Hrun í miðri sprungu dró manninn með sér Rafn Ágúst Ragnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. janúar 2024 18:41 Fannar segir hug bæjarbúa með aðstandendum. Vísir/Einar Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir mál mannsins sem talinn er hafa fallið ofan í við sprunguinnfyllingu vera bakslag fyrir Grindvíkinga. Þetta segir hann í viðtali við Stöð 2 í dag. Fannar segir mikilvægt að brýna fyrir fólki í bænum að vera ekki á opnum svæðum þar sem sprungur kunna að leynast undir. Hann segir jafnframt að skrekkur sé í bæjarbúum og að þetta sorglega atvik hafi ekki orðið til þess að auka öryggistilfinningu þegar skelkaðra íbúa bæjarins. Hrun í miðri sprungu dró manninn með sér Hann segist hafa setið fundi almannavarna og fengið skýringar á atburðarrás gærdagsins. Atvikið hafi átt sér stað þegar var verið að leggja lokahönd á sprunguinnfyllingu. Leitin að manninum hefur borið lítinn árangur.Vísir „Það var verið að vinna þarna að sprungufyllingu á þekktu svæði þar sem var stór sprunga. Það er búið að vera að fylla í hana að undanförnu og það var eiginlega verið að leggja lokahönd á verkið með því að þjappa fínefni og efsta laginu yfir þessa sprungu. Þannig að verkinu var nánast lokið þegar það varð þarna hrun einhvers staðar í miðri sprungunni neðarlega sem dró með sér þetta fyllingarefni sem var efst í sprungunni,“ segir Fannar. Óhugnanlegur og sorglegur atburður Hann segir hug sinn og bæjarbúa vera með aðstandendum mannsins sem varð fyrir slysinu og að stöðva sé búið allar framkvæmdir í bænum. Samræmingarfundur aðila sem standa að almannavörnum fari fram á þriðjudaginn næstkomandi og að engin vinna utandyra fari fram þangað til. „Þetta er auðvitað mjög óhugnanlegur atburður og gríðarlega sorglegur og þýðir það að við þurfum að leggja alla áherslu á það og brýna fyrir fólki, eins og reyndar hefur verið gert, að vera ekki á opnum svæðum þar sem sprungur kunna að leynast undir,“ segir Fannar. Atvikið er bakslag fyrir Grindvíkinga sem margir hverjir eru ólmir í að snúa aftur heim að sögn Fannars. Hann hvetur Grindvíkinga til að leita sér þeirrar aðstoðar sem þeir þurfa og minnir á þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Tryggvagötu. Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fannar segir mikilvægt að brýna fyrir fólki í bænum að vera ekki á opnum svæðum þar sem sprungur kunna að leynast undir. Hann segir jafnframt að skrekkur sé í bæjarbúum og að þetta sorglega atvik hafi ekki orðið til þess að auka öryggistilfinningu þegar skelkaðra íbúa bæjarins. Hrun í miðri sprungu dró manninn með sér Hann segist hafa setið fundi almannavarna og fengið skýringar á atburðarrás gærdagsins. Atvikið hafi átt sér stað þegar var verið að leggja lokahönd á sprunguinnfyllingu. Leitin að manninum hefur borið lítinn árangur.Vísir „Það var verið að vinna þarna að sprungufyllingu á þekktu svæði þar sem var stór sprunga. Það er búið að vera að fylla í hana að undanförnu og það var eiginlega verið að leggja lokahönd á verkið með því að þjappa fínefni og efsta laginu yfir þessa sprungu. Þannig að verkinu var nánast lokið þegar það varð þarna hrun einhvers staðar í miðri sprungunni neðarlega sem dró með sér þetta fyllingarefni sem var efst í sprungunni,“ segir Fannar. Óhugnanlegur og sorglegur atburður Hann segir hug sinn og bæjarbúa vera með aðstandendum mannsins sem varð fyrir slysinu og að stöðva sé búið allar framkvæmdir í bænum. Samræmingarfundur aðila sem standa að almannavörnum fari fram á þriðjudaginn næstkomandi og að engin vinna utandyra fari fram þangað til. „Þetta er auðvitað mjög óhugnanlegur atburður og gríðarlega sorglegur og þýðir það að við þurfum að leggja alla áherslu á það og brýna fyrir fólki, eins og reyndar hefur verið gert, að vera ekki á opnum svæðum þar sem sprungur kunna að leynast undir,“ segir Fannar. Atvikið er bakslag fyrir Grindvíkinga sem margir hverjir eru ólmir í að snúa aftur heim að sögn Fannars. Hann hvetur Grindvíkinga til að leita sér þeirrar aðstoðar sem þeir þurfa og minnir á þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Tryggvagötu.
Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira