Vill breyta lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2024 08:42 Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segir ýmsa galla á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti. Vísir/Ívar Fannar Þingflokksformaður Viðreisnar undirbýr nú tillögu að breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverkastarfsemi. Hún segir Ísland hafa gengið of langt í aðgerðunum og þær hafi oft áhrif á fólk, sem ætti ekki að vera á lista yfir fólk með stjórnmálaleg tengsl. „Ég fer í lúgu til að taka út peninga og ætla ekki að taka út nema 200 evrur. Ég svara samviskusamlega nokkrum spurningum, þar á meðal við hvað ég starfa. Um leið og ég segist vera stjórnmálamaður sé ég að viðvörunarljósin fara í gang í augunum á konunni, sem er að afgreiða mig,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun, um uppákomu sem hún lenti í á flugvelli í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum. Hún segir konuna hafa rætt heillengi við kollega sinn og hún ekki áttað sig á hvað gekk á fyrr en þau komu fram. „Þau halda áfram að tala saman og ég heyri hann segja við hana: Þessi upphæð er undir mörkunum þannig að þú afgreiðir þetta bara en þá fer þetta inn í kerfið þannig að ef hún fer að taka út fleiri peninga þá verður það stoppað,“ segir Hanna Katrín. Hún segir þetta hafa verið eitt dæma um hve mikið vesen hefur skapast vegna aðgerða gegn peningaþvætti og hve langt það gengur víða. Skilur að fjölskyldan rati á listann Fjallað hefur verið mikið um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun þeirra í Bítinu í vikunni en síðan lög um þær voru samþykkt hefur fjöldi manna kvartað undan því hversu langt þau ganga. Hanna nefnir þar að dætur hennar báðar, sem eru námsmenn en fullorðnar, hafi sama sumar lent í miklu veseni með bankann sinn. Hann hafi kallað eftir skattskýrslum langt aftur í tímann og þær þurft að standa í stappi til að fá sumarhýruna sína millifærða á erlenda reikninga, þar sem þær stunduðu nám. „Eitt er að stjórnmálamenn undirgangist svona skilyrði, við höfum í ákveðnum tilfellum ákveðin færi á að haga okkur illa ef svo má segja. Ráðandi fólk gerir það og það er ekki bara þegar þessi lög eru sett hér, ná ekki bara yfir stjórnmálafólk heldur alls konar fólk í ráðandi stöðum. Svo útvíkkast hann og nær yfir fjölskyldumeðlimi. Eins íþyngjandi og það er þá er líka alveg hægt að hafa skilning á því nema kannski að það hvað okkur hættir stundum að ganga of langt,“ segir Hanna. Sagði sig úr stjórn hljómsveitarinnar vegna vesens Hún nefnir sem dæmi að Ragnhildur Sverrisdóttir, konan hennar, hafi þurft að segja sig úr stjórn hljómsveitarinnar Úkúlellurnar vegna vandræða í tengslum við peningaþvættislögin. Hljómsveitin hafi ætlað að halda tónleika og leigja posa til að taka við greiðslum. Vegna stjórnmálalegra tengsla Ragnhildar hafi vesenið við posaleiguna verið svo mikið að þær hafi að endingu gefist upp á að hafa posa á tónleikunum. Ragnhildur hafi þess vegna sagt sig úr stjórn hljómsveitarinnar til að koma í veg fyrir fleiri svona atvik. „Ég hef sjálf setið í fleiri ár í stjórn sjálfseignarfélags sem heitir Hlíðarendi og tengist Val, félaginu mínu þar sem ég lék handbolta í fleiri, fleiri ár. Þar gerðist það sama, þegar fyrirtæki hér heima, Keldan og Creditinfo, fóru að safna upplýsingum um stjórnmálaleg tengsl til að búa til gagnagrunn fyrir tilkynningaskylda aðila til að vísa í þá fá þessir félagar mínir í þessu almannaheillafélagi, sjálfboðaliðar, skilaboð um að þeir teljist einstaklingar með stjórnmálaleg tengsl vegna veru minnar í þessari stjórn,“ segir Hanna. Ástæða þess að stjórnarmennirnir rötuðu á þennan lista er að markmið laganna er að raunverulegir eigendur fyrirtækja og félaga séu skráðir. Í stjórnum sjálfseignarfélaga, þar sem eru engir raunverulegir eigendur, teljast stjórnarmenn hins vegar til raunverulegra eigenda samkvæmt lögunum. Hanna segist vegna þessa hafa neyðst til að segja sig úr stjórn félaga sinna vegna. „Ég sagði mig úr stjórn Hlíðarenda í haust og ætlaði svo að gera eitthvað í þessu með það að skoða hvort ekki væri hægt að skoða breytingar á þessum lögum. Þannig að þetta skilyrði um hverjir teljist raunverulegir eigendur og gangast þar með undir þessa ofboðslegu skoðun og höft.“ Hlusta má á viðtalið við Hönnu Katrínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bítið Alþingi Efnahagsbrot Viðreisn Tengdar fréttir Keldan setur fjórtán ára barn varaþingmanns á áhættulista: „Mér finnst þetta svívirða“ Keldan hefur sett fjórtán ára gamalt barn á lista yfir í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla á grunni laga um peningaþvott og fjármögnun hryðjuverka. Varaþingmaður og faðir barnsins segir málið svívirðu. 17. júlí 2023 15:31 Ósáttur við skráningu Byko eftir greiðslu með reiðufé Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að byggingarvörufyrirtækinu Byko hafi verið heimilt að krefja viðskiptavin sinn um kennitölu og framvísun persónuskilríkja þegar hann ætlaði að greiða fyrir vörur með reiðufé. 21. nóvember 2023 10:48 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Sjá meira
„Ég fer í lúgu til að taka út peninga og ætla ekki að taka út nema 200 evrur. Ég svara samviskusamlega nokkrum spurningum, þar á meðal við hvað ég starfa. Um leið og ég segist vera stjórnmálamaður sé ég að viðvörunarljósin fara í gang í augunum á konunni, sem er að afgreiða mig,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun, um uppákomu sem hún lenti í á flugvelli í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum. Hún segir konuna hafa rætt heillengi við kollega sinn og hún ekki áttað sig á hvað gekk á fyrr en þau komu fram. „Þau halda áfram að tala saman og ég heyri hann segja við hana: Þessi upphæð er undir mörkunum þannig að þú afgreiðir þetta bara en þá fer þetta inn í kerfið þannig að ef hún fer að taka út fleiri peninga þá verður það stoppað,“ segir Hanna Katrín. Hún segir þetta hafa verið eitt dæma um hve mikið vesen hefur skapast vegna aðgerða gegn peningaþvætti og hve langt það gengur víða. Skilur að fjölskyldan rati á listann Fjallað hefur verið mikið um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun þeirra í Bítinu í vikunni en síðan lög um þær voru samþykkt hefur fjöldi manna kvartað undan því hversu langt þau ganga. Hanna nefnir þar að dætur hennar báðar, sem eru námsmenn en fullorðnar, hafi sama sumar lent í miklu veseni með bankann sinn. Hann hafi kallað eftir skattskýrslum langt aftur í tímann og þær þurft að standa í stappi til að fá sumarhýruna sína millifærða á erlenda reikninga, þar sem þær stunduðu nám. „Eitt er að stjórnmálamenn undirgangist svona skilyrði, við höfum í ákveðnum tilfellum ákveðin færi á að haga okkur illa ef svo má segja. Ráðandi fólk gerir það og það er ekki bara þegar þessi lög eru sett hér, ná ekki bara yfir stjórnmálafólk heldur alls konar fólk í ráðandi stöðum. Svo útvíkkast hann og