„Það er ekki óheiðarlegt að tala við vini sína“ Stefán Marteinn skrifar 11. janúar 2024 22:16 Maté fer yfir málin. Vísir/Diego Haukar heimsóttu toppbaráttulið Njarðvíkur í Ljónagryfjuna þegar 14.umferð Subway deilda karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Haukar freistuðu þess að komast á sigurbraut og reyna rífa sig aðeins frá botnbaráttunni. Byrjuðu þeir leikinn vel og sýndu viðbrögð sem Maté Dalmay þjálfari Hauka vonaðist til að sjá fyrir leik. „Jájá, við vorum góðir í vörn svona heilt yfir þó það komu nokkur hræðileg móment bæði í fyrri hálfleik og seinni hálfleik, þannig jú ég fékk viðbragð en ég fékk ekki tvö stig en þetta eru klárlega skref fram á við og við getum byggt á þessu í næstu viku en við þurfum að bæta okkur.“ Maté Dalmay fannst leikurinn fjara frá sínum mönnum í fjórða leikhluta og fannst vanta örlítið meira hugrekki í sína menn. „Við stöðnum svolítið í fjórða leikhluta í sókn fannst mér. Það þurfa fleirri að vera bara óhræddir, dræva inn, kikka út og þora svolítið að vera til held ég. Við vorum aðeins að leita of mikið af Osku tímunum saman og það var orðið svolítið fyrirsjánlegt í fjórða leikhluta fannst mér. Mér fannst þetta betra í fyrri hálfleik þegar við vorum að spila einhver kerfi og svo upp úr því kom eitt bounce screen fyrir hann og þeir gleymdu sér Njarðvíkingarnir í vörninni því við vorum búnir að hreyfa svolítið við vörninni þeirra. “ Maté gaf þó lítið fyrir það að hans menn hefðu ekki þorað að sækja sigurinn. „Mér fannst Njarðvíkingar ekkert þora að vera til. Chaz þorði að vera til og vann leikinn fyrir þá alveg eins og Remy Martin þorði að vera til og klára leikinn fyrir Keflavík. Við vorum ekki með þennan gaur en við vorum með þann sem tók sautján fráköst og er meira að pönkast inni í teig. Daniel Love var frábær og það hefði verið gott að hafa hann þarna inn á og hann þarf að vera þessi fyrir okkur og svo þurfa Sigvaldi og þeir sem eru inn á að setja þessi svona dagger eða stay in the game skot og þetta þarf að koma upp úr einhverju flæði frá okkur á meðan þeir geta svolítið sent á sinn hetju kall og hann býr eitthvað til. “ Það bárust fregnir af því í vikunni að Everage Richardson leikmaður Breiðabliks hefði óskað eftir starfslokum og viljað ganga í raðir Hauka en Breiðablik vildu þó meina að ekkert slíkt hefði borist inn á borð til þeirra og fullyrtu að leikmaðurinn væri sáttur í sínum röðum. „Ég er nú bara þannig gerður að ef einhver af vinum mínum hringir í mig þá svara ég í símann. Ef að þjálfari Breiðabliks svarar ekki vinum sínum í símann að þá þarf hann eitthvað að skoða vinahópinn sinn.“ Þjálfari Breiðabliks gaf í skyn að Haukar hefðu farið óheiðarlegar leiðir í spjalli við sinn leikmann en Maté Dalmay vildi lítið gefa fyrir það. „Það er ekki óheiðarlegt að tala við vini sína. Sérstaklega ekki þegar að þeir vilja ekki vera þar sem þeir eru. Það getur hver sem er sagt hvað sem er, Breiðablik eru nýbúin að leyfa þremur stelpum að fara úr kvennaliðinu sínu undan samning. Þeir leyfðu Pétri að fara undan samning, þeir leyfðu Sigga Péturs að fara undan samning, þeir leyfðu Danero að fara undan samning, þeir leyfðu Ísabelli að fara í fyrra undan samning þannig ég veit ekki hvað þeir allt í einu halda að sé að frétta.“ Maté Dalmay sér ekki fram á að bæta við leikmanni fyrir lok glugga. „Nei. Ég er mjög ánægðir með hvernig við erum hér í dag. Það vantar smá kjark og gæði í lokinn og mér fannst þetta 50/50 leikur. Maciej setti stórt skot í horninu, Chaz setti flottan mid range runner og við setjum ekki skotin hinu megin. Ég er alveg ánægður að vera á þeim stað að við erum í 50/50 í leik á móti liði sem er að standa sig vel en niðurstaðan er samt að við fáum núll stig og ef við fylgjum þessu ekki eftir með sambærilegri frammistöðu í næstu viku á móti Þór Þorlákshöfn þá verð ég illa vonsvikinn og ógeðslega pirraður en núna er ég bara svona ‘hey strákar, næsti leikur’.“ Körfubolti Subway-deild karla Haukar Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
