Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Lovísa Arnardóttir skrifar 6. febrúar 2025 13:19 Verðlag í Bónus hefur hækkað meira en í Krónunni. Það skýrist ekki síst af því að Euroshopper vörur hafa hækkað meira en vörur frá Gestus og First Price. Vísir/Vilhelm Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins lækkar milli mánaða og mælist nú -0,1 prósent í febrúar þegar fyrstu mælingar liggja fyrir. Orsök lækkunarinnar eru Heilsudagar í Nettó sem standa yfir fyrstu vikuna í febrúar. Prís er enn ódýrasta verslunin og verðlag í Bónus hefur að jafnaði hækkað meira en í Krónunni síðustu mánuði. Þetta, og meira, kemur fram í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. Vörurnar sem eru á afslætti í Nettó eru fyrst og fremst vörur sem ekki fást í Krónunni og Bónus. Dagvöruvísitalan hækkaði um 0,35 prósent í febrúar á síðasta ári þegar allur mánuðurinn lá fyrir. Prís enn ódýrasta verslunin Prís er enn ódýrasta verslunin samkvæmt reglulegu eftirliti verðlagseftirlits ASÍ. Þar eru verð mun lengra undir verði en í Bónus, meira heldur en verð í Bónus eru undir verði í Krónunni. Samkvæmt tilkynningu ASÍ eru verð í Nettó svo skammt undan verði í Krónunni. Samanburðurinn er þó aðeins framkvæmdur vöru fyrir vöru, ekki á vörum sem finnast ekki í öðrum verslunum. Það þýðir að Heilsudagar Nettó hnika ekki stöðu verslunarinnar í samanburði við Krónuna og Bónus því það eru fyrst og fremst aðrar vörur sem nú eru á útsölu þar. Euroshopper hækkað Meira en Gestus og First Price Verðlag í Krónunni og Bónus hækkar í svipuðum takti og undanfarna mánuði, um 0,25 prósent í Krónunni og 0,5 prósent í Bónus. Verð í Bónus hefur að jafnaði hækkað meira en í Krónunni síðustu mánuði samkvæmt tilkynningu ASÍ. Í tilkynningu segir að það skýrist ekki síst af því að vörur frá Euroshopper hafa hækkað meira en vörur frá Gestus og First Price. Þá kemur fram að miðað við febrúar í fyrra vegi hækkanir vissra birgja afar þungt. Verð á vörum frá Nóa Síríus og Freyju hefur á einu ári hækkað yfir 20 prósent og frá Kjörís um 17 prósent, þegar meðalhækkun verðs í Bónus og Krónunni er skoðað. Þá kemur fram í tilkynningunni að í janúar hafi Ölgerðin og Kjörís leitt hækkanir milli desember og janúar. Nú hafa Coca Cola á Íslandi og Emmessís bætt um betur og hækka meira en keppinautar þeirra milli desember og febrúar. Mestu hækkanirnar eru þó hjá Coca-Cola á Íslandi og hjá Ölgerðinni eins og sést á myndinni að neðan. Neytendur Matvöruverslun ASÍ Verðlag Verslun Tengdar fréttir Arion tilkynnir um lækkun vaxta Arion banki hefur nú tilkynnt um lækkun óverðtryggðra vaxta, kjörvaxta bílalána og yfirdráttarvaxta, líkt og Íslandsbanki og Indó, í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 50 punkta í gær. 6. febrúar 2025 12:48 Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Íslandsbanki hefur ákveðið að breyta vöxtum inn- og útlána og taka mið af stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem var kynnt í morgun og hljóðaði upp á 0,5 prósentustig. Breytingin mun taka gildi þann 12. febrúar næstkomandi. 5. febrúar 2025 21:50 Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir að peningastefnunefnd bankans lækkaði vexti um 0,5 prósentustig. Nefndin var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. 5. febrúar 2025 20:03 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Vörurnar sem eru á afslætti í Nettó eru fyrst og fremst vörur sem ekki fást í Krónunni og Bónus. Dagvöruvísitalan hækkaði um 0,35 prósent í febrúar á síðasta ári þegar allur mánuðurinn lá fyrir. Prís enn ódýrasta verslunin Prís er enn ódýrasta verslunin samkvæmt reglulegu eftirliti verðlagseftirlits ASÍ. Þar eru verð mun lengra undir verði en í Bónus, meira heldur en verð í Bónus eru undir verði í Krónunni. Samkvæmt tilkynningu ASÍ eru verð í Nettó svo skammt undan verði í Krónunni. Samanburðurinn er þó aðeins framkvæmdur vöru fyrir vöru, ekki á vörum sem finnast ekki í öðrum verslunum. Það þýðir að Heilsudagar Nettó hnika ekki stöðu verslunarinnar í samanburði við Krónuna og Bónus því það eru fyrst og fremst aðrar vörur sem nú eru á útsölu þar. Euroshopper hækkað Meira en Gestus og First Price Verðlag í Krónunni og Bónus hækkar í svipuðum takti og undanfarna mánuði, um 0,25 prósent í Krónunni og 0,5 prósent í Bónus. Verð í Bónus hefur að jafnaði hækkað meira en í Krónunni síðustu mánuði samkvæmt tilkynningu ASÍ. Í tilkynningu segir að það skýrist ekki síst af því að vörur frá Euroshopper hafa hækkað meira en vörur frá Gestus og First Price. Þá kemur fram að miðað við febrúar í fyrra vegi hækkanir vissra birgja afar þungt. Verð á vörum frá Nóa Síríus og Freyju hefur á einu ári hækkað yfir 20 prósent og frá Kjörís um 17 prósent, þegar meðalhækkun verðs í Bónus og Krónunni er skoðað. Þá kemur fram í tilkynningunni að í janúar hafi Ölgerðin og Kjörís leitt hækkanir milli desember og janúar. Nú hafa Coca Cola á Íslandi og Emmessís bætt um betur og hækka meira en keppinautar þeirra milli desember og febrúar. Mestu hækkanirnar eru þó hjá Coca-Cola á Íslandi og hjá Ölgerðinni eins og sést á myndinni að neðan.
Neytendur Matvöruverslun ASÍ Verðlag Verslun Tengdar fréttir Arion tilkynnir um lækkun vaxta Arion banki hefur nú tilkynnt um lækkun óverðtryggðra vaxta, kjörvaxta bílalána og yfirdráttarvaxta, líkt og Íslandsbanki og Indó, í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 50 punkta í gær. 6. febrúar 2025 12:48 Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Íslandsbanki hefur ákveðið að breyta vöxtum inn- og útlána og taka mið af stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem var kynnt í morgun og hljóðaði upp á 0,5 prósentustig. Breytingin mun taka gildi þann 12. febrúar næstkomandi. 5. febrúar 2025 21:50 Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir að peningastefnunefnd bankans lækkaði vexti um 0,5 prósentustig. Nefndin var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. 5. febrúar 2025 20:03 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Arion tilkynnir um lækkun vaxta Arion banki hefur nú tilkynnt um lækkun óverðtryggðra vaxta, kjörvaxta bílalána og yfirdráttarvaxta, líkt og Íslandsbanki og Indó, í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 50 punkta í gær. 6. febrúar 2025 12:48
Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Íslandsbanki hefur ákveðið að breyta vöxtum inn- og útlána og taka mið af stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem var kynnt í morgun og hljóðaði upp á 0,5 prósentustig. Breytingin mun taka gildi þann 12. febrúar næstkomandi. 5. febrúar 2025 21:50
Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir að peningastefnunefnd bankans lækkaði vexti um 0,5 prósentustig. Nefndin var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. 5. febrúar 2025 20:03