nær yfir fjölskyldumeðlimi. Eins íþyngjandi og það er þá er líka alveg hægt að hafa skilning á því nema kannski að það hvað okkur hættir stundum að ganga of langt,“ segir Hanna. Sagði sig úr stjórn hljómsveitarinnar vegna vesens Hún nefnir sem dæmi að Ragnhildur Sverrisdóttir, konan hennar, hafi þurft að segja sig úr stjórn hljómsveitarinnar Úkúlellurnar vegna vandræða í tengslum við peningaþvættislögin. Hljómsveitin hafi ætlað að halda tónleika og leigja posa til að taka við greiðslum. Vegna stjórnmálalegra tengsla Ragnhildar hafi vesenið við posaleiguna verið svo mikið að þær hafi að endingu gefist upp á að hafa posa á tónleikunum. Ragnhildur hafi þess vegna sagt sig úr stjórn hljómsveitarinnar til að koma í veg fyrir fleiri svona atvik. „Ég hef sjálf setið í fleiri ár í stjórn sjálfseignarfélags sem heitir Hlíðarendi og tengist Val, félaginu mínu þar sem ég lék handbolta í fleiri, fleiri ár. Þar gerðist það sama, þegar fyrirtæki hér heima, Keldan og Creditinfo, fóru að safna upplýsingum um stjórnmálaleg tengsl til að búa til gagnagrunn fyrir tilkynningaskylda aðila til að vísa í þá fá þessir félagar mínir í þessu almannaheillafélagi, sjálfboðaliðar, skilaboð um að þeir teljist einstaklingar með stjórnmálaleg tengsl vegna veru minnar í þessari stjórn,“ segir Hanna. Ástæða þess að stjórnarmennirnir rötuðu á þennan lista er að markmið laganna er að raunverulegir eigendur fyrirtækja og félaga séu skráðir. Í stjórnum sjálfseignarfélaga, þar sem eru engir raunverulegir eigendur, teljast stjórnarmenn hins vegar til raunverulegra eigenda samkvæmt lögunum. Hanna segist vegna þessa hafa neyðst til að segja sig úr stjórn félaga sinna vegna. „Ég sagði mig úr stjórn Hlíðarenda í haust og ætlaði svo að gera eitthvað í þessu með það að skoða hvort ekki væri hægt að skoða breytingar á þessum lögum. Þannig að þetta skilyrði um hverjir teljist raunverulegir eigendur og gangast þar með undir þessa ofboðslegu skoðun og höft.“ Hlusta má á viðtalið við Hönnu Katrínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bítið Alþingi Efnahagsbrot Viðreisn Tengdar fréttir Keldan setur fjórtán ára barn varaþingmanns á áhættulista: „Mér finnst þetta svívirða“ Keldan hefur sett fjórtán ára gamalt barn á lista yfir í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla á grunni laga um peningaþvott og fjármögnun hryðjuverka. Varaþingmaður og faðir barnsins segir málið svívirðu. 17. júlí 2023 15:31 Ósáttur við skráningu Byko eftir greiðslu með reiðufé Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að byggingarvörufyrirtækinu Byko hafi verið heimilt að krefja viðskiptavin sinn um kennitölu og framvísun persónuskilríkja þegar hann ætlaði að greiða fyrir vörur með reiðufé. 21. nóvember 2023 10:48 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Sjá meira
Keldan setur fjórtán ára barn varaþingmanns á áhættulista: „Mér finnst þetta svívirða“ Keldan hefur sett fjórtán ára gamalt barn á lista yfir í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla á grunni laga um peningaþvott og fjármögnun hryðjuverka. Varaþingmaður og faðir barnsins segir málið svívirðu. 17. júlí 2023 15:31
Ósáttur við skráningu Byko eftir greiðslu með reiðufé Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að byggingarvörufyrirtækinu Byko hafi verið heimilt að krefja viðskiptavin sinn um kennitölu og framvísun persónuskilríkja þegar hann ætlaði að greiða fyrir vörur með reiðufé. 21. nóvember 2023 10:48