„Jájá, við vorum góðir í vörn svona heilt yfir þó það komu nokkur hræðileg móment bæði í fyrri hálfleik og seinni hálfleik, þannig jú ég fékk viðbragð en ég fékk ekki tvö stig en þetta eru klárlega skref fram á við og við getum byggt á þessu í næstu viku en við þurfum að bæta okkur.“ Maté Dalmay fannst leikurinn fjara frá sínum mönnum í fjórða leikhluta og fannst vanta örlítið meira hugrekki í sína menn. „Við stöðnum svolítið í fjórða leikhluta í sókn fannst mér. Það þurfa fleirri að vera bara óhræddir, dræva inn, kikka út og þora svolítið að vera til held ég. Við vorum aðeins að leita of mikið af Osku tímunum saman og það var orðið svolítið fyrirsjánlegt í fjórða leikhluta fannst mér. Mér fannst þetta betra í fyrri hálfleik þegar við vorum að spila einhver kerfi og svo upp úr því kom eitt bounce screen fyrir hann og þeir gleymdu sér Njarðvíkingarnir í vörninni því við vorum búnir að hreyfa svolítið við vörninni þeirra. “ Maté gaf þó lítið fyrir það að hans menn hefðu ekki þorað að sækja sigurinn. „Mér fannst Njarðvíkingar ekkert þora að vera til. Chaz þorði að vera til og vann leikinn fyrir þá alveg eins og Remy Martin þorði að vera til og klára leikinn fyrir Keflavík. Við vorum ekki með þennan gaur en við vorum með þann sem tók sautján fráköst og er meira að pönkast inni í teig. Daniel Love var frábær og það hefði verið gott að hafa hann þarna inn á og hann þarf að vera þessi fyrir okkur og svo þurfa Sigvaldi og þeir sem eru inn á að setja þessi svona dagger eða stay in the game skot og þetta þarf að koma upp úr einhverju flæði frá okkur á meðan þeir geta svolítið sent á sinn hetju kall og hann býr eitthvað til. “ Það bárust fregnir af því í vikunni að Everage Richardson leikmaður Breiðabliks hefði óskað eftir starfslokum og viljað ganga í raðir Hauka en Breiðablik vildu þó meina að ekkert slíkt hefði borist inn á borð til þeirra og fullyrtu að leikmaðurinn væri sáttur í sínum röðum. „Ég er nú bara þannig gerður að ef einhver af vinum mínum hringir í mig þá svara ég í símann. Ef að þjálfari Breiðabliks svarar ekki vinum sínum í símann að þá þarf hann eitthvað að skoða vinahópinn sinn.“ Þjálfari Breiðabliks gaf í skyn að Haukar hefðu farið óheiðarlegar leiðir í spjalli við sinn leikmann en Maté Dalmay vildi lítið gefa fyrir það. „Það er ekki óheiðarlegt að tala við vini sína. Sérstaklega ekki þegar að þeir vilja ekki vera þar sem þeir eru. Það getur hver sem er sagt hvað sem er, Breiðablik eru nýbúin að leyfa þremur stelpum að fara úr kvennaliðinu sínu undan samning. Þeir leyfðu Pétri að fara undan samning, þeir leyfðu Sigga Péturs að fara undan samning, þeir leyfðu Danero að fara undan samning, þeir leyfðu Ísabelli að fara í fyrra undan samning þannig ég veit ekki hvað þeir allt í einu halda að sé að frétta.“ Maté Dalmay sér ekki fram á að bæta við leikmanni fyrir lok glugga. „Nei. Ég er mjög ánægðir með hvernig við erum hér í dag. Það vantar smá kjark og gæði í lokinn og mér fannst þetta 50/50 leikur. Maciej setti stórt skot í horninu, Chaz setti flottan mid range runner og við setjum ekki skotin hinu megin. Ég er alveg ánægður að vera á þeim stað að við erum í 50/50 í leik á móti liði sem er að standa sig vel en niðurstaðan er samt að við fáum núll stig og ef við fylgjum þessu ekki eftir með sambærilegri frammistöðu í næstu viku á móti Þór Þorlákshöfn þá verð ég illa vonsvikinn og ógeðslega pirraður en núna er ég bara svona ‘hey strákar, næsti leikur’.“
Körfubolti Subway-deild karla Haukar Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum