Enn líkur á eldgosi og von á nýju hættumatskorti í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2024 13:51 Áhrif meiri skjálftavirkni myndi gæta bæði í Svartsengi og í Grindavík. Enn rís land við Svartsengi vegna kvikusöfnunar. Vísir/Vilhelm Áfram mælist landris við Svartsengi vegna kvikusöfnunar sem getur leitt til eldgoss. Enn er líklegast að ef til eldgoss komi gjósi á svipuðum slóðum og í desember á síðasta ári. Eldgos getur hafist með litlum fyrirvara. Nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og þróun atburðarásarinnar síðustu daga er í vinnslu hjá Veðurstofunni og verður gefið út síðar í dag. Þetta kemur fram í uppfærðri frétt um aðstæður við Svartsengi og Sundhnjúkgsgígaröðinni á vef Veðurstofunnar. Þar segir að enn sé það mat vísindamanna að ef til eldgoss komi sé líklegast að að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnjúksgígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Á svipuðum slóðum og gaus 18. desember. Þá segir að eldgos gæti hafist með litlum fyrirvara. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið myndu koma fram í skyndilegri, staðbundinni og ákafri smáskjálftavirkni. Í aðdraganda gossins 18. desember liðu um 90 mínútur frá því að fyrstu merki sáust þangað til að kvika var komin upp og eldgos hafið. Í frétt Veðurstofunnar segir að undanfarna hafi skjálftavirkni verið afar væg en ef kvika færi að leita til yfirborðs megi fólk búast við því að skjálftavirknin samfara því yrði svipuð og sást í aðdraganda gossins 18. desember, bæði hvað varðar stærð skjálfta og fjölda þeirra. Áhrif þeirrar skjálftavirkni myndi gæta bæði í Svartsengi og í Grindavík. Miðað við stöðuna núna, er afar talið ólíklegt að skjálftavirknin verði eins öflug og þegar kvikugangurinn stóri myndaðist 10. nóvember. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Lægðin hefur áhrif á mælana Líkur á eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum aukast stöðugt, að mati jarðeðlisfræðings. Ekki sé sjálfgefið að atburðarásin verði með sama hætti og síðast. Veður hefur áhrif á mæla á svæðinu þessa dagana og náið er fylgst með vefmyndavélum. 10. janúar 2024 14:52 Bæjarstjórn fundaði í Grindavík í fyrsta sinn síðan í október Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði í Grindavík í dag í fyrsta skipti síðan í lok október. Forseti bæjarstjórnar segir innviði líta betur út en þau þorðu að vona og segir uppbyggingu varnargarða ganga hratt fyrir sig. 9. janúar 2024 23:01 Fólk geri ráð fyrir að geta yfirgefið Grindavík í flýti Prófessor í jarðeðlisfræði segir að þeir sem kjósi að dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn mjög hratt. Rúmmál kviku er svipað og í aðdraganda gossins í desember. Ef til eldgoss kæmi sé ekki hægt að útiloka að gossprungur opnist innan bæjarmarkanna. 9. janúar 2024 11:40 Segir líkur á gosi ef til vill mestar við Krísuvík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir dreif af grunnum og nokkrum dýpri skjálftum á svæðinu umhverfis Krísuvík geta verið merki um stórt lárétt kvikuinnskot. Ef svo sé geti það verið fimmtíu til eitthundrað ferkílómetrar. Líkurnar á eldgosi séu ef til vill mestar þar, segir hann. 9. janúar 2024 06:36 Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. 5. janúar 2024 18:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og þróun atburðarásarinnar síðustu daga er í vinnslu hjá Veðurstofunni og verður gefið út síðar í dag. Þetta kemur fram í uppfærðri frétt um aðstæður við Svartsengi og Sundhnjúkgsgígaröðinni á vef Veðurstofunnar. Þar segir að enn sé það mat vísindamanna að ef til eldgoss komi sé líklegast að að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnjúksgígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Á svipuðum slóðum og gaus 18. desember. Þá segir að eldgos gæti hafist með litlum fyrirvara. