Svona var íbúafundur Grindvíkinga í kvöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2024 20:39 Fjöldi fólks var samankominn í Laugardalshöll í dag. Vísir/Sigurjón Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll fór fram í dag. Margar spurningar brunnu á Grindvíkingum, og sneru margar að skorti á langtímaáætlunum þeim til stuðnings, nú þegar ljóst virðist orðið að hættan á eldsumbrotum inni í bænum er ekki á förum. Fundurinn hófst klukkan 17 en þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri Veðurstofu Íslands, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesjum, og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri hjá almannavörnum og stjórnandi þjónustumiðstöðvar í Tollhúsinu, fluttu framsögur. Að þeim loknum voru framsögumenn í pallborði ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, Huldu Ragnheiði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands, Ara Guðmundssyni, verkefnastjóra vegna byggingar varnargarða og sviðsstjóra hjá Verkís, Sólberg S. Bjarnasyni, deildarstjóra almannavarna og Páli Erland, forstjóra HS Veitna. Fyrri hluta fundarins má sjá hér að neðan. Klippa: Íbúafundur Grindvíkinga - fyrri hluti Spurningar margra Grindvíkinga sneru að skorti á langtímaáætlunum nú þegar ljóst er að hættan á eldsumbrotum er ekki á förum á næstunni. Talið barst ítrekað að því hvort stjórnvöld ætluðu ekki að „kaupa fólk út“ úr húseignum sínum í Grindavík. Fjöldi fólks hafði einnig eitt og annað að athuga við Náttúruhamfaratryggingar og lagarammann utan um þær, en íbúar töldu meðal annars að lögin hentuðu illa utan um jafn stóran atburð og þann sem orðið hefur í Grindavík. Einnig var stjórnmálafólki bent á að vísindamenn töluðu um að atburðurinn í Grindavík gæti enst í ár eða jafnvel áratugi, en orð stjórnmálamanna miðuðu oftast að því að byggja mætti upp í Grindavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í lok fundarins, eins og sjá má hér að neðan, telja margt hafa komið fram á fundinum sem stjórnvöld ættu að taka til sín, stórt og smátt. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fundurinn hófst klukkan 17 en þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri Veðurstofu Íslands, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesjum, og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri hjá almannavörnum og stjórnandi þjónustumiðstöðvar í Tollhúsinu, fluttu framsögur. Að þeim loknum voru framsögumenn í pallborði ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, Huldu Ragnheiði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands, Ara Guðmundssyni, verkefnastjóra vegna byggingar varnargarða og sviðsstjóra hjá Verkís, Sólberg S. Bjarnasyni, deildarstjóra almannavarna og Páli Erland, forstjóra HS Veitna. Fyrri hluta fundarins má sjá hér að neðan. Klippa: Íbúafundur Grindvíkinga - fyrri hluti Spurningar margra Grindvíkinga sneru að skorti á langtímaáætlunum nú þegar ljóst er að hættan á eldsumbrotum er ekki á förum á næstunni. Talið barst ítrekað að því hvort stjórnvöld ætluðu ekki að „kaupa fólk út“ úr húseignum sínum í Grindavík. Fjöldi fólks hafði einnig eitt og annað að athuga við Náttúruhamfaratryggingar og lagarammann utan um þær, en íbúar töldu meðal annars að lögin hentuðu illa utan um jafn stóran atburð og þann sem orðið hefur í Grindavík. Einnig var stjórnmálafólki bent á að vísindamenn töluðu um að atburðurinn í Grindavík gæti enst í ár eða jafnvel áratugi, en orð stjórnmálamanna miðuðu oftast að því að byggja mætti upp í Grindavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í lok fundarins, eins og sjá má hér að neðan, telja margt hafa komið fram á fundinum sem stjórnvöld ættu að taka til sín, stórt og smátt.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira