Handbolti

„Við getum ekki haldið á­fram að klúðra svona“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk frá miðju.
Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk frá miðju. Vísir/Vilhelm

Elliði Snær Viðarsson var ánægður með sigurinn en vill sjá betri frammistöðu og betri færanýtingu.

„Ég hefði mátt vera aðeins betri að mínu mati. Ég hefði mátt standa aðeins betur varnarlega og þá sérstaklega undir lokin. Geggjað að klára leikinn og fá þessu tvö stig,“ sagði Elliði Snær Viðarsson sem var næstamarkahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Elliði ræddi við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn.

Hvernig líður Elliða í svona rosalega miklum spennuleik? „Vel. Betur en upp í stúku,“ sagði Elliði og glotti en hann fékk rautt spjald snemma í síðasta leik.

„Það er það sem skiptir máli er að vera inn á vellinum og geta haft áhrif,“ sagði Elliði.

Elliði er mikill stemmningsmaður en hvernig að spila fyrir framan allt þetta fólk.

„Ég bara elska það. Þetta er svo geggjað og við getum ekki verið þakklátari fyrir allan þennan stuðning,“ sagði Elliði.

Hvað er það jákvæðasta sem íslensku strákarnir geta tekið út úr þessum leik fyrir utan sigurinn?

„Við erum að fá helling af færum. Brennum af ég veit ekki hversu mörgum dauðafærum. Við erum að spila okkur í ótrúlega góð færi og við getum ekki haldið áfram að klúðra svona. Þetta verður bara betra og betra og þá erum við illviðráðanlegir,“ sagði Elliði.

Klippa: Viðtal við Elliða eftir leik við Svartfjallaland



Fleiri fréttir

Sjá meira


×