Dropp stal efsta sætinu af bensíninu hjá Costco Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2024 09:31 Hrólfur Andri Tómasson forstjóri Dropp. Póstþjónustufyrirtækið Dropp er sigurvegari Íslensku ánægjuvogarinnar 2023. Fyrirtækið fékk hæstu einkunnina frá neytendum eða 83,9. Íslandsbanki hlaut lægstu einkunn ársins 53,9. Ánægjuvogin verðlaunar þau fyrirtæki sem skara fram úr í ánægju á sínum markaði og voru verðlaunahafar kynntir í morgun á tuttugu og fimm ára afmæli vogarinnar. „Mikill heiður er fyrir fyrirtæki að vera hæst á sínum markaði í Íslensku ánægjuvoginni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila,“ segir Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Íslensku ánægjuvogarinnar og Stjórnvísi. Þau fyrirtæki sem vinna á sínum markaði fá að nota merki Íslensku ánægjuvogarinnar í sínu markaðsefni sem og að njóta heiðursins. Dropp nýtt í mælingu með hæstu ánægju Ánægjuvogarinnar Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 40 fyrirtæki í 15 atvinnugreinum. Nokkur munur er á ánægju þeirra fyrirtækja sem voru mæld og eru einkunnir frá 53,9 til 83,9 af 100 mögulegum. Dropp kemur inn sem nýtt fyrirtæki sem birtar eru niðurstöður fyrir sem póstþjónustufyrirtæki og nær þeim árangri að fá hæstu mælinguna í ár. Dropp var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni 83,9 stig. Costco eldsneyti ekki lengur hæst Costco eldsneyti hefur síðan 2017 verið hæst allra fyrirtækja en hlýtur nú annað sætið á eftir Dropp. Costco eldsneyti hefur fjórum sinnum verið með hærri stig en Dropp mælist með núna. Nova hefur verið marktækt hæst, á sínum markaði, samtals í 15 ár í röð. Ekkert annað félag hefur sigrað svo oft á sínum markaði. Níu fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði Gyllta merkið er einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Þessir sigurvegarar mega þar af leiðandi segjast vera með ánægðustu viðskiptavinina. Sigurvegarar Íslensku ánægjuvogarinnar 2023 – Gullhafar Dropp 83,9 stig meðal póstþjónustufyrirtækja Costco eldsneyti 80,8 stig meðal eldsneytisstöðva IKEA 76,6 stig meðal húsgagnaverslana Icelandair 74,3 stig meðal flugfélaga Nova 74,2 stig meðal fjarskiptafyrirtækja Krónan 73,7 stig meðal matvöruverslana Apótekarinn 73,6 stig meðal apóteka A4 70,9 stig meðal ritfangaverslana BYKO 70,3 stig meðal byggingavöruverslana Efstu fyrirtæki á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur. Heimilistæki 75,8 stig meðal raftækjaverslana Orka náttúrunnar 68,0 stig meðal raforkusala Sjóvá 67,5 stig meðal tryggingafélaga Kringlan 67,2 stig meðal verslunarmiðstöðva Landsbankinn 60,8 stig meðal banka Hástökkvarinn í ár er Orkan Orkan er það fyrirtæki sem hækkaði mest á milli ára og fær titilinn hástökkvarinn 2023. Orkan fékk 64,3 stig árið 2022 og hlaut nú 67,9 sem er hækkun um 3,6 stig. Íslandsbanki mælist með lægstu einkunnina, sem er nú 53,9; sem er lægra en árið 2009 þegar einkunn Íslandsbanka var 54,5. Ákveðið var að bæta við tveimur spurningum um kvartanir í líkanið. Annars vegar er spurt hvort að viðskiptavinir hafi kvartað eða haft ástæðu til að kvarta og hins vegar um hversu ánægðir þeir voru með úrlausn kvörtunarinnar. Samkvæmt bandarísku ánægjuvoginni hefur þessi málaflokkur einna mest áhrif á tryggð viðskiptavina og því fleiri sem hafa kvartað því minni er tryggðin. Niðurstöður hérlendis sýna að hlutfall þeirra sem kvörtuðu voru 6% en 17% höfðu ástæðu til að kvarta en gerðu það ekki. Íslenska ánægjuvogin í aldarfjórðung Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en mælingarnar byggja á erlendu líkani og aðferðafræði. Nokkrir þættir eru mældir sem hafa áhrif á ánægju viðskiptavina þ.e. væntingar, ímynd, mat á gæðum og virði þjónustu. „Mæling sem þessi er mjög mikilvæg þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að því ánægðari sem viðskiptavinir fyrirtækis eru því betri afkomu getur fyrirtækið gert sér vonir um,“ segir Gunnhildur. Íslenska ánægjuvogin Costco Íslandsbanki Nova Síminn Kringlan Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Ánægjuvogin verðlaunar þau fyrirtæki sem skara fram úr í ánægju á sínum markaði og voru verðlaunahafar kynntir í morgun á tuttugu og fimm ára afmæli vogarinnar. „Mikill heiður er fyrir fyrirtæki að vera hæst á sínum markaði í Íslensku ánægjuvoginni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila,“ segir Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Íslensku ánægjuvogarinnar og Stjórnvísi. Þau fyrirtæki sem vinna á sínum markaði fá að nota merki Íslensku ánægjuvogarinnar í sínu markaðsefni sem og að njóta heiðursins. Dropp nýtt í mælingu með hæstu ánægju Ánægjuvogarinnar Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 40 fyrirtæki í 15 atvinnugreinum. Nokkur munur er á ánægju þeirra fyrirtækja sem voru mæld og eru einkunnir frá 53,9 til 83,9 af 100 mögulegum. Dropp kemur inn sem nýtt fyrirtæki sem birtar eru niðurstöður fyrir sem póstþjónustufyrirtæki og nær þeim árangri að fá hæstu mælinguna í ár. Dropp var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni 83,9 stig. Costco eldsneyti ekki lengur hæst Costco eldsneyti hefur síðan 2017 verið hæst allra fyrirtækja en hlýtur nú annað sætið á eftir Dropp. Costco eldsneyti hefur fjórum sinnum verið með hærri stig en Dropp mælist með núna. Nova hefur verið marktækt hæst, á sínum markaði, samtals í 15 ár í röð. Ekkert annað félag hefur sigrað svo oft á sínum markaði. Níu fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði Gyllta merkið er einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Þessir sigurvegarar mega þar af leiðandi segjast vera með ánægðustu viðskiptavinina. Sigurvegarar Íslensku ánægjuvogarinnar 2023 – Gullhafar Dropp 83,9 stig meðal póstþjónustufyrirtækja Costco eldsneyti 80,8 stig meðal eldsneytisstöðva IKEA 76,6 stig meðal húsgagnaverslana Icelandair 74,3 stig meðal flugfélaga Nova 74,2 stig meðal fjarskiptafyrirtækja Krónan 73,7 stig meðal matvöruverslana Apótekarinn 73,6 stig meðal apóteka A4 70,9 stig meðal ritfangaverslana BYKO 70,3 stig meðal byggingavöruverslana Efstu fyrirtæki á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur. Heimilistæki 75,8 stig meðal raftækjaverslana Orka náttúrunnar 68,0 stig meðal raforkusala Sjóvá 67,5 stig meðal tryggingafélaga Kringlan 67,2 stig meðal verslunarmiðstöðva Landsbankinn 60,8 stig meðal banka Hástökkvarinn í ár er Orkan Orkan er það fyrirtæki sem hækkaði mest á milli ára og fær titilinn hástökkvarinn 2023. Orkan fékk 64,3 stig árið 2022 og hlaut nú 67,9 sem er hækkun um 3,6 stig. Íslandsbanki mælist með lægstu einkunnina, sem er nú 53,9; sem er lægra en árið 2009 þegar einkunn Íslandsbanka var 54,5. Ákveðið var að bæta við tveimur spurningum um kvartanir í líkanið. Annars vegar er spurt hvort að viðskiptavinir hafi kvartað eða haft ástæðu til að kvarta og hins vegar um hversu ánægðir þeir voru með úrlausn kvörtunarinnar. Samkvæmt bandarísku ánægjuvoginni hefur þessi málaflokkur einna mest áhrif á tryggð viðskiptavina og því fleiri sem hafa kvartað því minni er tryggðin. Niðurstöður hérlendis sýna að hlutfall þeirra sem kvörtuðu voru 6% en 17% höfðu ástæðu til að kvarta en gerðu það ekki. Íslenska ánægjuvogin í aldarfjórðung Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en mælingarnar byggja á erlendu líkani og aðferðafræði. Nokkrir þættir eru mældir sem hafa áhrif á ánægju viðskiptavina þ.e. væntingar, ímynd, mat á gæðum og virði þjónustu. „Mæling sem þessi er mjög mikilvæg þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að því ánægðari sem viðskiptavinir fyrirtækis eru því betri afkomu getur fyrirtækið gert sér vonir um,“ segir Gunnhildur.
Íslenska ánægjuvogin Costco Íslandsbanki Nova Síminn Kringlan Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira