„Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2024 22:01 Janus Daði Smárason liðkaði sig til fyrir æfingu landsliðsins í München í dag, og fór svo á kostum í upphitunarfótbolta áður en dyrunum var lokað fyrir fjölmiðlum. VÍSIR/VILHELM „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. Ísland og Ungverjaland hafa marga hildi háð í gegnum árin. Liðin mættust síðast á HM í Svíþjóð fyrir ári síðan, þar sem Ungverjar unnu 30-28 eftir að Ísland hafði komist í 25-19 þegar átján mínútur voru eftir. En fyrir tveimur árum vann Ísland sigur á Ungverjum á þeirra heimavelli á EM. „Ætli þetta séu ekki tvö ólík lið og svo snýst þetta um hvor nær að hafa yfirhöndina. Hvort við náum að halda okkar leik og okkar hraða, eða hvort að þeir nái að stýra þessu á sínu tempói og smá klunnabolta. Svo eru þetta bara tvö frábær lið og þess vegna getur þetta alveg verið jafnt,“ segir Janus, meðvitaður um hvað þarf að virka gegn ungversku sókninni: Klippa: Janus Daði vill hraða gegn Ungverjum „Við þurfum að hafa fyrir því að dekka þá og forvinna, og vera dálítið meðvitaðir um hvað er að koma hverju sinni, svo við séum þokkalega rétt staðsettir. Svo bara að taka á þeim. Berja þá. Við vorum að horfa á klippur í dag og þá sá maður aðeins af leiknum fyrir ári. Auðvitað var það grautfúlt en núna er nýtt mót. Mér finnst við hafa tekið skref sem lið og ætlum að halda áfram að gera það. Ef við spilum okkar leik þá held ég að við vinnum,“ segir Janus. „Við eigum mig bara inni“ Janus er einn af sóknarmönnum Íslands sem eiga meira inni en þeir hafa sýnt hingað til á mótinu. Hann lék tæpar 18 mínútur í jafnteflinu gegn Serbum og 13 mínútur í sigrinum gegn Svartfellingum, og skoraði eitt mark í hvorum leik. Hann hefur spilað með efsta liði Þýskalands, Magdeburg, í vetur og ætti að hafa komið inn á EM með gott sjálfstraust. „Ég er í toppstandi. Hef nú ekki spilað neitt allt of vel þegar ég hef komið inn á en við eigum mig bara inni. Ég er klár og vonandi að ég geti hjálpað áfram eitthvað. Við viljum allir spila mikið. Við erum í þessu saman og maður mætir bara og sýnir hvað í sér býr. Þetta er langt og strembið mót, við ætlum okkur áfram og þá koma fleiri leikir í milliriðlinum. Mómentið er með þér eða ekki og þá ertu bara klár,“ segir Janus sem í sumar flytur einmitt til Ungverjalands, til að verða leikmaður Pick Szeged, vonandi með montrétt á liðsfélagana: „Ég hef nú ekki pælt mikið í því en það væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna. Við ætlum að vinna á morgun.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi á morgun klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Ísland og Ungverjaland hafa marga hildi háð í gegnum árin. Liðin mættust síðast á HM í Svíþjóð fyrir ári síðan, þar sem Ungverjar unnu 30-28 eftir að Ísland hafði komist í 25-19 þegar átján mínútur voru eftir. En fyrir tveimur árum vann Ísland sigur á Ungverjum á þeirra heimavelli á EM. „Ætli þetta séu ekki tvö ólík lið og svo snýst þetta um hvor nær að hafa yfirhöndina. Hvort við náum að halda okkar leik og okkar hraða, eða hvort að þeir nái að stýra þessu á sínu tempói og smá klunnabolta. Svo eru þetta bara tvö frábær lið og þess vegna getur þetta alveg verið jafnt,“ segir Janus, meðvitaður um hvað þarf að virka gegn ungversku sókninni: Klippa: Janus Daði vill hraða gegn Ungverjum „Við þurfum að hafa fyrir því að dekka þá og forvinna, og vera dálítið meðvitaðir um hvað er að koma hverju sinni, svo við séum þokkalega rétt staðsettir. Svo bara að taka á þeim. Berja þá. Við vorum að horfa á klippur í dag og þá sá maður aðeins af leiknum fyrir ári. Auðvitað var það grautfúlt en núna er nýtt mót. Mér finnst við hafa tekið skref sem lið og ætlum að halda áfram að gera það. Ef við spilum okkar leik þá held ég að við vinnum,“ segir Janus. „Við eigum mig bara inni“ Janus er einn af sóknarmönnum Íslands sem eiga meira inni en þeir hafa sýnt hingað til á mótinu. Hann lék tæpar 18 mínútur í jafnteflinu gegn Serbum og 13 mínútur í sigrinum gegn Svartfellingum, og skoraði eitt mark í hvorum leik. Hann hefur spilað með efsta liði Þýskalands, Magdeburg, í vetur og ætti að hafa komið inn á EM með gott sjálfstraust. „Ég er í toppstandi. Hef nú ekki spilað neitt allt of vel þegar ég hef komið inn á en við eigum mig bara inni. Ég er klár og vonandi að ég geti hjálpað áfram eitthvað. Við viljum allir spila mikið. Við erum í þessu saman og maður mætir bara og sýnir hvað í sér býr. Þetta er langt og strembið mót, við ætlum okkur áfram og þá koma fleiri leikir í milliriðlinum. Mómentið er með þér eða ekki og þá ertu bara klár,“ segir Janus sem í sumar flytur einmitt til Ungverjalands, til að verða leikmaður Pick Szeged, vonandi með montrétt á liðsfélagana: „Ég hef nú ekki pælt mikið í því en það væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna. Við ætlum að vinna á morgun.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi á morgun klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira