Innlent

Ekkert annað að gera en að bíða og sjá

Atli Ísleifsson skrifar
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, var staddur í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð þegar fréttastofa náði tali af honum.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, var staddur í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð þegar fréttastofa náði tali af honum. Vísir/Arnar

„Það er ekki margt annað hægt að gera en að bíða og sjá hvernig málin þróast. Það er búið að rýma bæinn.“

Þetta segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, í samtali við fréttastofu, en hann var staddur í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð í Reykjavík þegar fréttastofa náði tali af honum á áttunda tímanum í morgun.

„Á meðan þessi atburðarás er í gangi er lítið annað hægt en að fylgjast með. Við erum í nánum samskiptum við sérfræðinga Veðurstofunnar og við verðum bara að sjá hvernig fram vindur.“

Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt hófst áköf smáskjálftahrina við Sundhnúksgíga og hefur virknin færst suður á bóginn og inn í Grindavík þegar liðið hefur á morguninn.

Sérfræðingar Veðurstofunnar segja að miðað við þróun skjálftavirkninnar sé ekki hægt að útiloka þá sviðsmynd að kvika komi upp innan bæjarmarkanna í Grindavík.


Tengdar fréttir

Vaktin: Eldgos talið á leiðinni og Grindavík rýmd strax

Eldgos er talið yfirvofandi í grennd við Grindavík og hefur bærinn verið rýmdur. Samhæfingarmiðstöð hefur verið virkjuð. Virkni hefur færst til suðurs og er ekki talið útilokað að það muni gjósa innan bæjarmarkanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×