Innlent

Fresta íbúafundi vegna leitarinnar

Árni Sæberg skrifar
Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur.
Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Arnar

Grindavíkurbær hefur ákveðið að fresta íbúafundi sem var á dagskrá á morgun. Ástæðan er sögð „hörmulegt slys“ sem átti sér stað í dag.

Manns sem var við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu í Grindavík hefur verið leitað síðan á ellefta tímanum í morgun. Í ljósi þessa hefur Grindavíkurbær ákveðið að fresta íbúafundi sem boðaður hafði verið á morgun.

„Í ljósi þess hörmulega slyss sem átti sér stað í Grindavík í dag, hefur verið tekin ákvörðun um að fresta íbúafundinum sem var á dagskrá á morgun fram í næstu viku. Nákvæm tímasetning verður auglýst síðar,“ segir í tilkynningu frá bænum.

Fundurinn var boðaður vegna þess að nú mega Grindvíkingar verja öllum sólarhringnum heima hjá sér og stöðunnar í bænum almennt.


Tengdar fréttir

Fóru ofan í „mjög djúpa“ sprunguna

Verkfæri manns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindvík í morgun fundust ofan í sprungunni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir allt benda til þess að maðurinn hafi farið ofan í sprunguna ásamt verkfærunum. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Hans er enn leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×