Tókst aldrei að sanna að hann ætti fyrir kaupunum á Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2024 07:31 Stuðningsmenn Manchester United lifðu í voninni um að losna við Glazer-fjölskylduna en ekkert varð að því. Getty/Clive Brunskill Sheik Jassim bin Hamad Al Thani og félögum hans mistókst að sanna það fyrir Manchester United að þeir ættu peninginn sem þeir þurftu til að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið. Viðræður við kaupsýslumanninn frá Katar fóru fram frá febrúar 2023 til október 2023 en þá dró hann sig út úr viðræðunum. Skjöl sem enduðu hjá SEC, bandarískri alríkisstofnun sem fer með málefni tengdum útgáfu, sölu og skrásetningu verðbréfa, sýna það svart á hvítu að Sheik Jassim átti ekki peninginn sem hann þóttist eiga. Hann hafði því á pappírnum ekki efni á því að kaupa enska félagið. ESPN segir frá. BREAKING: The Qatari bidder for Manchester United, Sheikh Jassim, was unable to prove he had sufficient finance to be able to do a deal.In filing submitted to the US Securities and Exchange Commission to confirm Sir Jim Ratcliffe s acquisition of 27.69% of the club, Jassim pic.twitter.com/1ZBAoxz1dp— Man United Fan Club (@manufcnow) January 18, 2024 SEC er sjálfstæð stofnun sem vinnur fyrir bandarísk stjórnvöld með það markmið að verja fjárfesta og passa upp á sanngirni á markaði. ESPN segir frá þessu en mörgum fannst skrýtið af hverju Glazer-fjölskyldan vildi ekki selja Sheiknum félagið en málið dróst á langinn. Á aðfangadag var það síðan tilkynnt að breski milljarðamæringurinn myndi eignast 25 prósent hlut í Manchester United og borga fyrir það 1,3 milljarða punda eða 228 milljarða króna. Sheikinn tilkynnti það þegar hann hætti við tilboðið sitt að hann væri pirraður yfir því Glazer-fjölskyldan vildi fá allt of mikið fyrir félagið. Sheikh Jassim hélt því fram að hann ætlaði að kaupa allt félagið og losa stuðningsmenn United alveg við Glazers fjölskylduna en nú lítur út fyrir að hann hafi aldrei átt peninga til að kaupa enska félagið. Draumurinn um að sleppa undan Glazers martröðinni var því aldrei raunhæfur möguleiki fyrir United fólk. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Viðræður við kaupsýslumanninn frá Katar fóru fram frá febrúar 2023 til október 2023 en þá dró hann sig út úr viðræðunum. Skjöl sem enduðu hjá SEC, bandarískri alríkisstofnun sem fer með málefni tengdum útgáfu, sölu og skrásetningu verðbréfa, sýna það svart á hvítu að Sheik Jassim átti ekki peninginn sem hann þóttist eiga. Hann hafði því á pappírnum ekki efni á því að kaupa enska félagið. ESPN segir frá. BREAKING: The Qatari bidder for Manchester United, Sheikh Jassim, was unable to prove he had sufficient finance to be able to do a deal.In filing submitted to the US Securities and Exchange Commission to confirm Sir Jim Ratcliffe s acquisition of 27.69% of the club, Jassim pic.twitter.com/1ZBAoxz1dp— Man United Fan Club (@manufcnow) January 18, 2024 SEC er sjálfstæð stofnun sem vinnur fyrir bandarísk stjórnvöld með það markmið að verja fjárfesta og passa upp á sanngirni á markaði. ESPN segir frá þessu en mörgum fannst skrýtið af hverju Glazer-fjölskyldan vildi ekki selja Sheiknum félagið en málið dróst á langinn. Á aðfangadag var það síðan tilkynnt að breski milljarðamæringurinn myndi eignast 25 prósent hlut í Manchester United og borga fyrir það 1,3 milljarða punda eða 228 milljarða króna. Sheikinn tilkynnti það þegar hann hætti við tilboðið sitt að hann væri pirraður yfir því Glazer-fjölskyldan vildi fá allt of mikið fyrir félagið. Sheikh Jassim hélt því fram að hann ætlaði að kaupa allt félagið og losa stuðningsmenn United alveg við Glazers fjölskylduna en nú lítur út fyrir að hann hafi aldrei átt peninga til að kaupa enska félagið. Draumurinn um að sleppa undan Glazers martröðinni var því aldrei raunhæfur möguleiki fyrir United fólk.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira