Hrun í miðri sprungu dró manninn með sér Rafn Ágúst Ragnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. janúar 2024 18:41 Fannar segir hug bæjarbúa með aðstandendum. Vísir/Einar Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir mál mannsins sem talinn er hafa fallið ofan í við sprunguinnfyllingu vera bakslag fyrir Grindvíkinga. Þetta segir hann í viðtali við Stöð 2 í dag. Fannar segir mikilvægt að brýna fyrir fólki í bænum að vera ekki á opnum svæðum þar sem sprungur kunna að leynast undir. Hann segir jafnframt að skrekkur sé í bæjarbúum og að þetta sorglega atvik hafi ekki orðið til þess að auka öryggistilfinningu þegar skelkaðra íbúa bæjarins. Hrun í miðri sprungu dró manninn með sér Hann segist hafa setið fundi almannavarna og fengið skýringar á atburðarrás gærdagsins. Atvikið hafi átt sér stað þegar var verið að leggja lokahönd á sprunguinnfyllingu. Leitin að manninum hefur borið lítinn árangur.Vísir „Það var verið að vinna þarna að sprungufyllingu á þekktu svæði þar sem var stór sprunga. Það er búið að vera að fylla í hana að undanförnu og það var eiginlega verið að leggja lokahönd á verkið með því að þjappa fínefni og efsta laginu yfir þessa sprungu. Þannig að verkinu var nánast lokið þegar það varð þarna hrun einhvers staðar í miðri sprungunni neðarlega sem dró með sér þetta fyllingarefni sem var efst í sprungunni,“ segir Fannar. Óhugnanlegur og sorglegur atburður Hann segir hug sinn og bæjarbúa vera með aðstandendum mannsins sem varð fyrir slysinu og að stöðva sé búið allar framkvæmdir í bænum. Samræmingarfundur aðila sem standa að almannavörnum fari fram á þriðjudaginn næstkomandi og að engin vinna utandyra fari fram þangað til. „Þetta er auðvitað mjög óhugnanlegur atburður og gríðarlega sorglegur og þýðir það að við þurfum að leggja alla áherslu á það og brýna fyrir fólki, eins og reyndar hefur verið gert, að vera ekki á opnum svæðum þar sem sprungur kunna að leynast undir,“ segir Fannar. Atvikið er bakslag fyrir Grindvíkinga sem margir hverjir eru ólmir í að snúa aftur heim að sögn Fannars. Hann hvetur Grindvíkinga til að leita sér þeirrar aðstoðar sem þeir þurfa og minnir á þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Tryggvagötu. Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Fannar segir mikilvægt að brýna fyrir fólki í bænum að vera ekki á opnum svæðum þar sem sprungur kunna að leynast undir. Hann segir jafnframt að skrekkur sé í bæjarbúum og að þetta sorglega atvik hafi ekki orðið til þess að auka öryggistilfinningu þegar skelkaðra íbúa bæjarins. Hrun í miðri sprungu dró manninn með sér Hann segist hafa setið fundi almannavarna og fengið skýringar á atburðarrás gærdagsins. Atvikið hafi átt sér stað þegar var verið að leggja lokahönd á sprunguinnfyllingu. Leitin að manninum hefur borið lítinn árangur.Vísir „Það var verið að vinna þarna að sprungufyllingu á þekktu svæði þar sem var stór sprunga. Það er búið að vera að fylla í hana að undanförnu og það var eiginlega verið að leggja lokahönd á verkið með því að þjappa fínefni og efsta laginu yfir þessa sprungu. Þannig að verkinu var nánast lokið þegar það varð þarna hrun einhvers staðar í miðri sprungunni neðarlega sem dró með sér þetta fyllingarefni sem var efst í sprungunni,“ segir Fannar. Óhugnanlegur og sorglegur atburður Hann segir hug sinn og bæjarbúa vera með aðstandendum mannsins sem varð fyrir slysinu og að stöðva sé búið allar framkvæmdir í bænum. Samræmingarfundur aðila sem standa að almannavörnum fari fram á þriðjudaginn næstkomandi og að engin vinna utandyra fari fram þangað til. „Þetta er auðvitað mjög óhugnanlegur atburður og gríðarlega sorglegur og þýðir það að við þurfum að leggja alla áherslu á það og brýna fyrir fólki, eins og reyndar hefur verið gert, að vera ekki á opnum svæðum þar sem sprungur kunna að leynast undir,“ segir Fannar. Atvikið er bakslag fyrir Grindvíkinga sem margir hverjir eru ólmir í að snúa aftur heim að sögn Fannars. Hann hvetur Grindvíkinga til að leita sér þeirrar aðstoðar sem þeir þurfa og minnir á þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Tryggvagötu.
Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira