Innlent

Fjórar dreifistöðvar Veitna urðu rafmagnslausar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Íbúar í Grafarholti urðu rafmagnslausir um stund í morgun.
Íbúar í Grafarholti urðu rafmagnslausir um stund í morgun. Vísir/Vilhelm

Rofa í dreifistöð A12 hjá Veitum sló út á fimmta tímanum í morgun. Fjórar dreifistöðvar Veitna urðu rafmagnslausar vegna þessa.

Fram kom á vef Veitna að strengur milli dreifistöðvar 1238 við Hádegismóa 1a og dreifistöð 0504 nálægt golfvellinum í Grafarholti væri bilaður. Rafmagn var komið á að nýju rúmri klukkustund síðar.

Meðal þess sem rafmagnsleysið hafði áhrif á var fjölmiðlafyrirtækið Árvakur en mbl.is lá niðri í rúma klukkustund og þá hafði bilunin einnig áhrif á útsendingu K100, að því er segir í frétt miðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×