„Það eru þarna götur og svæði sem ekki verða byggð upp aftur“ Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 16. janúar 2024 12:01 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Einar Ríkisstjórnin fundaði með bæjarstjórn og bæjarstjóra Grindavíkur að loknum reglulegum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þar verður rætt vítt og breytt um málefni bæjarins vegna jarðhræringanna sem undanfarna mánuði. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur sagði fyrir fund að rætt yrði um mörg málefni, til að mynda húsnæðismálin, lagnamálin og fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. „Það verða örugglega mjög skertar útsvarstekjur og við þessar aðstæður er ekki hægt að leggja á fasteignagjöld og þetta eru tveir langstærstu tekjustofnar sveitarfélaga. Það er eitt af því sem við þurfum að ræða og fá stuðning við, að bæjarsjóður fái þetta bætt,“ segir Fannar. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Fannar Jónasson eftir fund Það hafi verið þungt högg þegar sprunga opnaðist sunnan varnargarðanna á sunnudag. Þá sé enn verið að vinna að hugmyndum um hvenær hægt verði að búa aftur í bænum. „Við erum enn að vinna með þær hugmyndir og þær aðgerðir að Grindavík verði byggð upp aftur. Hversu raunhæft er að gera mikil plön í því sambandi núna er annað mál. En við erum ekki að sjá að Grindavík og samfélagið okkar sé úr sögunni heldur ætlum við að gera okkar besta til að flytja heim. En það eru náttúran og örlögin sem stjórna þessu,“ segir Fannar. Rétt áður en fundurinn hófst í hádeginu.Vísir/Einar Hann segir mjög erfitt að átta sig á ástandinu innan bæjarins. „Það eru þarna götur og svæði sem ekki verða byggð upp aftur og við breytum því í fallega garða vonandi. En það er mjög erfitt að átta sig á þessu, það varð svo mikil kúvending við þetta eldgos þannig við verðum bara að sjá og anda rólega í bili,“ segir Fannar. Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Engin virkni en of snemmt að lýsa yfir goslokum Of snemmt er að lýsa yfir goslokum þrátt fyrir að engin virkni hafi verið sjáanleg í gossprungunum frá því um klukkan eitt í nótt. Enn er mikil hætta á svæðinu. Þetta kemur fram í uppfærðri frétt Veðurstofu Íslands um eldgos norðan Grindavíkur. 16. janúar 2024 11:35 Heitt vatn komið á vestari hluta bæjarins: Vilja fá lykla að húsunum Búið er að koma á heitu vatn í hús vestan Víkurbrautar í Grindavík. Almannavarnir fóru í það verkefni í gærkvöldi í samstarfi við HS Veitur. Almannavarnir óska þess nú að Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. 16. janúar 2024 10:59 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur sagði fyrir fund að rætt yrði um mörg málefni, til að mynda húsnæðismálin, lagnamálin og fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. „Það verða örugglega mjög skertar útsvarstekjur og við þessar aðstæður er ekki hægt að leggja á fasteignagjöld og þetta eru tveir langstærstu tekjustofnar sveitarfélaga. Það er eitt af því sem við þurfum að ræða og fá stuðning við, að bæjarsjóður fái þetta bætt,“ segir Fannar. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Fannar Jónasson eftir fund Það hafi verið þungt högg þegar sprunga opnaðist sunnan varnargarðanna á sunnudag. Þá sé enn verið að vinna að hugmyndum um hvenær hægt verði að búa aftur í bænum. „Við erum enn að vinna með þær hugmyndir og þær aðgerðir að Grindavík verði byggð upp aftur. Hversu raunhæft er að gera mikil plön í því sambandi núna er annað mál. En við erum ekki að sjá að Grindavík og samfélagið okkar sé úr sögunni heldur ætlum við að gera okkar besta til að flytja heim. En það eru náttúran og örlögin sem stjórna þessu,“ segir Fannar. Rétt áður en fundurinn hófst í hádeginu.Vísir/Einar Hann segir mjög erfitt að átta sig á ástandinu innan bæjarins. „Það eru þarna götur og svæði sem ekki verða byggð upp aftur og við breytum því í fallega garða vonandi. En það er mjög erfitt að átta sig á þessu, það varð svo mikil kúvending við þetta eldgos þannig við verðum bara að sjá og anda rólega í bili,“ segir Fannar.
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Engin virkni en of snemmt að lýsa yfir goslokum Of snemmt er að lýsa yfir goslokum þrátt fyrir að engin virkni hafi verið sjáanleg í gossprungunum frá því um klukkan eitt í nótt. Enn er mikil hætta á svæðinu. Þetta kemur fram í uppfærðri frétt Veðurstofu Íslands um eldgos norðan Grindavíkur. 16. janúar 2024 11:35 Heitt vatn komið á vestari hluta bæjarins: Vilja fá lykla að húsunum Búið er að koma á heitu vatn í hús vestan Víkurbrautar í Grindavík. Almannavarnir fóru í það verkefni í gærkvöldi í samstarfi við HS Veitur. Almannavarnir óska þess nú að Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. 16. janúar 2024 10:59 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Engin virkni en of snemmt að lýsa yfir goslokum Of snemmt er að lýsa yfir goslokum þrátt fyrir að engin virkni hafi verið sjáanleg í gossprungunum frá því um klukkan eitt í nótt. Enn er mikil hætta á svæðinu. Þetta kemur fram í uppfærðri frétt Veðurstofu Íslands um eldgos norðan Grindavíkur. 16. janúar 2024 11:35
Heitt vatn komið á vestari hluta bæjarins: Vilja fá lykla að húsunum Búið er að koma á heitu vatn í hús vestan Víkurbrautar í Grindavík. Almannavarnir fóru í það verkefni í gærkvöldi í samstarfi við HS Veitur. Almannavarnir óska þess nú að Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. 16. janúar 2024 10:59