Hjalti: Gott að finna gleði og ánægju aftur Andri Már Eggertsson skrifar 10. janúar 2024 21:35 Hjalti Þór Vilhjálmsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur komst aftur á sigurbraut eftir fimm stiga útisigur gegn Fjölni 75-80. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn. „Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur. Þetta var mikilvægara heldur en bara tvö stig þar sem við höfðum tapað allt of mörgum leikjum í röð og það var gott að finna gleði og ánægju. Þetta var þannig sigur,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson afar ánægður með sigurinn. Fjölnir var níu stigum yfir í hálfleik 44-35. Hjalta fannst liðið vera að ofhugsa hlutina og spila á hálfum hraða. „Við vorum að ofhugsa allt saman og gera allt hægt. Það var rosa mikið hik á öllu bæði sóknarlega og varnarlega. Það vantaði ákveðna geðveiki í okkur og ákveðni.“ Það var allt annað að sjá til Vals í síðari hálfleik og Hjalti sagði að innkoma Elísabetar Thelmu Róbertsdóttur hafi breytt leiknum. „Beta [Elísabet Thelma Róbertsdóttir] kom inn á. Hún kom inn á og Raquel [Laneiro] skorar fimm stig síðustu fimmtán mínúturnar og þrjú af þeim var vegna brots sem var ekki einu sinni villa en það má dæma um það.“ Sex stigum undir í fjórða leikhluta gerði Dagbjört Dögg Karlsdóttir níu stig í röð og Hjalti var afar ánægður með það þar sem hún var ekki að spila vel í fyrri hálfleik. „Hún var ekki lík sjálfri sér í fyrri hálfleik. Ég sagði inn í klefa í hálfleik að við ættum að núllstilla okkur og þetta var ekki spurning um neina körfuboltagetu. Hún tók mig á orðinu og spilaði virkilega vel í síðari hálfleik.“ Fjölnir fékk tækifæri til þess að jafna leikinn undir lokin með þriggja stiga körfu. Hjalti sagðist þó ekki hafa verið stressaður þar sem Valur var í versta falli á leið í framlengingu. „Við áttum alltaf tækifæri þar sem það var þriggja stiga munur. Við máttum bara ekki brjóta fyrir utan þriggja stiga línuna og þá værum við í versta falli á leið í framlengingu. Við hefðum í raun ekki tapað og ég treysti stelpunum til þess að klára þetta,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum. Valur Subway-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
„Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur. Þetta var mikilvægara heldur en bara tvö stig þar sem við höfðum tapað allt of mörgum leikjum í röð og það var gott að finna gleði og ánægju. Þetta var þannig sigur,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson afar ánægður með sigurinn. Fjölnir var níu stigum yfir í hálfleik 44-35. Hjalta fannst liðið vera að ofhugsa hlutina og spila á hálfum hraða. „Við vorum að ofhugsa allt saman og gera allt hægt. Það var rosa mikið hik á öllu bæði sóknarlega og varnarlega. Það vantaði ákveðna geðveiki í okkur og ákveðni.“ Það var allt annað að sjá til Vals í síðari hálfleik og Hjalti sagði að innkoma Elísabetar Thelmu Róbertsdóttur hafi breytt leiknum. „Beta [Elísabet Thelma Róbertsdóttir] kom inn á. Hún kom inn á og Raquel [Laneiro] skorar fimm stig síðustu fimmtán mínúturnar og þrjú af þeim var vegna brots sem var ekki einu sinni villa en það má dæma um það.“ Sex stigum undir í fjórða leikhluta gerði Dagbjört Dögg Karlsdóttir níu stig í röð og Hjalti var afar ánægður með það þar sem hún var ekki að spila vel í fyrri hálfleik. „Hún var ekki lík sjálfri sér í fyrri hálfleik. Ég sagði inn í klefa í hálfleik að við ættum að núllstilla okkur og þetta var ekki spurning um neina körfuboltagetu. Hún tók mig á orðinu og spilaði virkilega vel í síðari hálfleik.“ Fjölnir fékk tækifæri til þess að jafna leikinn undir lokin með þriggja stiga körfu. Hjalti sagðist þó ekki hafa verið stressaður þar sem Valur var í versta falli á leið í framlengingu. „Við áttum alltaf tækifæri þar sem það var þriggja stiga munur. Við máttum bara ekki brjóta fyrir utan þriggja stiga línuna og þá værum við í versta falli á leið í framlengingu. Við hefðum í raun ekki tapað og ég treysti stelpunum til þess að klára þetta,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum.
Valur Subway-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti