Skoðun

Oft er þörf, nú er nauð­syn; textun á inn­lendu sjón­varps­efni

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Það er nauðsynlegt að textun á innlendu sjónvarspefni sé gerð meiri skil og sýnt meiri þolinmæði. Það eru mörg ár síðan farið var að minnast á textun á innlendu sjónvarpsefni hér á Íslandi. Það eru líka mörg ár síðan byrjað var að texta í löndum sem við berum Ísland oft saman við. Sumt hefur verið gert en margt annað mætti alveg gera betur.

Það eru margir búnir að bíða ansi lengi hvenær textun verður bara svo sjálfsögð að það þurfi ekki að biðja um textun á hinum og þessum innledu þáttum eða bíomyndum.

Nú í þessum skrifuðum orðum er leikur Íslands og Þýskalands nýlega búinn. Stofan í RÚV fjallar um leikinn fyrir og eftir og í hléi, kannski rétt að segja kryfur leikinn til mergjar og gefur fólki tækifæri til að sjá hinar ýmsu skoðanir manna á þessu og þessu færinu, vítinu, dómaragæslunni o.s.frv. Það er enginn texti í Stofunni sem er svo merkilega vel tæknilega uppsett, að það þurfti að gera frétt um settið í Stofunni í RÚV, svo nýmóðins er það. Flaggskip RÚV að leggja sitt á vogarskálarnar í að landsmennn geti fylgst með handboltanum heima í stofu um hvatt íslensku strákana okkar til dáða EN það er ekki ALLRA því ekkert er lagt í textaaðgengi. Talandi um tölur hverjir þurfa á textun að halda þá er það um 17-20% landsmanna sem heyra illa eða ekkert.

Það að þjóðin fylgist með handboltaleik strákanna okkar er partur af lífinu á Íslandi en það fá bara útvaldir að vera með, okkur sem ekki heyrum eða heyrum illa er gróflega mismunað.

TEXTIÐ STOFUNA NÚNA STRAX

Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum og hefur lengi barist fyrir táknmáli og textun á innlent sjónvarpsefni á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmáls námsefni og sagt fréttir á táknmáli RÚV.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×