Hraun rennur líklega í suður í átt að bænum Árni Sæberg skrifar 14. janúar 2024 08:15 Eldgosið er rétt norðan Grindavíkur. Þessi mynd er frá fyrra gosi, sem kom upp lengra norðaustan bæjarins. Vísir/Vilhelm Hraun úr eldgosinu, sem hófst laust fyrir klukkan 08, rennur að öllum líkum í suður í átt að Grindavíkurbæ. Það kom þó upp norðan varnargarða við bæinn. Þetta staðfestir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að gosið hafi komið upp rétt sunnan við Hagafell, norðan við varnargarðana við Grindavík. Hraun renni nú í suðurátt í átt að varnargörðunum og bænum. Eldgosið hafi hafist af nokkrum krafti en of snemmt sé að segja nákvæmlega til um stærð þess. Þá segir hún að sprungan sé enn að opnast og staðsetning gossins geti því breyst. Staðan sé stöðugt vöktuð. „Það eru góðar fréttir að þetta sé norðan varnargarða.“ Staðsetningin óljós Benedikt Gunnar Ófeigsson, segir í samtali við Vísi að nákvæm staðsetning eldgossins liggi ekki fyrir að svo stöddu. Þyrla Landhelgisgæslunnar sé í loftinu með vísindamenn Veðurstofunnar um borð. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og Ragar Axelsson, ljósmyndari fréttastofu, eru á meðal þeirra sem eru nú í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem eru á leið yfir gosstöðvarnar.Vísir/RAX Hann segir gosið líklegast vera við Sundhnúksgíg, sem er norðan við Grindavík og á vatnaskilum. Ekki liggi fyrir að svo stöddu í hvaða átt hraunið rennur en að miklar líkur séu á að það muni renna, allavega að hluta til, í suður í átt að Grindavíkurbæ. Þá segir hann að gossprungan sé enn að stækka en að svo virðist sem kraftur gossins sé töluvert minni en þegar gaus þann 18. desember í fyrra. Þá var hraunrennsli í upphafi allt að 300 rúmmetrar á sekúndu en Benedikt segir benda til þess að nú sé það nær hundrað rúmmetrum á sekúndu. Það verði þó metið betur í skoðunarfluginu. Fréttin var uppfærð klukkan 08:43, eftir að rætt var við Benedikt. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Sjá meira
Þetta staðfestir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að gosið hafi komið upp rétt sunnan við Hagafell, norðan við varnargarðana við Grindavík. Hraun renni nú í suðurátt í átt að varnargörðunum og bænum. Eldgosið hafi hafist af nokkrum krafti en of snemmt sé að segja nákvæmlega til um stærð þess. Þá segir hún að sprungan sé enn að opnast og staðsetning gossins geti því breyst. Staðan sé stöðugt vöktuð. „Það eru góðar fréttir að þetta sé norðan varnargarða.“ Staðsetningin óljós Benedikt Gunnar Ófeigsson, segir í samtali við Vísi að nákvæm staðsetning eldgossins liggi ekki fyrir að svo stöddu. Þyrla Landhelgisgæslunnar sé í loftinu með vísindamenn Veðurstofunnar um borð. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og Ragar Axelsson, ljósmyndari fréttastofu, eru á meðal þeirra sem eru nú í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem eru á leið yfir gosstöðvarnar.Vísir/RAX Hann segir gosið líklegast vera við Sundhnúksgíg, sem er norðan við Grindavík og á vatnaskilum. Ekki liggi fyrir að svo stöddu í hvaða átt hraunið rennur en að miklar líkur séu á að það muni renna, allavega að hluta til, í suður í átt að Grindavíkurbæ. Þá segir hann að gossprungan sé enn að stækka en að svo virðist sem kraftur gossins sé töluvert minni en þegar gaus þann 18. desember í fyrra. Þá var hraunrennsli í upphafi allt að 300 rúmmetrar á sekúndu en Benedikt segir benda til þess að nú sé það nær hundrað rúmmetrum á sekúndu. Það verði þó metið betur í skoðunarfluginu. Fréttin var uppfærð klukkan 08:43, eftir að rætt var við Benedikt.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Sjá meira