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið myndu koma fram í skyndilegri, staðbundinni og ákafri smáskjálftavirkni. Í aðdraganda gossins 18. desember liðu um 90 mínútur frá því að fyrstu merki sáust þangað til að kvika var komin upp og eldgos hafið. Í frétt Veðurstofunnar segir að undanfarna hafi skjálftavirkni verið afar væg en ef kvika færi að leita til yfirborðs megi fólk búast við því að skjálftavirknin samfara því yrði svipuð og sást í aðdraganda gossins 18. desember, bæði hvað varðar stærð skjálfta og fjölda þeirra. Áhrif þeirrar skjálftavirkni myndi gæta bæði í Svartsengi og í Grindavík. Miðað við stöðuna núna, er afar talið ólíklegt að skjálftavirknin verði eins öflug og þegar kvikugangurinn stóri myndaðist 10. nóvember.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Lægðin hefur áhrif á mælana Líkur á eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum aukast stöðugt, að mati jarðeðlisfræðings. Ekki sé sjálfgefið að atburðarásin verði með sama hætti og síðast. Veður hefur áhrif á mæla á svæðinu þessa dagana og náið er fylgst með vefmyndavélum. 10. janúar 2024 14:52 Bæjarstjórn fundaði í Grindavík í fyrsta sinn síðan í október Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði í Grindavík í dag í fyrsta skipti síðan í lok október. Forseti bæjarstjórnar segir innviði líta betur út en þau þorðu að vona og segir uppbyggingu varnargarða ganga hratt fyrir sig. 9. janúar 2024 23:01 Fólk geri ráð fyrir að geta yfirgefið Grindavík í flýti Prófessor í jarðeðlisfræði segir að þeir sem kjósi að dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn mjög hratt. Rúmmál kviku er svipað og í aðdraganda gossins í desember. Ef til eldgoss kæmi sé ekki hægt að útiloka að gossprungur opnist innan bæjarmarkanna. 9. janúar 2024 11:40 Segir líkur á gosi ef til vill mestar við Krísuvík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir dreif af grunnum og nokkrum dýpri skjálftum á svæðinu umhverfis Krísuvík geta verið merki um stórt lárétt kvikuinnskot. Ef svo sé geti það verið fimmtíu til eitthundrað ferkílómetrar. Líkurnar á eldgosi séu ef til vill mestar þar, segir hann. 9. janúar 2024 06:36 Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. 5. janúar 2024 18:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Lægðin hefur áhrif á mælana Líkur á eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum aukast stöðugt, að mati jarðeðlisfræðings. Ekki sé sjálfgefið að atburðarásin verði með sama hætti og síðast. Veður hefur áhrif á mæla á svæðinu þessa dagana og náið er fylgst með vefmyndavélum. 10. janúar 2024 14:52
Bæjarstjórn fundaði í Grindavík í fyrsta sinn síðan í október Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði í Grindavík í dag í fyrsta skipti síðan í lok október. Forseti bæjarstjórnar segir innviði líta betur út en þau þorðu að vona og segir uppbyggingu varnargarða ganga hratt fyrir sig. 9. janúar 2024 23:01
Fólk geri ráð fyrir að geta yfirgefið Grindavík í flýti Prófessor í jarðeðlisfræði segir að þeir sem kjósi að dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn mjög hratt. Rúmmál kviku er svipað og í aðdraganda gossins í desember. Ef til eldgoss kæmi sé ekki hægt að útiloka að gossprungur opnist innan bæjarmarkanna. 9. janúar 2024 11:40
Segir líkur á gosi ef til vill mestar við Krísuvík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir dreif af grunnum og nokkrum dýpri skjálftum á svæðinu umhverfis Krísuvík geta verið merki um stórt lárétt kvikuinnskot. Ef svo sé geti það verið fimmtíu til eitthundrað ferkílómetrar. Líkurnar á eldgosi séu ef til vill mestar þar, segir hann. 9. janúar 2024 06:36
Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. 5. janúar 2024 18:39