Hver dagur eins og vika fyrir Grindvíkinga og því þurfi að vinna hratt Magnús Jochum Pálsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. janúar 2024 23:42 Bryndís Gunnlaugsdóttir segir að ríkisstjórnin verði að vinna hratt og í samtali við Grindvíkinga. Vísir/Arnar Ríkisstjórnin hyggst koma Grindvíkingum í skjól með aðgerðum sem voru kynntar í dag en nánari útfærsla liggur þó ekki fyrir. Grindvíkingur segir mikilvægt að íbúar fái val um hvort þeir fari heim til Grindavíkur eða ekki. Íbúar séu vongóðir en lifi enn í óvissu og því þurfi ríkisstjórnin að vinna hratt og örugglega. Eftir fundi með helstu sérfræðingum og hagsmunaaðilum um málefni Grindavíkur síðustu daga kynnti ríkisstjórnin aðgerðir fyrir íbúa á blaðamannafundi á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin ætli að skapa forsendur til að Grindvíkingar geti nýtt fjármuni sem liggur í húsnæði þeirra svo þeir geti keypt sér annars staðar. Það felst meðal annars í því að ráðast á í húsnæðisuppbyggingu, skilyrði um skammtímaleigu íbúða verða þrengd, alls verða keyptar 260 skammtímaíbúðir fyrir Grindvíkinga og ríkið greiðir vexti og verðbætur af húsnæðislánum þeirra íbúa sem selja ekki í Grindavík. Þá fá þeir sem missa störf sín í bænum greidd laun þar til í sumar og níutíu prósent af kostnaði vegna leigu verða greidd til júníloka. Loks ætlar ríkisstjórnin að tryggja Grindvíkingum aðgengi, aðstoð og geymslur til verðmætabjörgunar. Nánari útfærsla aðgerða og nauðsynleg lagafrumvörp eiga að liggja fyrir snemma í næsta mánuði. Bryndís Gunnlaugsdóttir, aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna Grindavíkur, vakti mikla athygli fyrir vaska framgöngu á íbúafundi Grindvíkinga með stjórnvöldum í síðustu viku. Berghildur Erla ræddi við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðgerðir enn óljósar en íbúar vongóðir Bryndísi finnst að ástand húsa í Grindavík eigi ekki að skipta máli í uppgjöri, fólk verði að fá að velja hvort það snúi aftur eða ekki og miða þurfi úrræði við þá sem eiga íbúðir í bænum en ekki bara þá sem eru með lögheimili. Hvernig líst þér á þessar aðgerðir? „Þetta er auðvitað mjög óljóst ennþá hvað var uppkaupin en ég ætla að leyfa mér að vera vongóð. Það eru svona þrjú atriði sem mér finnst skipta mestu máli,“ segir Bryndís. „Í fyrsta lagi að uppgjör við íbúa, reiknireglan, verði eins alveg sama hvort húsin okkur eru heil eða ónýt. Í öðru lagi að þessi eignatengslatillaga sé valkvæð þannig fólk velji hvort það vilji fara heim eða ekki, sumir vilja fara heim og aðrir ekki. Í þriðja lagi finnst mér líka skipta máli að þessi útfærsla sé fyrir allar íbúðir í Grindavík vegna þess í dag eru öll úrræði miðuð bara við fólk með lögheimili í Grindavík en fjöldi fólks á íbúðir í Grindavík sem þau búa ekki í og það þarf að taka tillit til þess,“ segir hún. Hefurðu heyrt í íbúum úr Grindavík í dag „Það er ótrúlegur fjöldi búinn að hafa samband við mig í dag og frá því á þriðjudaginn. Það sem ég heyri mjög sterkt er þetta að fólk vill val um hvort það eigi að fara heim eða ekki og sérstaklega þetta með eignatengslin. Sumir vilja halda í eignina sína og eru búnir að setja mikla ást og umhyggju í að byggja upp hús á meðan aðrir treysta sér alls ekki heim og vilja fá að byrja upp á nýtt,“ segir hún. Mikilvægt að talað sé við íbúa Þessi pakki sem var kynntur í dag, fann fólk yfir létti yfir því að það væri að minnsta kosti verið að gera eitthvað? „Ég upplifi að íbúar eru vongóðir en Villi Árna sagði á þingi í dag að einn dagur í lífi venjulegs fólks er eins og vika fyrir Grindvíkinga. Þannig jú við erum vongóð en við erum enn í óvissu, enn að bíða og ég treysti því að stjórnvöld vinni hratt og örugglega og þetta komi snemma í febrúar eins og þau lofuðu,“ segir Bryndís. Finnst þér mikilvægt að það sé rætt við íbúa í þessu samstarfi? „Já, ég held að það sé mjög mikilvægt vegna þess að við erum 3.700 íbúar og við erum öll í áfalli. Það eru búin að vera fimm áföll á stuttum tíma. Bæjarstjórnin er að standa sig vel en það þarf að tala milliliðalaust við íbúa, bæði af bæjarstjórninni og af ríkisstjórninni. Í raun og veru vona ég að það verði gerð íbúakönnun þar sem fólk getur sagt hvaða leiðir það vill fara,“ segir hún að lokum. Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Aðgerðir upp á tugi milljarða Aðgerðir stjórnvalda fyrir Grindvíkinga nema tugum milljarða króna í útgjöld fyrir ríkissjóð. Forsætisráðherra segir endanlegar línur um framtíð Grindavíkur liggja fyrir í febrúar. 22. janúar 2024 15:02 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Eftir fundi með helstu sérfræðingum og hagsmunaaðilum um málefni Grindavíkur síðustu daga kynnti ríkisstjórnin aðgerðir fyrir íbúa á blaðamannafundi á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin ætli að skapa forsendur til að Grindvíkingar geti nýtt fjármuni sem liggur í húsnæði þeirra svo þeir geti keypt sér annars staðar. Það felst meðal annars í því að ráðast á í húsnæðisuppbyggingu, skilyrði um skammtímaleigu íbúða verða þrengd, alls verða keyptar 260 skammtímaíbúðir fyrir Grindvíkinga og ríkið greiðir vexti og verðbætur af húsnæðislánum þeirra íbúa sem selja ekki í Grindavík. Þá fá þeir sem missa störf sín í bænum greidd laun þar til í sumar og níutíu prósent af kostnaði vegna leigu verða greidd til júníloka. Loks ætlar ríkisstjórnin að tryggja Grindvíkingum aðgengi, aðstoð og geymslur til verðmætabjörgunar. Nánari útfærsla aðgerða og nauðsynleg lagafrumvörp eiga að liggja fyrir snemma í næsta mánuði. Bryndís Gunnlaugsdóttir, aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna Grindavíkur, vakti mikla athygli fyrir vaska framgöngu á íbúafundi Grindvíkinga með stjórnvöldum í síðustu viku. Berghildur Erla ræddi við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðgerðir enn óljósar en íbúar vongóðir Bryndísi finnst að ástand húsa í Grindavík eigi ekki að skipta máli í uppgjöri, fólk verði að fá að velja hvort það snúi aftur eða ekki og miða þurfi úrræði við þá sem eiga íbúðir í bænum en ekki bara þá sem eru með lögheimili. Hvernig líst þér á þessar aðgerðir? „Þetta er auðvitað mjög óljóst ennþá hvað var uppkaupin en ég ætla að leyfa mér að vera vongóð. Það eru svona þrjú atriði sem mér finnst skipta mestu máli,“ segir Bryndís. „Í fyrsta lagi að uppgjör við íbúa, reiknireglan, verði eins alveg sama hvort húsin okkur eru heil eða ónýt. Í öðru lagi að þessi eignatengslatillaga sé valkvæð þannig fólk velji hvort það vilji fara heim eða ekki, sumir vilja fara heim og aðrir ekki. Í þriðja lagi finnst mér líka skipta máli að þessi útfærsla sé fyrir allar íbúðir í Grindavík vegna þess í dag eru öll úrræði miðuð bara við fólk með lögheimili í Grindavík en fjöldi fólks á íbúðir í Grindavík sem þau búa ekki í og það þarf að taka tillit til þess,“ segir hún. Hefurðu heyrt í íbúum úr Grindavík í dag „Það er ótrúlegur fjöldi búinn að hafa samband við mig í dag og frá því á þriðjudaginn. Það sem ég heyri mjög sterkt er þetta að fólk vill val um hvort það eigi að fara heim eða ekki og sérstaklega þetta með eignatengslin. Sumir vilja halda í eignina sína og eru búnir að setja mikla ást og umhyggju í að byggja upp hús á meðan aðrir treysta sér alls ekki heim og vilja fá að byrja upp á nýtt,“ segir hún. Mikilvægt að talað sé við íbúa Þessi pakki sem var kynntur í dag, fann fólk yfir létti yfir því að það væri að minnsta kosti verið að gera eitthvað? „Ég upplifi að íbúar eru vongóðir en Villi Árna sagði á þingi í dag að einn dagur í lífi venjulegs fólks er eins og vika fyrir Grindvíkinga. Þannig jú við erum vongóð en við erum enn í óvissu, enn að bíða og ég treysti því að stjórnvöld vinni hratt og örugglega og þetta komi snemma í febrúar eins og þau lofuðu,“ segir Bryndís. Finnst þér mikilvægt að það sé rætt við íbúa í þessu samstarfi? „Já, ég held að það sé mjög mikilvægt vegna þess að við erum 3.700 íbúar og við erum öll í áfalli. Það eru búin að vera fimm áföll á stuttum tíma. Bæjarstjórnin er að standa sig vel en það þarf að tala milliliðalaust við íbúa, bæði af bæjarstjórninni og af ríkisstjórninni. Í raun og veru vona ég að það verði gerð íbúakönnun þar sem fólk getur sagt hvaða leiðir það vill fara,“ segir hún að lokum.
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Aðgerðir upp á tugi milljarða Aðgerðir stjórnvalda fyrir Grindvíkinga nema tugum milljarða króna í útgjöld fyrir ríkissjóð. Forsætisráðherra segir endanlegar línur um framtíð Grindavíkur liggja fyrir í febrúar. 22. janúar 2024 15:02 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Aðgerðir upp á tugi milljarða Aðgerðir stjórnvalda fyrir Grindvíkinga nema tugum milljarða króna í útgjöld fyrir ríkissjóð. Forsætisráðherra segir endanlegar línur um framtíð Grindavíkur liggja fyrir í febrúar. 22. janúar 2024 15:02