Minnsta en skæðasta eldgosið á Reykjanesskaga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2024 09:01 Þrjú hús í Grindavík urðu hrauninu að bráð. Vísir/Arnar Eldgosið fyrir norðan Grindavík virðist hafa gefið upp öndina en engin kvika hefur sést kom upp síðan klukkan 1:08 í nótt. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir eldgosið það minnsta af þeim fimm sem orðið hafa á Reykjanesskaga frá 2021. Eldgosið hófst rétt norðan við Grindavík klukkan 7:57 á sunnudagsmorgun. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands skrifar á Facebook að eldgosinu hafi lokið í nótt og því lifað einungis í rúmlega 41 klukkustund. Nefna ber að goslokum hefur ekki verið formlega lýst yfir. „Við bíðum enn mælinga um stærð og rúmmál hraunsins, en nokkuð auðvelt er að fullyrða að gosið hafi verið það minnsta af þeim fimm eldgosum sem nú hafa orðið á Reykjanesskaganum frá 2021. Þrátt fyrir smæðina var þetta alvarlegasta eldgos hér á landi frá Heimaeyjagosinu 1973, sökum staðsetningar rétt við Grindavík og skemmdanna sem það olli,“ segir í færslu hópsins sem birt var fyrir um klukkustund. „Sé spáð í framhaldið þykir ljóst að atburðarrásinni er hvergi nærri lokið. Um miðjan dag í gær mældist áfram gliðnun inni í Grindavík yfir kvikuinnskotinu sem olli eldgosinu. Var það til marks um að ekki væri algjört jafnvægi komið á jarðskorpuna í kringum innskotið og að opnun nýrra gosopa sé ekki útilokuð.“ Hópurinn segir að sama skapi engan bug að finna á landrisi á kvikusöfnunarsvæðinu norður við Svartsengi og Eldvörp. Kvika hafi safnast þar saman sleitulaust síðan um miðjan október og nú valdið þremur kvikuinnskotum, sem leiddu til tveggja skammlífra eldgosa. „Skýr merki eru um áframhaldandi landris á GPS mælum á svæðinu í kring um Svartsengi. Ekkert sig mældist í Svartsengi samhliða innskotinu sem olli eldgosinu, sem er óvenjulegt og þarfnast skoðunar.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. 16. janúar 2024 05:39 Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00 Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02 Mest lesið Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Innlent Fleiri fréttir Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Sjá meira
Eldgosið hófst rétt norðan við Grindavík klukkan 7:57 á sunnudagsmorgun. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands skrifar á Facebook að eldgosinu hafi lokið í nótt og því lifað einungis í rúmlega 41 klukkustund. Nefna ber að goslokum hefur ekki verið formlega lýst yfir. „Við bíðum enn mælinga um stærð og rúmmál hraunsins, en nokkuð auðvelt er að fullyrða að gosið hafi verið það minnsta af þeim fimm eldgosum sem nú hafa orðið á Reykjanesskaganum frá 2021. Þrátt fyrir smæðina var þetta alvarlegasta eldgos hér á landi frá Heimaeyjagosinu 1973, sökum staðsetningar rétt við Grindavík og skemmdanna sem það olli,“ segir í færslu hópsins sem birt var fyrir um klukkustund. „Sé spáð í framhaldið þykir ljóst að atburðarrásinni er hvergi nærri lokið. Um miðjan dag í gær mældist áfram gliðnun inni í Grindavík yfir kvikuinnskotinu sem olli eldgosinu. Var það til marks um að ekki væri algjört jafnvægi komið á jarðskorpuna í kringum innskotið og að opnun nýrra gosopa sé ekki útilokuð.“ Hópurinn segir að sama skapi engan bug að finna á landrisi á kvikusöfnunarsvæðinu norður við Svartsengi og Eldvörp. Kvika hafi safnast þar saman sleitulaust síðan um miðjan október og nú valdið þremur kvikuinnskotum, sem leiddu til tveggja skammlífra eldgosa. „Skýr merki eru um áframhaldandi landris á GPS mælum á svæðinu í kring um Svartsengi. Ekkert sig mældist í Svartsengi samhliða innskotinu sem olli eldgosinu, sem er óvenjulegt og þarfnast skoðunar.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. 16. janúar 2024 05:39 Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00 Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02 Mest lesið Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Innlent Fleiri fréttir Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Sjá meira
Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. 16. janúar 2024 05:39
Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00
Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02