Hjalti: Gott að finna gleði og ánægju aftur Andri Már Eggertsson skrifar 10. janúar 2024 21:35 Hjalti Þór Vilhjálmsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur komst aftur á sigurbraut eftir fimm stiga útisigur gegn Fjölni 75-80. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn. „Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur. Þetta var mikilvægara heldur en bara tvö stig þar sem við höfðum tapað allt of mörgum leikjum í röð og það var gott að finna gleði og ánægju. Þetta var þannig sigur,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson afar ánægður með sigurinn. Fjölnir var níu stigum yfir í hálfleik 44-35. Hjalta fannst liðið vera að ofhugsa hlutina og spila á hálfum hraða. „Við vorum að ofhugsa allt saman og gera allt hægt. Það var rosa mikið hik á öllu bæði sóknarlega og varnarlega. Það vantaði ákveðna geðveiki í okkur og ákveðni.“ Það var allt annað að sjá til Vals í síðari hálfleik og Hjalti sagði að innkoma Elísabetar Thelmu Róbertsdóttur hafi breytt leiknum. „Beta [Elísabet Thelma Róbertsdóttir] kom inn á. Hún kom inn á og Raquel [Laneiro] skorar fimm stig síðustu fimmtán mínúturnar og þrjú af þeim var vegna brots sem var ekki einu sinni villa en það má dæma um það.“ Sex stigum undir í fjórða leikhluta gerði Dagbjört Dögg Karlsdóttir níu stig í röð og Hjalti var afar ánægður með það þar sem hún var ekki að spila vel í fyrri hálfleik. „Hún var ekki lík sjálfri sér í fyrri hálfleik. Ég sagði inn í klefa í hálfleik að við ættum að núllstilla okkur og þetta var ekki spurning um neina körfuboltagetu. Hún tók mig á orðinu og spilaði virkilega vel í síðari hálfleik.“ Fjölnir fékk tækifæri til þess að jafna leikinn undir lokin með þriggja stiga körfu. Hjalti sagðist þó ekki hafa verið stressaður þar sem Valur var í versta falli á leið í framlengingu. „Við áttum alltaf tækifæri þar sem það var þriggja stiga munur. Við máttum bara ekki brjóta fyrir utan þriggja stiga línuna og þá værum við í versta falli á leið í framlengingu. Við hefðum í raun ekki tapað og ég treysti stelpunum til þess að klára þetta,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum. Valur Subway-deild kvenna Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Sjá meira
„Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur. Þetta var mikilvægara heldur en bara tvö stig þar sem við höfðum tapað allt of mörgum leikjum í röð og það var gott að finna gleði og ánægju. Þetta var þannig sigur,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson afar ánægður með sigurinn. Fjölnir var níu stigum yfir í hálfleik 44-35. Hjalta fannst liðið vera að ofhugsa hlutina og spila á hálfum hraða. „Við vorum að ofhugsa allt saman og gera allt hægt. Það var rosa mikið hik á öllu bæði sóknarlega og varnarlega. Það vantaði ákveðna geðveiki í okkur og ákveðni.“ Það var allt annað að sjá til Vals í síðari hálfleik og Hjalti sagði að innkoma Elísabetar Thelmu Róbertsdóttur hafi breytt leiknum. „Beta [Elísabet Thelma Róbertsdóttir] kom inn á. Hún kom inn á og Raquel [Laneiro] skorar fimm stig síðustu fimmtán mínúturnar og þrjú af þeim var vegna brots sem var ekki einu sinni villa en það má dæma um það.“ Sex stigum undir í fjórða leikhluta gerði Dagbjört Dögg Karlsdóttir níu stig í röð og Hjalti var afar ánægður með það þar sem hún var ekki að spila vel í fyrri hálfleik. „Hún var ekki lík sjálfri sér í fyrri hálfleik. Ég sagði inn í klefa í hálfleik að við ættum að núllstilla okkur og þetta var ekki spurning um neina körfuboltagetu. Hún tók mig á orðinu og spilaði virkilega vel í síðari hálfleik.“ Fjölnir fékk tækifæri til þess að jafna leikinn undir lokin með þriggja stiga körfu. Hjalti sagðist þó ekki hafa verið stressaður þar sem Valur var í versta falli á leið í framlengingu. „Við áttum alltaf tækifæri þar sem það var þriggja stiga munur. Við máttum bara ekki brjóta fyrir utan þriggja stiga línuna og þá værum við í versta falli á leið í framlengingu. Við hefðum í raun ekki tapað og ég treysti stelpunum til þess að klára þetta,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum.
Valur Subway-deild kvenna Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Sjá meira