Ísland komið áfram áður en leikur hefst? Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2024 08:31 Aron Pálmarsson og Arnar Freyr Arnarsson voru skiljanlega glaðir eftir sigurinn sæta gegn Svartfellingum. VÍSIR/VILHELM Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni fyrir lokadaginn í C-riðli EM karla í handbolta á morgun. Örlögin eru í höndum Íslands sem með sigri á Ungverjum stæði uppi með fullkomna draumaniðurstöðu en ef allt fer á versta veg er liðið fallið úr keppni. Ungverjaland er efst í C-riðli með 4 stig og öruggt áfram í milliriðilinn í Köln. Ísland er með 3 stig, Serbía 1 og Svartfjallaland 0. Tvö efstu liðin fara áfram, og taka með sér úrslitin úr innbyrðis leik sínum. Þetta þýðir að ef að Serbía vinnur ekki Svartfjallaland í fyrri leik dagsins á morgun, í Ólympíuhöllinni í München, þá er Ísland komið áfram sama hvernig fer gegn Ungverjum síðar um kvöldið. Staðan í riðli Íslands á EM fyrir lokaumferðina á morgun. Serbía mætir þá Svartfjallalandi áður en Ísland og Unverjaland mætast.Vísir Hvort þessi hjálparhönd Svartfellinga býðst verður sem sagt ljóst þegar strákarnir okkar stíga á svið. Ungverjar eru búnir að tryggja sig áfram í milliriðilinn en þeir vilja samt vinna Ísland til að tryggja að þeir fari með tvö stig í farteskinu. Strákarnir okkar vilja sömuleiðis bara sigur og ef það tekst er niðurstaða liðsins í riðlinum fullkomin, því liðið fer þá með tvö stig í milliriðil og Serbía, eitt af liðunum sem Ísland berst við um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, væri úr leik. Jafntefli Íslands og Ungverjalands myndi þýða að bæði þessi lið færu upp úr C-riðlinum, með eitt stig hvort. Nánast engin von ef Serbar vinna og Ísland tapar Ef að Serbía vinnur hins vegar Svartfjallaland, og Ísland tapar gegn Ungverjalandi, enda Serbía og Ísland jöfn að stigum. Þá mun heildarmarkatala þeirra úr þessum jafna riðli ráða því hvort liðanna endar í 2. sæti og heldur áfram keppni. Því miður myndi þetta nær örugglega þýða að Serbía næði 2. sætinu, því eftir leikina í gær er Ísland með +1 í markatölu og Serbía -1. Í þessu tilviki væri eina von Íslands því að Serbía ynni bara eins marks sigur og að Ísland tapaði bara með einu marki, því að öðrum kosti væri Serbía komin með betri markatölu. Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland á morgun klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira
Ungverjaland er efst í C-riðli með 4 stig og öruggt áfram í milliriðilinn í Köln. Ísland er með 3 stig, Serbía 1 og Svartfjallaland 0. Tvö efstu liðin fara áfram, og taka með sér úrslitin úr innbyrðis leik sínum. Þetta þýðir að ef að Serbía vinnur ekki Svartfjallaland í fyrri leik dagsins á morgun, í Ólympíuhöllinni í München, þá er Ísland komið áfram sama hvernig fer gegn Ungverjum síðar um kvöldið. Staðan í riðli Íslands á EM fyrir lokaumferðina á morgun. Serbía mætir þá Svartfjallalandi áður en Ísland og Unverjaland mætast.Vísir Hvort þessi hjálparhönd Svartfellinga býðst verður sem sagt ljóst þegar strákarnir okkar stíga á svið. Ungverjar eru búnir að tryggja sig áfram í milliriðilinn en þeir vilja samt vinna Ísland til að tryggja að þeir fari með tvö stig í farteskinu. Strákarnir okkar vilja sömuleiðis bara sigur og ef það tekst er niðurstaða liðsins í riðlinum fullkomin, því liðið fer þá með tvö stig í milliriðil og Serbía, eitt af liðunum sem Ísland berst við um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, væri úr leik. Jafntefli Íslands og Ungverjalands myndi þýða að bæði þessi lið færu upp úr C-riðlinum, með eitt stig hvort. Nánast engin von ef Serbar vinna og Ísland tapar Ef að Serbía vinnur hins vegar Svartfjallaland, og Ísland tapar gegn Ungverjalandi, enda Serbía og Ísland jöfn að stigum. Þá mun heildarmarkatala þeirra úr þessum jafna riðli ráða því hvort liðanna endar í 2. sæti og heldur áfram keppni. Því miður myndi þetta nær örugglega þýða að Serbía næði 2. sætinu, því eftir leikina í gær er Ísland með +1 í markatölu og Serbía -1. Í þessu tilviki væri eina von Íslands því að Serbía ynni bara eins marks sigur og að Ísland tapaði bara með einu marki, því að öðrum kosti væri Serbía komin með betri markatölu. Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland á morgun klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira