Hafnfirðingar bíði rólegir eftir hættumati Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 14:00 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði. Vísir/Arnar Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segist bíða róleg eftir hættumati Veðurstofu Íslands og almannavarna vegna mögulegrar goshættu í byggð. Það sé væntanlegt í vor og þá verði hægt að skoða vinnu við mögulega varnargarða. Tilefnið eru ummæli Ármanns Höskuldssonar, prófessors í eldfjallafræði, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann segir það hafa verið til skoðunar frá 2021 hvaða byggð sé í hættu af völdum eldgosa á Reykjanesskaganum. Þar sé Hafnarfjörður erfiðastur. Rósa segir í samtali við Vísi að unnið sé að því að meta hættur sem byggð á hrauni stafi af mögulegum eldgosum. Þar séu fleiri sveitarfélög en Hafnarfjörður undir. „Það er verið að vinna hættumat fyrir allt þetta svæði og það á að vera tilbúið í vor. Við bíðum bara róleg eftir því og þeirri skýrslu,“ segir Rósa. „Þá kemur í ljós hvort almannavarnir meti sem svo hvort að hanna þurfi varnargarða, við þessi bæjarfélög sem verið eru að nefna á höfuðborgarsvæðinu. Það eru fleiri en Hafnarfjörður, eins og á Suðurnesjum og Reykjanesi. Það er verið að skoða þetta og ég mun bara vera róleg og bíða eftir því.“ Rétt að hinkra Í júlí síðastliðnum gagnrýndi Rósa Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing fyrir að mæla með því að Hafnfirðingar myndu ekki byggja lengra til suðurs. Aðspurð hvort sér hafi snúist hugur nú segist Rósa vilja bíða eftir hættumatinu. „Á meðan það er verið að gera þetta hættumat skulum við bara öll vera róleg og sjá hvað í því mun felast. Það segir sig sjálft að það er bara stórt svæði á landinu öllu sem hefur byggst á hrauni og eldfjöllum, þannig það er stórt svæði sem þarf að skoða. Við búum í þessu landi og þetta er algjörlega óútreiknanlegt. Mér finnst við bara eiga að hinkra eftir því.“ Hafnarfjörður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Tilefnið eru ummæli Ármanns Höskuldssonar, prófessors í eldfjallafræði, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann segir það hafa verið til skoðunar frá 2021 hvaða byggð sé í hættu af völdum eldgosa á Reykjanesskaganum. Þar sé Hafnarfjörður erfiðastur. Rósa segir í samtali við Vísi að unnið sé að því að meta hættur sem byggð á hrauni stafi af mögulegum eldgosum. Þar séu fleiri sveitarfélög en Hafnarfjörður undir. „Það er verið að vinna hættumat fyrir allt þetta svæði og það á að vera tilbúið í vor. Við bíðum bara róleg eftir því og þeirri skýrslu,“ segir Rósa. „Þá kemur í ljós hvort almannavarnir meti sem svo hvort að hanna þurfi varnargarða, við þessi bæjarfélög sem verið eru að nefna á höfuðborgarsvæðinu. Það eru fleiri en Hafnarfjörður, eins og á Suðurnesjum og Reykjanesi. Það er verið að skoða þetta og ég mun bara vera róleg og bíða eftir því.“ Rétt að hinkra Í júlí síðastliðnum gagnrýndi Rósa Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing fyrir að mæla með því að Hafnfirðingar myndu ekki byggja lengra til suðurs. Aðspurð hvort sér hafi snúist hugur nú segist Rósa vilja bíða eftir hættumatinu. „Á meðan það er verið að gera þetta hættumat skulum við bara öll vera róleg og sjá hvað í því mun felast. Það segir sig sjálft að það er bara stórt svæði á landinu öllu sem hefur byggst á hrauni og eldfjöllum, þannig það er stórt svæði sem þarf að skoða. Við búum í þessu landi og þetta er algjörlega óútreiknanlegt. Mér finnst við bara eiga að hinkra eftir því.“
Hafnarfjörður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira