Svona ákvarðanir ekki teknar í tómarúmi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. janúar 2024 17:55 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tók til máls á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Bygging varnargarða mun halda áfram þrátt fyrir brottflutning úr Grindavík að því er kemur fram í ræðu dómsmálaráðherra á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag. Það verkefni auk rannsóknar á sprungum eru að hennar sögn stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík. Leit að karlmanni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu við jarðvegsvinnu í Grindavík var hætt í gær. Í kjölfarið var boðað til upplýsingafundar sem fram fór seinni partinn í dag. Á fundinum var farið yfir nýtt áhættumat Almannavarna en í því fólst fyrirskipun um brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og um að banna alla starfsemi í bænum. Þessi ráðstöfun tekur gildi klukkan 19 á mánudaginn. Sjá einnig: Fyrirskipa brottflutning allra úr Grindavík „Ákvörðunin byggir á áhættumati ríkislögreglustjóra þar sem horft hefur verið til þess á að allra síðustu dögum hefur komið í ljós að við vitum minna um sprungur undir Grindavík en við héldum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á fundinum.Hún segir ákvörðunina því eingöngu byggja á þeirri hættu sem er á svæðinu og slíkar ákvarðanir séu ekki teknar í tómarúmi. Þá lýsir hún viðbragði Almannavarna við náttúruhamförunum í Grindavík sem einu því umfangsmesta í Íslandssögunni. Brottflutningurinn ólíkur rýmingunni Áður en slysið varð dvöldust níutíu prósent íbúa Grindavíkur utan Grindavíkur og starfsemi í bænum hefur verið með minnsta móti, að sögn Guðrúnar. Því sé brottflutningurinn sem um ræðir núna ólíkur þeirri rýmingu sem gripið var til í skyndi að næturlagi þann 10. nóvember síðastliðinn. Guðrún segir markmiðið núna vera að tryggja öryggi íbúa með því að skanna og tryggja undirstöður bæjarins. Bygging varnargarða muni halda áfram og vonast sé til þess að með tíð og tíma geti Grindvíkingar snúið aftur til bæjarins og dvalið þar í öryggi. „Rannsóknir á sprungum í bæjarlandinu og bygging varnargarða eru stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík,“ segir Guðrún Unnið að skamm- og langtímalausnum Að ræðu Guðrúnar lokinni gafst blaðamönnum kostur að spyrja hana og Víði spurninga um brottflutninginn. Aðspurður hvers vegna þessi tiltekni tímarammi, mánudagur klukkan sjö, hafi verið ákveðinn segir hann að eðlilegt væri að gefa íbúum ráðrúm fyrir húsnæðismál. Eins þeirri starfsemi sem er í bænum að hafa mánudaginn til þess að ganga frá sínum málum. Þá kom fram að í samvinnu við Rauða Krossinn vinni Almannavarnir nú að skammtímalausn fyrir þá íbúa sem dvalið hafa í bænum síðustu daga. Guðrún segir ríkisstjórnina nú þegar falið leigufélaginu Bríeti að kaupa sjötíu íbúðir. Sömuleiðis verði auglýst eftir áttatíu íbúðum strax í dag. Leigufélagið Bjarg sé nú þegar búið að kaupa 27 íbúðir sem ætlaðar eru fyrir tekjulægri fjölskyldur. Grindavík Náttúruhamfarir Almannavarnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Leit að karlmanni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu við jarðvegsvinnu í Grindavík var hætt í gær. Í kjölfarið var boðað til upplýsingafundar sem fram fór seinni partinn í dag. Á fundinum var farið yfir nýtt áhættumat Almannavarna en í því fólst fyrirskipun um brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og um að banna alla starfsemi í bænum. Þessi ráðstöfun tekur gildi klukkan 19 á mánudaginn. Sjá einnig: Fyrirskipa brottflutning allra úr Grindavík „Ákvörðunin byggir á áhættumati ríkislögreglustjóra þar sem horft hefur verið til þess á að allra síðustu dögum hefur komið í ljós að við vitum minna um sprungur undir Grindavík en við héldum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á fundinum.Hún segir ákvörðunina því eingöngu byggja á þeirri hættu sem er á svæðinu og slíkar ákvarðanir séu ekki teknar í tómarúmi. Þá lýsir hún viðbragði Almannavarna við náttúruhamförunum í Grindavík sem einu því umfangsmesta í Íslandssögunni. Brottflutningurinn ólíkur rýmingunni Áður en slysið varð dvöldust níutíu prósent íbúa Grindavíkur utan Grindavíkur og starfsemi í bænum hefur verið með minnsta móti, að sögn Guðrúnar. Því sé brottflutningurinn sem um ræðir núna ólíkur þeirri rýmingu sem gripið var til í skyndi að næturlagi þann 10. nóvember síðastliðinn. Guðrún segir markmiðið núna vera að tryggja öryggi íbúa með því að skanna og tryggja undirstöður bæjarins. Bygging varnargarða muni halda áfram og vonast sé til þess að með tíð og tíma geti Grindvíkingar snúið aftur til bæjarins og dvalið þar í öryggi. „Rannsóknir á sprungum í bæjarlandinu og bygging varnargarða eru stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík,“ segir Guðrún Unnið að skamm- og langtímalausnum Að ræðu Guðrúnar lokinni gafst blaðamönnum kostur að spyrja hana og Víði spurninga um brottflutninginn. Aðspurður hvers vegna þessi tiltekni tímarammi, mánudagur klukkan sjö, hafi verið ákveðinn segir hann að eðlilegt væri að gefa íbúum ráðrúm fyrir húsnæðismál. Eins þeirri starfsemi sem er í bænum að hafa mánudaginn til þess að ganga frá sínum málum. Þá kom fram að í samvinnu við Rauða Krossinn vinni Almannavarnir nú að skammtímalausn fyrir þá íbúa sem dvalið hafa í bænum síðustu daga. Guðrún segir ríkisstjórnina nú þegar falið leigufélaginu Bríeti að kaupa sjötíu íbúðir. Sömuleiðis verði auglýst eftir áttatíu íbúðum strax í dag. Leigufélagið Bjarg sé nú þegar búið að kaupa 27 íbúðir sem ætlaðar eru fyrir tekjulægri fjölskyldur.
Grindavík Náttúruhamfarir Almannavarnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira