Það verður gott að sakna Auðar Haralds og muna hana Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2024 16:42 Auður Haralds fyrir utan Melabúðina árið 2022 þar sem hún áritaði nýútkomna bók sína Hvað er Drottinn að drolla? fyrir kaupendur. Stöð 2/Arnar Í dag kvöddu ættingjar og vinir Auði Haralds í einstaklega fallegri athöfn í Hallgrímskirkju. Tónlistin í höndum karlakórsins Voces Masculorum með frábærum einsöng Þorsteins Freys Sigurðssonar við píanóundirleik Sveins Arnars Sæmundssonar. Karl V. Matthíasson þjónaði fyrir altari og gerði það fallega og einlæglega og lýsti Auði vel og af virðingu í minningarorðum. Ég var ekki viðbúinn því að Auður kveddi að því er virtist svo skyndilega. En auðvitað hafði hún glímt við töluverð veikindi undanfarin tvö til þrjú ár og lenti svo í því að eldur kom upp í íbúð sem hún var nýbúin að kaupa. Hún komst með ótrúlegum hætti út fyrir eigin rammleik, óð í gegnum eldhafið en brenndist mikið á fótum og það tók langan tíma að græða sárin. En þrátt fyrir allt þetta var ekkert fararsnið á Auði. Eftir 47 ár á hæðinni og risinu á Bergþórugötu 1 voru kaflaskil í lífi hennar að komast í íbúð á einni hæð. Það tók tíma sinn að selja á Bergþórugötunni og finna réttu íbúðina og því var hún full vonar um nýja og bjartari tíma í Skipholtinu. Hún fékk þó nokkrar vikur í haust eftir að búið var að gera upp íbúðina eftir eldsvoðann en hún hafði misst allt sitt. Mikið bókasafn og auðvitað allar aðrar nauðsynjar fólks og minningar. Hér á undan sagði ég að ég hafi ekki verið viðbúinn brottför Auðar. Það er vegna þess að Auður var þess konar afl í litlum skrokki að ég hélt einlæglega að það myndi ekkert vinna á henni og hún yrði kvenna elst. Síðustu árin ræddum við meðal annars hugmynd um að vinna úr gagnkvæmum bréfaskriftum okkar og ef til vill koma þeim á bók. Nú á ég mikið safn langra vélritaðra bréfa frá henni, en bréfin frá mér urðu eldinum að bráð. Ég veit líka að Auður lúrði á fleiri sögum og hugmyndum að öðrum verkum og ef heilsan hefði ekki svikið hana mátti eiga von á fleiri verkum frá henni. Hún hafði glatað tölvu sem hrundi fyrir nokkrum árum og ekki tókst að endurreisa og þar með hurfu uppköst að bókum, leikritum og jafnvel full unnin verk sem við fáum aldrei að njóta. Hins vegar má enn njóta þeirra miklu verka sem hún kom til skila. Við Auður kynntumst árið 1979 þegar ég var aðeins 17 ára og hún þá 31 árs nýbúin að gefa út Hvunndagshetjuna sem gerði hana heimsfræga á Íslandi á augabragði. Bókin hneykslaði þá sem áttu það skilið en kom sem ferskur vindur inn í fúla umræðu og veruleika annarra. Aldrei áður hafði kona hvatt sér svo hressilega og opinskátt hljóðs um niðurnjörfaða stöðu margra kvenna sem máttu ekki einungis þola andlegt og líkamlegt ofbeldi heimskra karla heldur sátu einnig undir fordómum sjálfskipaðra góðborgara, karla og kvenna, sem aldrei höfðu haft nokkuð merkilegt til nokkurra mála að leggja. Yddað háðið og hárbeitt fyndnin voru í vopnabúri Auðar auk djúps skilnings á eigin stöðu og annarra kvenna í sömu sporum. Og ekki spillti rándýrt málfarið og stíllinn en fáir slógu Auði við í málkunnáttu og valdi á tungunni. Þá var hún vel að sér í öðrum málum, átti til dæmis stærsta safn enskra reyfara sem ég hef séð og á sama tíma var hún vel inni í bæði íslenskri menningarsögu sem og menningarsögu Evrópu. Það komu ekki margir að tómum kofanum hjá Auði. Sumum þótti hún hvöss í viðmóti við fyrstu kynni og jafnvel hávær. En þar sem ég kem úr fjölskyldu þar sem sá sem talar hæst kemst að, fannst mér hún ósköp heimilisleg. Hún var líka heiðarleg fram í fingurgóma og fór ekki eins og köttur í kringum heitan graut með skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Það finnst mér vera miklir mannkostir; að koma til dyranna eins og þú ert klæddur. Maður vissi alltaf hvar maður hafði Auði og átti hana að þegar á þurfti að halda. En Auður hafði að geyma mikið ljúfmenni og ást til þeirra sem henni þótti vænt um. Hún saumaði á mig skyrtur með handmáluðum brjóstvösum og gaukaði að mér litlum gjöfum, oft heimagerðum. Á okkar fyrstu vináttuárum ávarpaði hún mig oft stríðnislega „kæra smáskáld, eða ungskáld“, sem var ekki illa meint heldur tilvísun í ungan aldur og ég hafði þá ekki ekki gefið mikið út. Hún skrifaði eftirfarandi á baksíðu annarrar ljóðabókar minnar Sólin sest og sólin kemur upp árið 1981: Ungskáldið Heimir Már er fæddur og uppalinn á milli fjallanna á Ísafirði. Þegar fjöllin, frostið og dreifbýlisdoðinn þrengdu að, byrjaði hann að yrkja. Í huganum gægðist hann upp fyrir fjallsbrúnir og sá að mannlífið er alls staðar eins. Þessi litlu ljóð um mannleg samskipti við sjálfan sig og aðra höfða til okkar allra. Fyrsta ljóðabók hans, Dropi í hafið, kom út í fyrra og seldist upp á sautjánda degi. Þessi texti er svo dæmigerður fyrir djúpan skilning og húmor Auðar. Hún tók að sér í raun að skrifa þann texta sem útgefendur skrifa alla jafna fyrir höfunda sína til að vekja áhuga lesenda. Gerði það bara miklu betur. Það er ótal margt hægt að segja um Auði. Fyrir þá sem ekki hafa lesið bækur hennar hvet ég til að gera það og verða við það ríkari. Við hin lesum þær aftur, finnum til með henni, hrífumst með henni á öllum tilfinninga skalanum en ekki hvað síst hlægjum við með henni og gleðjumst yfir frábærum stíl og af innri þunga sagnanna. Því öllu gríni fylgir nokkur alvara. Karlpungum sveið mörgum undan orðum Auðar á prenti og í útvarpi og þeim mátti svíða. Það þýðir hins vegar langt í frá að Auður hafi hatað karlmenn. Þvert á móti hreyfst hún af karlmönnum. Hún gerði bara þá lágmarkskröfu að þeir væru ekki ofbeldismenn til orðs og líkama og að þeir hefðu eitthvað bitastætt á milli eyrnanna og gott skopskyn, ekki hvað síst gagnvart sjálfum sér. Þótt hún segði stundum með glotti, þeir mega alveg vera svolítið vitlausir, en þá verða þeir líka að vera sætir og góðir. Það var yndislegt að sitja með eftirlifandi börnum og barnabörnum Auðar og vinum hennar í Hallgrímskirkju og síðar í erfidrykkju í dag. Ég bið almættið um að gefa börnum og barnabörnum styrk í sorginni og söknuðinum. Sjálfur gleymi ég aldrei Auði Haralds. Ég minnist óteljandi klukkustunda langra símtala, bréfa og samfunda sem ég ylja mér við. Svo á ég alltaf bækurnar hennar sem hún á skilið að haldið sé á lofti um langa framtíð. Þær eru mikil gjöf til íslenskrar bókmenntasögu. Ég mun sakna Auðar það sem eftir lifir og það er gott. Heimir Már Andlát Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Auður Haralds er látin Auður Haralds rithöfundur er látin, 76 ára að aldri. