Neytendur

Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni

Lovísa Arnardóttir skrifar
Verðlag í Bónus hefur hækkað meira en í Krónunni. Það skýrist ekki síst af því að Euroshopper vörur hafa hækkað meira en vörur frá Gestus og First Price.
Verðlag í Bónus hefur hækkað meira en í Krónunni. Það skýrist ekki síst af því að Euroshopper vörur hafa hækkað meira en vörur frá Gestus og First Price. Vísir/Vilhelm

Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins lækkar milli mánaða og mælist nú -0,1 prósent í febrúar þegar fyrstu mælingar liggja fyrir. Orsök lækkunarinnar eru Heilsudagar í Nettó sem standa yfir fyrstu vikuna í febrúar. Prís er enn ódýrasta verslunin og verðlag í Bónus hefur að jafnaði hækkað meira en í Krónunni síðustu mánuði. Þetta, og meira, kemur fram í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ.

Vörurnar sem eru á afslætti í Nettó eru fyrst og fremst vörur sem ekki fást í Krónunni og Bónus. Dagvöruvísitalan hækkaði um 0,35 prósent í febrúar á síðasta ári þegar allur mánuðurinn lá fyrir.

Prís enn ódýrasta verslunin

Prís er enn ódýrasta verslunin samkvæmt reglulegu eftirliti verðlagseftirlits ASÍ. Þar eru verð mun lengra undir verði en í Bónus, meira heldur en verð í Bónus eru undir verði í Krónunni. Samkvæmt tilkynningu ASÍ eru verð í Nettó svo skammt undan verði í Krónunni.

Samanburðurinn er þó aðeins framkvæmdur vöru fyrir vöru, ekki á vörum sem finnast ekki í öðrum verslunum. Það þýðir að Heilsudagar Nettó hnika ekki stöðu verslunarinnar í samanburði við Krónuna og Bónus því það eru fyrst og fremst aðrar vörur sem nú eru á útsölu þar.

Euroshopper hækkað Meira en Gestus og First Price

Verðlag í Krónunni og Bónus hækkar í svipuðum takti og undanfarna mánuði, um 0,25 prósent í Krónunni og 0,5 prósent í Bónus. Verð í Bónus hefur að jafnaði hækkað meira en í Krónunni síðustu mánuði samkvæmt tilkynningu ASÍ. Í tilkynningu segir að það skýrist ekki síst af því að vörur frá Euroshopper hafa hækkað meira en vörur frá Gestus og First Price.

Þá kemur fram að miðað við febrúar í fyrra vegi hækkanir vissra birgja afar þungt. Verð á vörum frá Nóa Síríus og Freyju hefur á einu ári hækkað yfir 20 prósent og frá Kjörís um 17 prósent, þegar meðalhækkun verðs í Bónus og Krónunni er skoðað.

Þá kemur fram í tilkynningunni að í janúar hafi Ölgerðin og Kjörís leitt hækkanir milli desember og janúar. Nú hafa Coca Cola á Íslandi og Emmessís bætt um betur og hækka meira en keppinautar þeirra milli desember og febrúar. Mestu hækkanirnar eru þó hjá Coca-Cola á Íslandi og hjá Ölgerðinni eins og sést á myndinni að neðan.


Tengdar fréttir

Arion tilkynnir um lækkun vaxta

Arion banki hefur nú tilkynnt um lækkun óverðtryggðra vaxta, kjörvaxta bílalána og yfirdráttarvaxta, líkt og Íslandsbanki og Indó, í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 50 punkta í gær.

Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu

Íslandsbanki hefur ákveðið að breyta vöxtum inn- og útlána og taka mið af stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem var kynnt í morgun og hljóðaði upp á 0,5 prósentustig. Breytingin mun taka gildi þann 12. febrúar næstkomandi.

Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun

Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir að peningastefnunefnd bankans lækkaði vexti um 0,5 prósentustig. Nefndin var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×