur tilkynnt um útgáfu 62 nýrra sérleyfa til olíuleitar á norska landgrunninu. Þetta er mesti fjöldi leyfa í fjögur ár og sá fimmti mesti í olíusögu Norðmanna. Í fyrra var 47 leyfum úthlutað. „Að veita ný leyfi er forsenda þess að þróa áfram norska landgrunnið. Það er því mjög jákvætt að svo mikill áhugi sé á frekari rannsóknarstarfsemi. Það er mikilvægt fyrir atvinnu, verðmætasköpun og að tryggja að Noregur verði áfram stöðugur orkugjafi fyrir Evrópu,“ er haft eftir ráðherranum í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Tilkynnt var um leyfisveitinguna á árlegri ráðstefnu olíuiðnaðarins í fyrrum hvalveiðibænum Sandefjord við Oslóarfjörð í síðustu viku. Mótmæli gegn olíu- og gasvinnslu settu svip sinn á atburðinn og þurftu margir þátttakendur lögreglufylgd til að komast inn á ráðstefnuhótelið framhjá tugum mótmælenda sem reyndu að meina þeim inngöngu. Terje Aasland, til vinstri, kemur úr Verkamannaflokknum. Hann tók við embætti olíu- og orkumálaráðherra fyrir tveimur árum af Marte Mjøs Persen, til hægri, sem færðist yfir í atvinnumálaráðuneytið. Forsætisráðherrann Jonas Gahr Støre í miðið.Torgeir Haugaard/Forsvaret Leyfin 62 eru veitt til 24 olíufélaga og fá 16 þeirra fleiri en eitt leyfi, sem skiptast á þrjú svæði. Flest eru í Norðursjó, 29 talsins. Í Noregshafi eru 25 ný leyfi og í Barentshafi átta leyfi. „Í fyrra hvatti ég fyrirtækin sérstaklega til að skoða tækifærin í Barentshafi og í ár bjóðum við upp á meira en tvöfalt fleiri vinnsluleyfi þar en í fyrra. Það sýnir að nokkur fyrirtæki hafa brugðist jákvætt við þessu og eru meðvituð um samfélagslega ábyrgð sína. Að sýna fram á fleiri gasauðlindir er mikilvægt fyrir arðsemi með því að auka gasútflutningsgetu í Barentshafi,“ segir Terje Aasland. Flokkarnir tveir sem mynda minnihlutastjórn Noregs, Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn, eru samstíga í þeirri stefnu að olíu- og gasvinnslu landsins verði haldið stöðugri. Olíu- og orkumálaráðherrann segir að til að forðast hratt fall eftir árið 2030 þurfi að halda áfram rannsóknum. Norska olíu- og gasframleiðslan muni engu að síður minnka af eðlilegum ástæðum. Frá Ekofisk-svæðinu í Norðursjó þar sem fyrsta olíulind Norðmanna fannst rétt fyrir jólin 1969. Áætlað er að svæðið muni endast að minnsta kosti til ársins 2050.Mynd/Equinor. Ráðherrann bendir á að einnig verði að fjárfesta í annars konar orku á norskum hafsvæðum, eins og vindorku á hafinu. En fyrst um sinn sé olían lykilatriði. „Olía og gas eru og verða grunnurinn á norska landgrunninu um fyrirsjáanlega framtíð,“ segir Aasland. Þótt 54 ár séu liðin frá því tilkynnt var um fyrsta olíufundinn á landgrunni Noregs virðist ekkert lát á norska olíuævintýrinu. Nýjar olíu- og gaslindir finnast á hverju ári og sumar risastórar, eins og Johan Sverdrup-svæðið í Norðursjó. Þar hófst olíuvinnsla formlega fyrir fjórum árum, eins og fjallað var um í þessari frétt Stöðvar 2 í janúar árið 2020: Noregur Bensín og olía Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. 24. desember 2019 12:32 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Að veita ný leyfi er forsenda þess að þróa áfram norska landgrunnið. Það er því mjög jákvætt að svo mikill áhugi sé á frekari rannsóknarstarfsemi. Það er mikilvægt fyrir atvinnu, verðmætasköpun og að tryggja að Noregur verði áfram stöðugur orkugjafi fyrir Evrópu,“ er haft eftir ráðherranum í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Tilkynnt var um leyfisveitinguna á árlegri ráðstefnu olíuiðnaðarins í fyrrum hvalveiðibænum Sandefjord við Oslóarfjörð í síðustu viku. Mótmæli gegn olíu- og gasvinnslu settu svip sinn á atburðinn og þurftu margir þátttakendur lögreglufylgd til að komast inn á ráðstefnuhótelið framhjá tugum mótmælenda sem reyndu að meina þeim inngöngu. Terje Aasland, til vinstri, kemur úr Verkamannaflokknum. Hann tók við embætti olíu- og orkumálaráðherra fyrir tveimur árum af Marte Mjøs Persen, til hægri, sem færðist yfir í atvinnumálaráðuneytið. Forsætisráðherrann Jonas Gahr Støre í miðið.Torgeir Haugaard/Forsvaret Leyfin 62 eru veitt til 24 olíufélaga og fá 16 þeirra fleiri en eitt leyfi, sem skiptast á þrjú svæði. Flest eru í Norðursjó, 29 talsins. Í Noregshafi eru 25 ný leyfi og í Barentshafi átta leyfi. „Í fyrra hvatti ég fyrirtækin sérstaklega til að skoða tækifærin í Barentshafi og í ár bjóðum við upp á meira en tvöfalt fleiri vinnsluleyfi þar en í fyrra. Það sýnir að nokkur fyrirtæki hafa brugðist jákvætt við þessu og eru meðvituð um samfélagslega ábyrgð sína. Að sýna fram á fleiri gasauðlindir er mikilvægt fyrir arðsemi með því að auka gasútflutningsgetu í Barentshafi,“ segir Terje Aasland. Flokkarnir tveir sem mynda minnihlutastjórn Noregs, Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn, eru samstíga í þeirri stefnu að olíu- og gasvinnslu landsins verði haldið stöðugri. Olíu- og orkumálaráðherrann segir að til að forðast hratt fall eftir árið 2030 þurfi að halda áfram rannsóknum. Norska olíu- og gasframleiðslan muni engu að síður minnka af eðlilegum ástæðum. Frá Ekofisk-svæðinu í Norðursjó þar sem fyrsta olíulind Norðmanna fannst rétt fyrir jólin 1969. Áætlað er að svæðið muni endast að minnsta kosti til ársins 2050.Mynd/Equinor. Ráðherrann bendir á að einnig verði að fjárfesta í annars konar orku á norskum hafsvæðum, eins og vindorku á hafinu. En fyrst um sinn sé olían lykilatriði. „Olía og gas eru og verða grunnurinn á norska landgrunninu um fyrirsjáanlega framtíð,“ segir Aasland. Þótt 54 ár séu liðin frá því tilkynnt var um fyrsta olíufundinn á landgrunni Noregs virðist ekkert lát á norska olíuævintýrinu. Nýjar olíu- og gaslindir finnast á hverju ári og sumar risastórar, eins og Johan Sverdrup-svæðið í Norðursjó. Þar hófst olíuvinnsla formlega fyrir fjórum árum, eins og fjallað var um í þessari frétt Stöðvar 2 í janúar árið 2020:
Noregur Bensín og olía Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. 24. desember 2019 12:32 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15
Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. 24. desember 2019 12:32