Sjúkraþjálfarar geti metið sjálfir hvenær fólk þurfi að koma Lovísa Arnardóttir skrifar 23. janúar 2024 10:23 Kári segir tilvísanakerfið skapa óþarfa flækjur í heilbrigðiskerfinu fyrir þau sem viti að þau þurfi að hitta sjúkraþjálfara eða halda því áfram. Bítið Kári Árnason sjúkraþjálfari telur ljóst að það þurfi að breyta kerfinu þegar kemur að beiðnum frá heilsugæslu til sjúkraþjálfara. Hann sagði í Bítinu í morgun tregðu einhvers staðar í kerfinu við að breyta þessu og um væri að ræða óþarfa flækju. Formaður Læknafélagsins sagði í síðustu viku sóun víða í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega í öldrunarþjónustu, hjá heilsugæslunni, rafrænum og úreltum tölvukerfum og vegna biðlista. Ein leið til að minnka sóun væri að ryðja tilvísunarkerfinu úr vegi. Steinunn sagði heimilislækna einhvers konar „hliðverði“ fyrir almenning inn í ýmis kerfi og nefndi sem dæmi sjúkraþjálfun. „Til dæmis eru þetta sjúkraþjálfunarbeiðnir, það fara fimm heil stöðugildi heimilislækna í sjúkraþjálfunarbeiðnir. Við erum með 200 heimilislækna í vinnu.“ Spurður hvernig það myndi virka sagði Kári kerfið þannig að fólk eigi rétt á því að koma í sex skipti og fá niðurgreiðslu en þurfi eftir það að fá beiðni frá heimilislækni til að fá áframhaldandi niðurgreiðslu. Beiðnir oftast óþarfa flækja Hann sagði sjúkraþjálfara geta metið sjálfa hvort að fólk þurfi að koma til þeirra. Það ætti ekki að vera á hendi lækna að gera beiðni svo fólk komist að. Beiðnir geti verið gagnlegar ef fólk hafi verið í aðgerð eða eitthvað slíkt en að oft komi ekkert fram á þeim sem geti útskýrt beiðnina. Hann sagði marga lækna og sjúkraþjálfara sem hann hefði talað við sammála því að það þyrfti að breyta þessu kerfi. „Í mínum huga er það óþarfa hraðahindrun að fólk sé þvingað þessa leið til að eiga rétt á endurgreiðslunni. Þetta er frábært kerfi til að grípa þá sem vita ekki hvert þeir eiga að fara,“ sagði Kári og að hann hefði haft sínar efasemdir um það þegar það var tilkynnt að heilsugæslan ætti að vera „upphaf alls“. „Það er fullt af fólki þarna úti sem veit hvert það á að leita,“ sagði Kári og nefndi sem dæmi fólk sem er með verk í eyranu og þarf að sjá háls- nef og eyrnalækni eða fólk með verk í hnéi og þarf að sjá sjúkraþjálfara. Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Formaður Læknafélagsins sagði í síðustu viku sóun víða í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega í öldrunarþjónustu, hjá heilsugæslunni, rafrænum og úreltum tölvukerfum og vegna biðlista. Ein leið til að minnka sóun væri að ryðja tilvísunarkerfinu úr vegi. Steinunn sagði heimilislækna einhvers konar „hliðverði“ fyrir almenning inn í ýmis kerfi og nefndi sem dæmi sjúkraþjálfun. „Til dæmis eru þetta sjúkraþjálfunarbeiðnir, það fara fimm heil stöðugildi heimilislækna í sjúkraþjálfunarbeiðnir. Við erum með 200 heimilislækna í vinnu.“ Spurður hvernig það myndi virka sagði Kári kerfið þannig að fólk eigi rétt á því að koma í sex skipti og fá niðurgreiðslu en þurfi eftir það að fá beiðni frá heimilislækni til að fá áframhaldandi niðurgreiðslu. Beiðnir oftast óþarfa flækja Hann sagði sjúkraþjálfara geta metið sjálfa hvort að fólk þurfi að koma til þeirra. Það ætti ekki að vera á hendi lækna að gera beiðni svo fólk komist að. Beiðnir geti verið gagnlegar ef fólk hafi verið í aðgerð eða eitthvað slíkt en að oft komi ekkert fram á þeim sem geti útskýrt beiðnina. Hann sagði marga lækna og sjúkraþjálfara sem hann hefði talað við sammála því að það þyrfti að breyta þessu kerfi. „Í mínum huga er það óþarfa hraðahindrun að fólk sé þvingað þessa leið til að eiga rétt á endurgreiðslunni. Þetta er frábært kerfi til að grípa þá sem vita ekki hvert þeir eiga að fara,“ sagði Kári og að hann hefði haft sínar efasemdir um það þegar það var tilkynnt að heilsugæslan ætti að vera „upphaf alls“. „Það er fullt af fólki þarna úti sem veit hvert það á að leita,“ sagði Kári og nefndi sem dæmi fólk sem er með verk í eyranu og þarf að sjá háls- nef og eyrnalækni eða fólk með verk í hnéi og þarf að sjá sjúkraþjálfara.
Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira