„Hún var eins og sprengja inn á vellinum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 16:30 Elísabet Thelma Róbertsdóttir (númer tólf) fagnar sigri með liðsfélögum sínum í gær. Vísir/Diego Elísabet Thelma Róbertsdóttir átti frábæra innkomu í Íslandsmeistaralið Vals í Subway deild kvenna í körfubolta í gær þegar liðið kom til baka með frábærum lokaleikhluta og vann langþráðan sigur. Elísabet skoraði fimm stig í leiknum en það var ekki síst barátta hennar og varnarleikur sem gerði gæfumuninn. Það sást vel á plús og mínus en Valur vann með fimmtán stigum þær átján mínútur sem hún spilaði. Körfuboltakvöld þótt líka ástæða til að taka fyrir frammistöðu Valskonunnar. Valur var níu stigum undir fyrir lokaleikhlutann en vann leikinn með fimm stiga mun, 80-75. Íslandsmeistararnir enduðu þar með fjögurra leikja taphrinu sína. „Elísabet Róbertsdóttir er stelpa fædd árið 2002 og búin að vera í Val lengi. Hún hefur aldrei fengið almennilega tækifærið. Hún kemur inn á í fjórða leikhluta og breytir leiknum eins og Hjalti (Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals) talað sjálfur um,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. „Við höfðum orð á því þegar við vorum að horfa á leikinn hérna að þegar hún fær tækifærið þá finnst mér hún alltaf koma inn af krafti. Hún var ekkert að setja boltann í körfuna en hún gjörsamlega slökkti á henni Rachel og var allt í öllu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. Raquel Laneiro var búin að fara mikinn í leiknum en aðeins 5 af 26 stigum hennar komu í fjórða leikhlutanum. „Hún var eins og sprengja inn á vellinum og þetta smitar svo út frá sér. Þú ert með einhvern sem er tilbúin að gera allt hundrað prósent og þá koma hinar með. Þetta var flott hjá henni,“ sagði Ólöf Helga. „Það er ótrúlega gaman að sjá. Nú er liðið án Hildar (Bjargar Kjartansdóttur) og án Söru (Líf Boama) sem er búin að vera mikilvægur varnarmaður í Valsliðinu. Beta (Elísabet) nýtir þessar mínútur sem hún er að fá ótrúlega vel,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. „Hún berst eins og ljón og er á fullu allan tímann,“ sagði Berglind. „Hún ætlaði ekki að tapa þessu,“ skaut Ólöf inn í. „Það er gaman að sjá hvað hún er búin að bæta sig og líka það að hún sé að fá þetta tækifæri og traust,“ sagði Berglind. Það má sjá alla umfjöllunina um Elísabetu hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Innkoma Elísabetu Subway-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Elísabet skoraði fimm stig í leiknum en það var ekki síst barátta hennar og varnarleikur sem gerði gæfumuninn. Það sást vel á plús og mínus en Valur vann með fimmtán stigum þær átján mínútur sem hún spilaði. Körfuboltakvöld þótt líka ástæða til að taka fyrir frammistöðu Valskonunnar. Valur var níu stigum undir fyrir lokaleikhlutann en vann leikinn með fimm stiga mun, 80-75. Íslandsmeistararnir enduðu þar með fjögurra leikja taphrinu sína. „Elísabet Róbertsdóttir er stelpa fædd árið 2002 og búin að vera í Val lengi. Hún hefur aldrei fengið almennilega tækifærið. Hún kemur inn á í fjórða leikhluta og breytir leiknum eins og Hjalti (Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals) talað sjálfur um,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. „Við höfðum orð á því þegar við vorum að horfa á leikinn hérna að þegar hún fær tækifærið þá finnst mér hún alltaf koma inn af krafti. Hún var ekkert að setja boltann í körfuna en hún gjörsamlega slökkti á henni Rachel og var allt í öllu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. Raquel Laneiro var búin að fara mikinn í leiknum en aðeins 5 af 26 stigum hennar komu í fjórða leikhlutanum. „Hún var eins og sprengja inn á vellinum og þetta smitar svo út frá sér. Þú ert með einhvern sem er tilbúin að gera allt hundrað prósent og þá koma hinar með. Þetta var flott hjá henni,“ sagði Ólöf Helga. „Það er ótrúlega gaman að sjá. Nú er liðið án Hildar (Bjargar Kjartansdóttur) og án Söru (Líf Boama) sem er búin að vera mikilvægur varnarmaður í Valsliðinu. Beta (Elísabet) nýtir þessar mínútur sem hún er að fá ótrúlega vel,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. „Hún berst eins og ljón og er á fullu allan tímann,“ sagði Berglind. „Hún ætlaði ekki að tapa þessu,“ skaut Ólöf inn í. „Það er gaman að sjá hvað hún er búin að bæta sig og líka það að hún sé að fá þetta tækifæri og traust,“ sagði Berglind. Það má sjá alla umfjöllunina um Elísabetu hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Innkoma Elísabetu
Subway-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti