Innlent

Reyna að koma á raf­magni og heitu vatni í austari hluta bæjarins

Lovísa Arnardóttir skrifar
Enn er ekki heitt vatn eða rafmagn á austari hluta bæjarins.
Enn er ekki heitt vatn eða rafmagn á austari hluta bæjarins. Mynd/HS Veitur

Sérsveit ríkislögreglustjóra og sérþjálfaðir viðbragðsaðilar munu fylgja starfsmönnum HS Veitna inn í Grindavík í dag. Starfsmenn HS Veitna ætla að reyna að koma á vatni og rafmagni í austari hluta bæjarins.

Samkvæmt upplýsingum frá Sigrúnu Ingu Ævarsdóttur, samskiptastjóra HS Veitna, hefjast aðgerðir um hádegi. Vegna þess hve hættulegar aðstæður eru fylgir sérsveit starfsmönnum HS Veitna en lágmarksmönnum er í verkefnið til að tryggja öryggi.

Aðgerðirnar miða að því koma innviðum sem eru heilir aftur í virkni. Samkvæmt tilkynningu HS Veitna er ekki er óhætt að ráðast í viðgerðir á veitukerfunum í bænum á næstunni. Því munu ekki öll hús í Grindavík fá heitt vatn og rafmagn í þessum aðgerðum.

Heitt vatn á vestari hluta í gær

Greint var frá því í morgun að HS Veitur hefðu í samvinnu við almannavarnir komið heitu vatni á vestari hluta bæjarins. Nú er unnið að því að fá lykla hjá eigendum eigna þar svo viðbragðsaðilar geti kannað stöðuna í húsunum.

Í tilkynningu HS Veitna segir að gamla heitavatnslögnin inn í Grindavík sé mikið skemmd og að aðgerðir í gær hafi miðað að því að kanna hvort hægt væri að nýta nýja lögn sem var búið að leggja í jörðu en fór einnig undir hraunflæðið. Þar hafi tekist vel til en vegna skemmda á dreifikerfi í austari hluta bæjarins hafi ekki verið hægt að koma upp hita þar. En reynt verður að laga það

„Vel tókst til við að nýta nýju heitavatnslögnina til að koma heitu vatni til Grindavíkur og er heitt vatn nú komið á vesturhluta bæjarins að mestu, en vegna skemmda á dreifikerfi hitaveitu í austari hluta bæjarins var ekki hægt að koma upp hita þar.“


Tengdar fréttir

„Þetta lítur ekki nógu vel út“

Lögreglustjóri á Suðurnesjum segir ekki mikið um nýjar sprungur inni í Grindavík. Þær sprungur sem fyrir voru hafi hinsvegar stækkað. Forgangsatriði dagsins er að koma rafmagni og hita á austurhluta bæjarins.

Engin virkni en of snemmt að lýsa yfir gos­lokum

Of snemmt er að lýsa yfir goslokum þrátt fyrir að engin virkni hafi verið sjáanleg í gossprungunum frá því um klukkan eitt í nótt. Enn er mikil hætta á svæðinu. Þetta kemur fram í uppfærðri frétt Veðurstofu Íslands um eldgos norðan Grindavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×