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi í gær eftir stutt veikindi. 3. janúar 2024 11:23 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Ég var ekki viðbúinn því að Auður kveddi að því er virtist svo skyndilega. En auðvitað hafði hún glímt við töluverð veikindi undanfarin tvö til þrjú ár og lenti svo í því að eldur kom upp í íbúð sem hún var nýbúin að kaupa. Hún komst með ótrúlegum hætti út fyrir eigin rammleik, óð í gegnum eldhafið en brenndist mikið á fótum og það tók langan tíma að græða sárin. En þrátt fyrir allt þetta var ekkert fararsnið á Auði. Eftir 47 ár á hæðinni og risinu á Bergþórugötu 1 voru kaflaskil í lífi hennar að komast í íbúð á einni hæð. Það tók tíma sinn að selja á Bergþórugötunni og finna réttu íbúðina og því var hún full vonar um nýja og bjartari tíma í Skipholtinu. Hún fékk þó nokkrar vikur í haust eftir að búið var að gera upp íbúðina eftir eldsvoðann en hún hafði misst allt sitt. Mikið bókasafn og auðvitað allar aðrar nauðsynjar fólks og minningar. Hér á undan sagði ég að ég hafi ekki verið viðbúinn brottför Auðar. Það er vegna þess að Auður var þess konar afl í litlum skrokki að ég hélt einlæglega að það myndi ekkert vinna á henni og hún yrði kvenna elst. Síðustu árin ræddum við meðal annars hugmynd um að vinna úr gagnkvæmum bréfaskriftum okkar og ef til vill koma þeim á bók. Nú á ég mikið safn langra vélritaðra bréfa frá henni, en bréfin frá mér urðu eldinum að bráð. Ég veit líka að Auður lúrði á fleiri sögum og hugmyndum að öðrum verkum og ef heilsan hefði ekki svikið hana mátti eiga von á fleiri verkum frá henni. Hún hafði glatað tölvu sem hrundi fyrir nokkrum árum og ekki tókst að endurreisa og þar með hurfu uppköst að bókum, leikritum og jafnvel full unnin verk sem við fáum aldrei að njóta. Hins vegar má enn njóta þeirra miklu verka sem hún kom til skila. Við Auður kynntumst árið 1979 þegar ég var aðeins 17 ára og hún þá 31 árs nýbúin að gefa út Hvunndagshetjuna sem gerði hana heimsfræga á Íslandi á augabragði. Bókin hneykslaði þá sem áttu það skilið en kom sem ferskur vindur inn í fúla umræðu og veruleika annarra. Aldrei áður hafði kona hvatt sér svo hressilega og opinskátt hljóðs um niðurnjörfaða stöðu margra kvenna sem máttu ekki einungis þola andlegt og líkamlegt ofbeldi heimskra karla heldur sátu einnig undir fordómum sjálfskipaðra góðborgara, karla og kvenna, sem aldrei höfðu haft nokkuð merkilegt til nokkurra mála að leggja. Yddað háðið og hárbeitt fyndnin voru í vopnabúri Auðar auk djúps skilnings á eigin stöðu og annarra kvenna í sömu sporum. Og ekki spillti rándýrt málfarið og stíllinn en fáir slógu Auði við í málkunnáttu og valdi á tungunni. Þá var hún vel að sér í öðrum málum, átti til dæmis stærsta safn enskra reyfara sem ég hef séð og á sama tíma var hún vel inni í bæði íslenskri menningarsögu sem og menningarsögu Evrópu. Það komu ekki margir að tómum kofanum hjá Auði. Sumum þótti hún hvöss í viðmóti við fyrstu kynni og jafnvel hávær. En þar sem ég kem úr fjölskyldu þar sem sá sem talar hæst kemst að, fannst mér hún ósköp heimilisleg. Hún var líka heiðarleg fram í fingurgóma og fór ekki eins og köttur í kringum heitan graut með skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Það finnst mér vera miklir mannkostir; að koma til dyranna eins og þú ert klæddur. Maður vissi alltaf hvar maður hafði Auði og átti hana að þegar á þurfti að halda. En Auður hafði að geyma mikið ljúfmenni og ást til þeirra sem henni þótti vænt um. Hún saumaði á mig skyrtur með handmáluðum brjóstvösum og gaukaði að mér litlum gjöfum, oft heimagerðum. Á okkar fyrstu vináttuárum ávarpaði hún mig oft stríðnislega „kæra smáskáld, eða ungskáld“, sem var ekki illa meint heldur tilvísun í ungan aldur og ég hafði þá ekki ekki gefið mikið út. Hún skrifaði eftirfarandi á baksíðu annarrar ljóðabókar minnar Sólin sest og sólin kemur upp árið 1981: Ungskáldið Heimir Már er fæddur og uppalinn á milli fjallanna á Ísafirði. Þegar fjöllin, frostið og dreifbýlisdoðinn þrengdu að, byrjaði hann að yrkja. Í huganum gægðist hann upp fyrir fjallsbrúnir og sá að mannlífið er alls staðar eins. Þessi litlu ljóð um mannleg samskipti við sjálfan sig og aðra höfða til okkar allra. Fyrsta ljóðabók hans, Dropi í hafið, kom út í fyrra og seldist upp á sautjánda degi. Þessi texti er svo dæmigerður fyrir djúpan skilning og húmor Auðar. Hún tók að sér í raun að skrifa þann texta sem útgefendur skrifa alla jafna fyrir höfunda sína til að vekja áhuga lesenda. Gerði það bara miklu betur. Það er ótal margt hægt að segja um Auði. Fyrir þá sem ekki hafa lesið bækur hennar hvet ég til að gera það og verða við það ríkari. Við hin lesum þær aftur, finnum til með henni, hrífumst með henni á öllum tilfinninga skalanum en ekki hvað síst hlægjum við með henni og gleðjumst yfir frábærum stíl og af innri þunga sagnanna. Því öllu gríni fylgir nokkur alvara. Karlpungum sveið mörgum undan orðum Auðar á prenti og í útvarpi og þeim mátti svíða. Það þýðir hins vegar langt í frá að Auður hafi hatað karlmenn. Þvert á móti hreyfst hún af karlmönnum. Hún gerði bara þá lágmarkskröfu að þeir væru ekki ofbeldismenn til orðs og líkama og að þeir hefðu eitthvað bitastætt á milli eyrnanna og gott skopskyn, ekki hvað síst gagnvart sjálfum sér. Þótt hún segði stundum með glotti, þeir mega alveg vera svolítið vitlausir, en þá verða þeir líka að vera sætir og góðir. Það var yndislegt að sitja með eftirlifandi börnum og barnabörnum Auðar og vinum hennar í Hallgrímskirkju og síðar í erfidrykkju í dag. Ég bið almættið um að gefa börnum og barnabörnum styrk í sorginni og söknuðinum. Sjálfur gleymi ég aldrei Auði Haralds. Ég minnist óteljandi klukkustunda langra símtala, bréfa og samfunda sem ég ylja mér við. Svo á ég alltaf bækurnar hennar sem hún á skilið að haldið sé á lofti um langa framtíð. Þær eru mikil gjöf til íslenskrar bókmenntasögu. Ég mun sakna Auðar það sem eftir lifir og það er gott. Heimir Már
Andlát Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Auður Haralds er látin Auður Haralds rithöfundur er látin, 76 ára að aldri. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi í gær eftir stutt veikindi. 3. janúar 2024 11:23 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Auður Haralds er látin Auður Haralds rithöfundur er látin, 76 ára að aldri. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi í gær eftir stutt veikindi. 3. janúar 2024 11:23